Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. nóvember 2025 08:15 Myndirnar til hægri sýna mögulegt útlit Árbæjarstíflu fyrir (neðri mynd) og eftir (efri mynd). Myndirnar til vinstri eru teikningar af mögulegu útliti eftir breytingar frá fleiri sjónarhornum. Reykjavíkurborg/Terta Tillaga um breytt deiliskipulag Elliðaárdals vegna Árbæjarlóns, Árbæjarstíflu og Rafstöðvarvegs var kynnt umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur í gær. Lagt er til að afmörkun Árbæjarlóns verði fjarlægð auk þess sem lagt er til að Árbæjarstífla fái nýtt útlit og um hana verði aðgengileg gönguleið yfir Elliðaárnar. Stíflan er friðuð og því er lagt upp með að breytingar á henni verði gerðar í samráði við Minjastofnun. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja hins vegar frekar að Árbæjarlón verði fyllt að nýju. „Elliðaárvirkjun hætti starfsemi árið 2014 og Árbæjarlón var tæmt varanlega af Orkuveitunni árið 2020. Með breytingu á deiliskipulagi er m.a. verið að uppfæra deiliskipulag Elliðaárdals þar sem Árbæjarlónið er ekki lengur til staðar og náttúrulegir árfarvegir árinnar skilgreindir í stað lónsins. Þá er skilgreint nýtt hlutverk Árbæjarstíflu sem aðgengileg göngutenging yfir Elliðaárnar ásamt því að breytingar verða á aðliggjandi stígum og áningarstöðum beggja megin stíflunar,“ segir meðal annars um markmið deiliskipulagsbreytinganna í tillögunni. Samkvæmt kynningargögnum gerir tillagan ráð fyrir nýrri upplifunarbrú yfir Elliðaárnar sem tengist þeim hlutum stíflunnar sem eftir skulu standa.Reykjavíkurborg/Terta „Breytingin tekur einnig til Rafstöðvarvegar sem verið er að festa í sessi sem vistgötu auk þess sem breytingar verða á stígakerfi og útfærslum þar sem vegurinn fer um Rafstöðvarsvæðið. Markmiðið er að umhverfi og dalurinn allur verði áfram einstök náttúru- og útivistarperla,“ segir ennfremur í tillögu Landslags og umhverfis- og skipulagssviðs sem kynnt var ráðinu í gær. Teikningarnar sem hér fylgja eru frá Tertu teiknistofu úr kynningarefni tillögunnar. Mannlíf á mögulegri brú, horft í átt að Breiðholti.Reykjavík/Terta Lónið hafi verið tæmt í leyfisleysi Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær þar sem gerðar eru athugasemdir við tæmingu Árbæjarlóns. Tillagan gerir meðal annars ráð fyrir að steipubrot úr þeim hluta stíflunnar sem yrði fjarlægður verði nýtt í hellulögn og innsetningar á og við göngustíga.Reykjavíkurborg/Terta „Markmið fyrirliggjandi tillögu er að breyta deiliskipulagi fyrir Elliðaárdal þar sem Árbæjarlón verður ekki lengur til staðar. Tekið skal fram að tæming Árbæjarlóns var gerð án framkvæmdaleyfis og braut gegn gildandi deiliskipulagi Elliðaárdals. Mikil óánægja hefur verið með tæminguna meðal íbúa í nágrenni lónsins og ekki síst vegna þess að ekkert samráð við íbúa átti sér stað vegna hennar. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka þá skoðun sína að Árbæjarlón verði fyllt að nýju,” segir í bókuninni. Vatnalög og friðun mannvirkja stangast á Tekið er fram í upplýsingum um tillöguna að eftir að ljóst varð að raforkuvinnslu í Elliðaárdalnum yrði hætt hafi virkjast grein 79. í vatnalögum sem fjallar um niðurlagningu mannvirkja. Þannig bæri Orkuveitunni að samþykkta niðurlagningaráætlun í því augnamiði að koma umhverfi virkjunarinnar til fyrra horfs eins og kostur er. Ljósmynd tekin snjó í febrúar 2023, en nokkurn veginn svona lítur stíflan út í dag.Vísir/Egill Sú vinna sé í gangi en hins vegar stangist þessi áform á við þá staðreynd að Árbæjarstífla og tengd mannvirki eru friðuð. Að höfðu samráði við Minjastofnun og Húsfriðunarnefnd hafi fyrrnefnda stofnunin veitt heimild til breytinga í samræmi við þá forhönnun sem fyrir liggur. „Þar er lagt til að varðveita hluta úr hinum friðlýstu mannvirkjum og með því að tryggja að minningin um starfsemi Elliðaárvirkjunar verði áfram sýnilegur þáttur í umhverfinu. Jafnframt er leifum mannvirkjana gefið nýtt hlutverk í tengslum við útivit og staðarupplifun. Frekari útfærsla breytinga skal unnin í nánu samráði við Minjastofnun,“ segir meðal annars um þetta efni í tillögunni. Drónaljósmynd af stíflunni frá 2022.Vísir/Arnar Reykjavík Skipulag Húsavernd Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
„Elliðaárvirkjun hætti starfsemi árið 2014 og Árbæjarlón var tæmt varanlega af Orkuveitunni árið 2020. Með breytingu á deiliskipulagi er m.a. verið að uppfæra deiliskipulag Elliðaárdals þar sem Árbæjarlónið er ekki lengur til staðar og náttúrulegir árfarvegir árinnar skilgreindir í stað lónsins. Þá er skilgreint nýtt hlutverk Árbæjarstíflu sem aðgengileg göngutenging yfir Elliðaárnar ásamt því að breytingar verða á aðliggjandi stígum og áningarstöðum beggja megin stíflunar,“ segir meðal annars um markmið deiliskipulagsbreytinganna í tillögunni. Samkvæmt kynningargögnum gerir tillagan ráð fyrir nýrri upplifunarbrú yfir Elliðaárnar sem tengist þeim hlutum stíflunnar sem eftir skulu standa.Reykjavíkurborg/Terta „Breytingin tekur einnig til Rafstöðvarvegar sem verið er að festa í sessi sem vistgötu auk þess sem breytingar verða á stígakerfi og útfærslum þar sem vegurinn fer um Rafstöðvarsvæðið. Markmiðið er að umhverfi og dalurinn allur verði áfram einstök náttúru- og útivistarperla,“ segir ennfremur í tillögu Landslags og umhverfis- og skipulagssviðs sem kynnt var ráðinu í gær. Teikningarnar sem hér fylgja eru frá Tertu teiknistofu úr kynningarefni tillögunnar. Mannlíf á mögulegri brú, horft í átt að Breiðholti.Reykjavík/Terta Lónið hafi verið tæmt í leyfisleysi Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær þar sem gerðar eru athugasemdir við tæmingu Árbæjarlóns. Tillagan gerir meðal annars ráð fyrir að steipubrot úr þeim hluta stíflunnar sem yrði fjarlægður verði nýtt í hellulögn og innsetningar á og við göngustíga.Reykjavíkurborg/Terta „Markmið fyrirliggjandi tillögu er að breyta deiliskipulagi fyrir Elliðaárdal þar sem Árbæjarlón verður ekki lengur til staðar. Tekið skal fram að tæming Árbæjarlóns var gerð án framkvæmdaleyfis og braut gegn gildandi deiliskipulagi Elliðaárdals. Mikil óánægja hefur verið með tæminguna meðal íbúa í nágrenni lónsins og ekki síst vegna þess að ekkert samráð við íbúa átti sér stað vegna hennar. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka þá skoðun sína að Árbæjarlón verði fyllt að nýju,” segir í bókuninni. Vatnalög og friðun mannvirkja stangast á Tekið er fram í upplýsingum um tillöguna að eftir að ljóst varð að raforkuvinnslu í Elliðaárdalnum yrði hætt hafi virkjast grein 79. í vatnalögum sem fjallar um niðurlagningu mannvirkja. Þannig bæri Orkuveitunni að samþykkta niðurlagningaráætlun í því augnamiði að koma umhverfi virkjunarinnar til fyrra horfs eins og kostur er. Ljósmynd tekin snjó í febrúar 2023, en nokkurn veginn svona lítur stíflan út í dag.Vísir/Egill Sú vinna sé í gangi en hins vegar stangist þessi áform á við þá staðreynd að Árbæjarstífla og tengd mannvirki eru friðuð. Að höfðu samráði við Minjastofnun og Húsfriðunarnefnd hafi fyrrnefnda stofnunin veitt heimild til breytinga í samræmi við þá forhönnun sem fyrir liggur. „Þar er lagt til að varðveita hluta úr hinum friðlýstu mannvirkjum og með því að tryggja að minningin um starfsemi Elliðaárvirkjunar verði áfram sýnilegur þáttur í umhverfinu. Jafnframt er leifum mannvirkjana gefið nýtt hlutverk í tengslum við útivit og staðarupplifun. Frekari útfærsla breytinga skal unnin í nánu samráði við Minjastofnun,“ segir meðal annars um þetta efni í tillögunni. Drónaljósmynd af stíflunni frá 2022.Vísir/Arnar
Reykjavík Skipulag Húsavernd Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira