Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Smári Jökull Jónsson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 26. nóvember 2025 21:31 Kristín María Birgisdóttir er fyrrverandi formaður bæjarráðs og Árni Þór Sigurðsson er formaður Grindavíkurnefndar. Vísir/Samsett Grindavíkurnefndin mun leggja það til við ríkisstjórnina að allir þeir sem voru með lögheimili í Grindavík áður en bærinn var rýmdur geti kosið í sveitarfélaginu í kosningum á næsta ári. Formaður Grindavíkurnefndar gerir ráð fyrir því að stjórnvöld taki vel í tillöguna og fyrrverandi formaður bæjarráðs segir hana til marks um víðtækt samráð nefndarinnar við bæjarbúa. Þetta verður í raun útfært þannig að fólk mun geta valið hvort það kjósi í Grindavík eða í því sveitarfélagi sem það er með lögheimili í núna. Í dag eru 890 manns með skráð lögheimili í Grindavík en aðeins hluti þeirra býr þar í raun og veru. Nefndin ræddi einnig þann möguleika að miða kjörskrá Grindavíkur við núverandi lögheimili líkt og lög gera ráð fyrir en þá þyrfti að skoða þá staðreynd að vegna bráðabirgðalaga geta Grindvíkingar verið með skráð aðsetur á öðrum stað en lögheimili. Mikilvægt að Grindvíkingar geti mótað framtíðina Forsætisráðuneytið lét vinna lögfræðiálit í sumar þar sem þessum möguleika var velt upp og málið fór síðan í samráðsgátt þar sem almenningur gat skilað inn umsögn og þar kom fram nokkuð skýr vilji um að fara þessa leið. „Við höfum í raun og veru lagt til að það verði farin þessi leið að þeir sem bjuggu í Grindavík í nóvember 2023 að þeir geti valið um það að kjósa í grindavík en fólk verður þá að velja á milli þess að kjósa í grindavík og þar sem þeir eiga heima í dag,“ segir Árni Þór Sigurðsson formaður Grindavíkurnefndar. Þeir sem voru með lögheimili í Grindavík í nóvember 2023 munu þá geta skráð sig rafrænt inn á kjörskrá. Árni býst ekki við mikilli mótstöðu þegar málið verður lagt fyrir stjórnvöld sem hann gerir ráð fyrir að verði formlega gert fljótlega eftir áramót. Árni Þór Sigurðsson er formaður Grindavíkurnefndar.Sýn „Það á eftir að láta á það reyna hver viðbrögðin verða þar en miðað við hvernig viðbrögð við höfum heyrt hingað til þá finnst mér mjög sennilegt að þessu verði tekið jákvætt,“ segir hann. Árni segir að aðrar útfærslur hafi verið ræddar sem hefðu takmarkað fjölda á kjörskrá verulega, að miða við lögheimilisskráningu eða raunverulega búsetu. Ljóst er að fyrirhuguð lagabreyting yrði gerð til bráðabirgða og myndi aðeins gilda í Grindavík og aðeins í kosningum á næsta ári. Árni segir þetta sanngjörnustu leiðina og að ný bæjarstjórn muni fá það verkefni í fangið að endurreisa Grindavík. „Þess vegna finnst mér mikilvægt að þeir sem eru Grindvíkingar og bjuggu í Grindavík á þessum tíma og að sjálfsögðu þeir sem hafa flutt þangað síðan og eru með lögheimili í dag að þeir geti tekið þátt í að móta framtíðina með atkvæði sínu í kosningum,“ segir Árni. Þrekraun bíði nýrrar stjórnar Kristín María Birgisdóttir fyrrverandi formaður bæjarráðs og forstjóri Discover Grindavík segir það hafa verið eindreginn vilji þeirra sem skiluðu umsókn að Grindvíkingar með lögheimili utan bæjarins fengju að kjósa þar. „Ég held að það undirstriki það að hér var ekkert sýndarsamráð í gangi,“ segir Kristín. Kristín María Birgisdóttir hefur barist ötullega í þágu Grindvíkinga.Sýn Erfitt er að segja til um það hve margir muni gefa kost á sig í bæjarstjórnina. Líkt og fram hefur komið er aðeins hluti þeirra 890 skráðra íbúa Grindavíkur raunverulega búsettur innan bæjarmarkanna og öllum er ljóst að erfitt verkefni bíði nýrrar bæjarstjórnar. „Það er að reisa bæinn við og fara í alla þessa endurreisn sem er framundan, fá fólk til þess að koma til baka. Það tekur tíma,“ segir hún. Taki tíma að endurreisa bæinn Kristín María er bjartsýn á framtíð bæjarins. „Mig dreymir um að sjá það blómlega samfélag sem Grindavíkurbær var sannarlega fyrir rýmingu. Það mun örugglega taka einhvern tíma en það er þegar farið að flytja fólk til baka. Og ef það verður skóli næsta haust, ef þetta verður ekki verra en það er, held ég að það verði mikil endurkoma af íbúum og væntanlega einhverjum nýjum líka sem munu kjósa að búa hér,“ segir hún. Hvað verður efst á baugi í þessum kosningum? „Í fyrsta lagi að sveitarfélagið geti sinnt sínu lögbundna hlutverki. Það er til dæmis að vera með skóla og grunnskóla sem við höfum ekki verið með núna því ástandið er eins og það er. Síðan er verkefni bæði Grindavíkurbæjar og allra annarra sveitarfélaga þessir tekjustofnar sem eru orðnir dálítið rýrir miðað við þjónustuna sem þeir eru að fá í fangið. Ég held að það verði ekki mikill ágreiningur á milli þeirra sem eru að fara að bjóða sig fram um hvað þurfi að gera en það er bara að vera sammála um að snúa vörn í sókn,“ segir Kristín María Birgisdóttir Grindvíkingur. Grindavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Þetta verður í raun útfært þannig að fólk mun geta valið hvort það kjósi í Grindavík eða í því sveitarfélagi sem það er með lögheimili í núna. Í dag eru 890 manns með skráð lögheimili í Grindavík en aðeins hluti þeirra býr þar í raun og veru. Nefndin ræddi einnig þann möguleika að miða kjörskrá Grindavíkur við núverandi lögheimili líkt og lög gera ráð fyrir en þá þyrfti að skoða þá staðreynd að vegna bráðabirgðalaga geta Grindvíkingar verið með skráð aðsetur á öðrum stað en lögheimili. Mikilvægt að Grindvíkingar geti mótað framtíðina Forsætisráðuneytið lét vinna lögfræðiálit í sumar þar sem þessum möguleika var velt upp og málið fór síðan í samráðsgátt þar sem almenningur gat skilað inn umsögn og þar kom fram nokkuð skýr vilji um að fara þessa leið. „Við höfum í raun og veru lagt til að það verði farin þessi leið að þeir sem bjuggu í Grindavík í nóvember 2023 að þeir geti valið um það að kjósa í grindavík en fólk verður þá að velja á milli þess að kjósa í grindavík og þar sem þeir eiga heima í dag,“ segir Árni Þór Sigurðsson formaður Grindavíkurnefndar. Þeir sem voru með lögheimili í Grindavík í nóvember 2023 munu þá geta skráð sig rafrænt inn á kjörskrá. Árni býst ekki við mikilli mótstöðu þegar málið verður lagt fyrir stjórnvöld sem hann gerir ráð fyrir að verði formlega gert fljótlega eftir áramót. Árni Þór Sigurðsson er formaður Grindavíkurnefndar.Sýn „Það á eftir að láta á það reyna hver viðbrögðin verða þar en miðað við hvernig viðbrögð við höfum heyrt hingað til þá finnst mér mjög sennilegt að þessu verði tekið jákvætt,“ segir hann. Árni segir að aðrar útfærslur hafi verið ræddar sem hefðu takmarkað fjölda á kjörskrá verulega, að miða við lögheimilisskráningu eða raunverulega búsetu. Ljóst er að fyrirhuguð lagabreyting yrði gerð til bráðabirgða og myndi aðeins gilda í Grindavík og aðeins í kosningum á næsta ári. Árni segir þetta sanngjörnustu leiðina og að ný bæjarstjórn muni fá það verkefni í fangið að endurreisa Grindavík. „Þess vegna finnst mér mikilvægt að þeir sem eru Grindvíkingar og bjuggu í Grindavík á þessum tíma og að sjálfsögðu þeir sem hafa flutt þangað síðan og eru með lögheimili í dag að þeir geti tekið þátt í að móta framtíðina með atkvæði sínu í kosningum,“ segir Árni. Þrekraun bíði nýrrar stjórnar Kristín María Birgisdóttir fyrrverandi formaður bæjarráðs og forstjóri Discover Grindavík segir það hafa verið eindreginn vilji þeirra sem skiluðu umsókn að Grindvíkingar með lögheimili utan bæjarins fengju að kjósa þar. „Ég held að það undirstriki það að hér var ekkert sýndarsamráð í gangi,“ segir Kristín. Kristín María Birgisdóttir hefur barist ötullega í þágu Grindvíkinga.Sýn Erfitt er að segja til um það hve margir muni gefa kost á sig í bæjarstjórnina. Líkt og fram hefur komið er aðeins hluti þeirra 890 skráðra íbúa Grindavíkur raunverulega búsettur innan bæjarmarkanna og öllum er ljóst að erfitt verkefni bíði nýrrar bæjarstjórnar. „Það er að reisa bæinn við og fara í alla þessa endurreisn sem er framundan, fá fólk til þess að koma til baka. Það tekur tíma,“ segir hún. Taki tíma að endurreisa bæinn Kristín María er bjartsýn á framtíð bæjarins. „Mig dreymir um að sjá það blómlega samfélag sem Grindavíkurbær var sannarlega fyrir rýmingu. Það mun örugglega taka einhvern tíma en það er þegar farið að flytja fólk til baka. Og ef það verður skóli næsta haust, ef þetta verður ekki verra en það er, held ég að það verði mikil endurkoma af íbúum og væntanlega einhverjum nýjum líka sem munu kjósa að búa hér,“ segir hún. Hvað verður efst á baugi í þessum kosningum? „Í fyrsta lagi að sveitarfélagið geti sinnt sínu lögbundna hlutverki. Það er til dæmis að vera með skóla og grunnskóla sem við höfum ekki verið með núna því ástandið er eins og það er. Síðan er verkefni bæði Grindavíkurbæjar og allra annarra sveitarfélaga þessir tekjustofnar sem eru orðnir dálítið rýrir miðað við þjónustuna sem þeir eru að fá í fangið. Ég held að það verði ekki mikill ágreiningur á milli þeirra sem eru að fara að bjóða sig fram um hvað þurfi að gera en það er bara að vera sammála um að snúa vörn í sókn,“ segir Kristín María Birgisdóttir Grindvíkingur.
Grindavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira