Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Egill Birgisson skrifar 30. nóvember 2025 10:02 Alexander Veigar Þorvaldsson tryggði sér sæti í úrslitum úrvalsdeildarinnar í pílukasti í gær. sýn sport Undanúrslit í úrvalsdeildinni í pílu fóru fram á Bullseye í gær og sæti í úrslitum beið fyrir þá sem kláruðu sinn leik. Fyrsti leikur kvöldsins var milli Halla Egils og Árna Ágústar. Halli og Árni mættust einmitt á kvöldi 2 í rosalegum leik þar sem Halli vann með 92 í meðaltal á meðan Árni var á eftir honum með 88. Halli virtist vera sterkari aðilinn í gærkvöldi og kom sér í 1-0 eftir fyrsta sett. Árna virtist ganga illa að ná að tengja góðar heimsóknir og var duglegur að ögra Halla en ekkert beit á reynsluboltann. Sett tvö fór alla leið í oddalegg en oft hefur verið nefnt að Halli sé ein af bestu manneskjum í heimi og það sýndi sig í gær þegar hann virtist skynja það á Árna að ekki allt væri eðlilegt við hans spilamennsku. Halli stoppaði örstutta stund og setti út hnefann í átt að Árna og reyndi stappa í hann stálinu. Ekki dugði það samt til og Halli kláraði einvígið 2-0 í settum og var fyrstur til að tryggja sitt sæti í úrslitum. Andri Már Eggertsson tók viðtal við Halla eftir leikinn og spurði einmitt Halla út í þetta augnablik. Næst var það Grindvíkingurinn sigurstranglegi, Alexander Veigar Þorvaldsson, gegn landsliðsþjálfaranum Kristjáni Sigurðssyni. Það virtist einhvern veginn vera sama uppskrift í þessum leik nema núna var það Kristján sem virtist ekki ná að tengja heimsóknir vel saman og var óheppinn að lenda oft í því að missa eina píluna á eitthvað flug. Alexander vann fyrsta settið, 3-1, en Kristján ætlaði sér að jafna metin og þurfti að taka oddalegg í setti tvö. Oddaleggurinn fór alla leið í að báðir áttu möguleika á að loka en Alexander náði ekki að klára á 90 og skildi sig eftir í 25. Kristján átti þá 75 eftir og náði ekki að klára í tvöföldum 20 fyrir sigri. Alexander steig upp og fór sína leið að klára 25 sem er einfaldur 3 og tvöfaldur 11 sem hann kláraði og benti svo lengst inn í sal þegar hann fagnaði sigrinum. Andri ræddi svo við Alexander eftir leikinn og spurði hann út í þetta atvik. Þar sagði Alexander: „Ég var aðeins að troða sokk upp í Helga Pjetur. Hann var að gera grín að því hvernig ég tek út 25. Ég skal árita sokkinn minn á eftir og gefa honum.“ Klippa: Úrvalsdeildin í pílukasti - Alexander kominn í úrslit Þá er það orðið ljóst að Halli Egils og Alexander Veigar mætast um næstu helgi um sigur í úrvalsdeildinni og stefnir í alvöru kvöld. Spilað verður best af 5 í settum þannig það verður nóg að pílu þrátt fyrir að það sé bara einn leikur. Færri hafa komist að en vildu á síðustu úrslitakvöld í úrvalsdeildinni á Bullseye og þá er um að gera að byrja að ráðstafa hlutum og tryggja sér sæti í salnum. Bein útsending frá úrslitaleiknum hefst klukkan 20:00 næstkomandi laugardag á Sýn Sport. Pílukast Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Sjá meira
Fyrsti leikur kvöldsins var milli Halla Egils og Árna Ágústar. Halli og Árni mættust einmitt á kvöldi 2 í rosalegum leik þar sem Halli vann með 92 í meðaltal á meðan Árni var á eftir honum með 88. Halli virtist vera sterkari aðilinn í gærkvöldi og kom sér í 1-0 eftir fyrsta sett. Árna virtist ganga illa að ná að tengja góðar heimsóknir og var duglegur að ögra Halla en ekkert beit á reynsluboltann. Sett tvö fór alla leið í oddalegg en oft hefur verið nefnt að Halli sé ein af bestu manneskjum í heimi og það sýndi sig í gær þegar hann virtist skynja það á Árna að ekki allt væri eðlilegt við hans spilamennsku. Halli stoppaði örstutta stund og setti út hnefann í átt að Árna og reyndi stappa í hann stálinu. Ekki dugði það samt til og Halli kláraði einvígið 2-0 í settum og var fyrstur til að tryggja sitt sæti í úrslitum. Andri Már Eggertsson tók viðtal við Halla eftir leikinn og spurði einmitt Halla út í þetta augnablik. Næst var það Grindvíkingurinn sigurstranglegi, Alexander Veigar Þorvaldsson, gegn landsliðsþjálfaranum Kristjáni Sigurðssyni. Það virtist einhvern veginn vera sama uppskrift í þessum leik nema núna var það Kristján sem virtist ekki ná að tengja heimsóknir vel saman og var óheppinn að lenda oft í því að missa eina píluna á eitthvað flug. Alexander vann fyrsta settið, 3-1, en Kristján ætlaði sér að jafna metin og þurfti að taka oddalegg í setti tvö. Oddaleggurinn fór alla leið í að báðir áttu möguleika á að loka en Alexander náði ekki að klára á 90 og skildi sig eftir í 25. Kristján átti þá 75 eftir og náði ekki að klára í tvöföldum 20 fyrir sigri. Alexander steig upp og fór sína leið að klára 25 sem er einfaldur 3 og tvöfaldur 11 sem hann kláraði og benti svo lengst inn í sal þegar hann fagnaði sigrinum. Andri ræddi svo við Alexander eftir leikinn og spurði hann út í þetta atvik. Þar sagði Alexander: „Ég var aðeins að troða sokk upp í Helga Pjetur. Hann var að gera grín að því hvernig ég tek út 25. Ég skal árita sokkinn minn á eftir og gefa honum.“ Klippa: Úrvalsdeildin í pílukasti - Alexander kominn í úrslit Þá er það orðið ljóst að Halli Egils og Alexander Veigar mætast um næstu helgi um sigur í úrvalsdeildinni og stefnir í alvöru kvöld. Spilað verður best af 5 í settum þannig það verður nóg að pílu þrátt fyrir að það sé bara einn leikur. Færri hafa komist að en vildu á síðustu úrslitakvöld í úrvalsdeildinni á Bullseye og þá er um að gera að byrja að ráðstafa hlutum og tryggja sér sæti í salnum. Bein útsending frá úrslitaleiknum hefst klukkan 20:00 næstkomandi laugardag á Sýn Sport.
Pílukast Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Sjá meira