Högnuðust um rúma tvo milljarða Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. nóvember 2025 18:59 Ísfélagið tapaði milljarði á fyrri helmingi ársins en hagnaðist um ríflega tvo milljarða á þriðja ársfjórðungi. Vísir/Vilhelm Rekstrartekjur Ísfélagsins á þriðja ársfjórðungi námu 74,7 milljónum dollara og rekstrarhagnaður á sama tímabili nam 17,9 milljónum dollara, sem gera um 2,3 milljarða íslnskra króna á gengi dagsins. Í tilkynningu segir að afkoma félagsins á tímabilinu hafi verið ágæt og skýrist einkum af því að annars vegar hafi veiðar og vinnsla á makríl gengið vel og hins vegar hafi Sólberg ÓF 1, frystitogari félagsins, aflað vel á tímabilinu. „Einnig hefur verð á helstu afurðum félagsins verið gott og sala afurða gengið vel á árinu. Hjá fyrirtækjum sem stunda uppsjávarvinnslu sveiflast birgðastaðan oft mikið milli vertíða og í lok þriðja ársfjórðungs var talsvert til af birgðum í uppsjávarfiski,“ er haft eftir Stefáni Friðrikssyni, forstjóra Ísfélagsins, í Kauphallartilkynningu. Skattahækkanir muni hafa neikvæð áhrif á reksturinn Fram kemur að félagið hafi fjárfest mikið á yfirstandandi ári, en þrátt fyrir miklar fjárfestingar sé félagið fjárhagslega stöndugt og fyrir hendi væri geta til að fjárfesta og styrkja rekstur félagsins til lengri tíma. „Miklar hækkanir á sköttum eins og veiðigjaldi og kolefnisgjaldi munu hins vegar hafa mjög neikvæð áhrif á reksturinn strax á næsta ári og öll sú óvissa sem fylgir slíkum skattahækkunum mun óhjákvæmilega hafa áhrif á og draga úr fjárfestingaráhuga sjávarútvegsfélaga að öllu öðru óbreyttu.“ „Tíminn einn mun leiða í ljós hver áhrif þessara illa ígrunduðu skattahækkana verða. Verri samkeppnisstaða sjávarútvegsins er þegar komin fram í þeirri staðreynd að fiskur er nú fluttur óunninn úr landi í meiri mæli en undanfarin ár.“ Helstu niðurstöður úr fjárhagsuppgjöri tímabilsins. Rekstrartekjur á þriðja ársfjórðungi námu 74,7 m.USD og 150,4 m.USD á fyrstu 9 mánuðum ársins. Hagnaður á rekstri nam 17,9 m.USD á þriðja ársfjórðungi og 8,3 m.USD, fyrstu 9 mánuðina. EBITDA þriðja ársfjórðungs var 33,1 m.USD eða 44,3%. Á fyrstu 9 mánuðum ársins var EBITDA 50,8 m.USD eða 33,8%. Heildareignir námu 871,7 m.USD í lok september sl. og var eiginfjárhlutfallið 63,6%. Nettó vaxtaberandi skuldir voru 193,5 m.USD í lok september sl. Ísfélagið Sjávarútvegur Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
„Einnig hefur verð á helstu afurðum félagsins verið gott og sala afurða gengið vel á árinu. Hjá fyrirtækjum sem stunda uppsjávarvinnslu sveiflast birgðastaðan oft mikið milli vertíða og í lok þriðja ársfjórðungs var talsvert til af birgðum í uppsjávarfiski,“ er haft eftir Stefáni Friðrikssyni, forstjóra Ísfélagsins, í Kauphallartilkynningu. Skattahækkanir muni hafa neikvæð áhrif á reksturinn Fram kemur að félagið hafi fjárfest mikið á yfirstandandi ári, en þrátt fyrir miklar fjárfestingar sé félagið fjárhagslega stöndugt og fyrir hendi væri geta til að fjárfesta og styrkja rekstur félagsins til lengri tíma. „Miklar hækkanir á sköttum eins og veiðigjaldi og kolefnisgjaldi munu hins vegar hafa mjög neikvæð áhrif á reksturinn strax á næsta ári og öll sú óvissa sem fylgir slíkum skattahækkunum mun óhjákvæmilega hafa áhrif á og draga úr fjárfestingaráhuga sjávarútvegsfélaga að öllu öðru óbreyttu.“ „Tíminn einn mun leiða í ljós hver áhrif þessara illa ígrunduðu skattahækkana verða. Verri samkeppnisstaða sjávarútvegsins er þegar komin fram í þeirri staðreynd að fiskur er nú fluttur óunninn úr landi í meiri mæli en undanfarin ár.“ Helstu niðurstöður úr fjárhagsuppgjöri tímabilsins. Rekstrartekjur á þriðja ársfjórðungi námu 74,7 m.USD og 150,4 m.USD á fyrstu 9 mánuðum ársins. Hagnaður á rekstri nam 17,9 m.USD á þriðja ársfjórðungi og 8,3 m.USD, fyrstu 9 mánuðina. EBITDA þriðja ársfjórðungs var 33,1 m.USD eða 44,3%. Á fyrstu 9 mánuðum ársins var EBITDA 50,8 m.USD eða 33,8%. Heildareignir námu 871,7 m.USD í lok september sl. og var eiginfjárhlutfallið 63,6%. Nettó vaxtaberandi skuldir voru 193,5 m.USD í lok september sl.
Ísfélagið Sjávarútvegur Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira