Biður forsetann um náðun Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. nóvember 2025 14:19 Benjamín Netanjahú er sakaður um að múta fjölmiðlum fyrir jákvæða fréttaumfjöllun. EPA Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur beðið Isaac Herzog, forseta Ísraels, um að veita honum náðun. Netanjahú hefur verið fyrir rétti síðustu fimm ár vegna ákæru um mútur, svik og trúnaðarbrot. Í myndskeiði sem Netanjahú birti sagðist hann frekar vilja sjá málið til enda en það væri ekki hægt í þágu hagsmuna þjóðarinnar. Herzog hefur ekki tekið ákvörðun hvort hann hyggist náða forsætisráðherrann. Samkvæmt BBC ætlar hann að fá álit nokkurra embættismanna í dómskerfinu áður en hann tekur ákvörðun. Um sé að ræða óvenjulega beiðni sem hafi verulegar afleiðingar í för með sér. Ekki hefur komið fram hvenær ákvörðunin mun liggja fyrir. Um þrjú aðskilin mál er að ræða. Það fyrsta kom upp árið 2020 þegar saksóknari sakaði hann um að taka við gjöfum, líkt og vindlum og kampavínsflöskum, frá valdamiklum viðskiptamönnum gegn greiðum. Í öðru máli er Netanjahú sagður hafa boðið fjölmiðli aðstoð við dreifingu efni þess gegn jákvæðri umfjöllun um sig sjálfan. Í þriðja málinu á Netanjahú aftur að hafa verið á höttunum eftir jákvæðri umfjöllun. Saksóknari heldur því fram að hann hafi stutt reglugerð sem ísraelskt fjarskiptafyrirtæki hagnaðist á, gegn því að fyrirtækið myndi fjalla jákvætt um hann á fréttavef þess. Netanjahú neitar sök í öllum málunum og hefur kallað þau nornaveiðar pólitískra andstæðinga hans. Sundrung á erfiðum tímum Í áðurnefndu myndskeiði sagði Netanjahú að dómsmálið væri að búa til sundrung á erfiðum tíma landsins sem stæði frammi fyrir stórum verkefnum en jafnframt miklum tækifærum. „Ég er viss um, eins og margir aðrir í landinu, að tafarlaus endir á réttarhaldinu myndi slá verulega á eldana og stuðla að víðtækri sátt, einhverju sem landið okkar þarfnast sárlega,“ sagði hann. Donald Trump Bandaríkjaforseti styður forsætisráðherrann en fyrr í mánuðinum hvatti hann Herzog til að náða Netanjahú. Þá svaraði forsetinn að ef einhver óskaði eftir náðun þyrfti hann að undirbúa formlega umsókn. Ísrael Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Í myndskeiði sem Netanjahú birti sagðist hann frekar vilja sjá málið til enda en það væri ekki hægt í þágu hagsmuna þjóðarinnar. Herzog hefur ekki tekið ákvörðun hvort hann hyggist náða forsætisráðherrann. Samkvæmt BBC ætlar hann að fá álit nokkurra embættismanna í dómskerfinu áður en hann tekur ákvörðun. Um sé að ræða óvenjulega beiðni sem hafi verulegar afleiðingar í för með sér. Ekki hefur komið fram hvenær ákvörðunin mun liggja fyrir. Um þrjú aðskilin mál er að ræða. Það fyrsta kom upp árið 2020 þegar saksóknari sakaði hann um að taka við gjöfum, líkt og vindlum og kampavínsflöskum, frá valdamiklum viðskiptamönnum gegn greiðum. Í öðru máli er Netanjahú sagður hafa boðið fjölmiðli aðstoð við dreifingu efni þess gegn jákvæðri umfjöllun um sig sjálfan. Í þriðja málinu á Netanjahú aftur að hafa verið á höttunum eftir jákvæðri umfjöllun. Saksóknari heldur því fram að hann hafi stutt reglugerð sem ísraelskt fjarskiptafyrirtæki hagnaðist á, gegn því að fyrirtækið myndi fjalla jákvætt um hann á fréttavef þess. Netanjahú neitar sök í öllum málunum og hefur kallað þau nornaveiðar pólitískra andstæðinga hans. Sundrung á erfiðum tímum Í áðurnefndu myndskeiði sagði Netanjahú að dómsmálið væri að búa til sundrung á erfiðum tíma landsins sem stæði frammi fyrir stórum verkefnum en jafnframt miklum tækifærum. „Ég er viss um, eins og margir aðrir í landinu, að tafarlaus endir á réttarhaldinu myndi slá verulega á eldana og stuðla að víðtækri sátt, einhverju sem landið okkar þarfnast sárlega,“ sagði hann. Donald Trump Bandaríkjaforseti styður forsætisráðherrann en fyrr í mánuðinum hvatti hann Herzog til að náða Netanjahú. Þá svaraði forsetinn að ef einhver óskaði eftir náðun þyrfti hann að undirbúa formlega umsókn.
Ísrael Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira