Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar 26. nóvember 2025 12:00 Eftir að farsóttin skók heiminn í upphafi þessa áratugar höfum við öll meira og minna litið inn á við. Horft í eigin barm, bæði sem einstaklingar og þjóð. Allt á að snúast um okkur sjálf, sér í lagi heilsuna. Allir miðlar, ekki síst samfélagsmiðlar, eru uppfullir af frásögnum um mikilvægi þess að rækta líkamann. Mataræðið hefur fengið tvíræða merkingu. Hrein, óunnin fæða í öll mál er markmiðið, kolvetnalaus að sjálfsögðu og ósykruð, nema hvað? Sumir ganga svo langt að fasta, svelta líkamann í einhverja daga. Og þetta er ekki gert í nafni megrunarkúra eins og tíðkaðist áður fyrr, heldur eingöngu í þágu heilsunnar. Það dynja líka á okkur tillögur að hvers kyns líkamsrækt: æfingar við borðstofustól, teygjur í sófanum, að ekki sé minnst á nauðsyn þess að kunna að anda rétt í köldum potti. Heilsuáróðurinn líkist dálítið nýjum trúarbrögðum, fullum af helgisiðum. Ef við náum ekki að halda okkur á beinu brautinni heyrum við játningar hins synduga: „Mér varð á að missa mig og fá mér köku,“ og samstundis stíga fram hempulausir prestar og setja ofan í við þá sem glapist hafa til að borða fransbrauð eða svíkjast um í ræktinni. Hvarvetna óma ný ráð frá sjálfskipuðum postulum í fræðum sem kennd eru við ketó og grænkera, „karnivor“ og allt þetta sem nú er í tísku. Margir áhrifavaldar á samfélagsmiðlum tala eins og þeir hafi doktorsgráðu í mannslíkamanum og skilji betur en vísindamenn eða læknar hvernig unnt sé að ná skjótum árangri. Snjalltæknin er alltumlykjandi í þessu fári. Úrið eða síminn segir okkur hvort við sofum nóg, hvort við séum taugaspennt og það er minnsta mál að kalla fram tölur um blóðþrýsting, efri og neðri mörk, hjartslátt og súrefnismettun. Á vef Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands er að finna reiknivél þar sem hægt er að setja inn tölur um kyn, hæð, þyngd og aldur og fá útreikninga á líkamsþyngdarstuðli, efri og neðri mörkum kjörþyngdar, ásamt daglegri hitaeiningaþörf og upplýsingum um hversu mörgum hitaeiningum maður eyðir við að skokka. Lífsstíll heilsunnar tekur líka í pyngjuna. Mörg heimili hafa fjárfest í dýrum líkamsræktartækjum, heitum og köldum pottum, sánuklefum, bæði þurrgufu og innrauðum, svo ekki sé minnst á fæðubótarefni, vítamíni, próteindrykki og lífrænt ræktaðar vörur. Að ógleymdum aðgangskortum að musterum átrúnaðarins: líkamsræktarstöðvunum. Svo það sé sagt: auðvitað er heilsan það dýrmætasta sem við eigum. Þegar hún er farin er flest farið sem gefur lífinu gildi. Við eigum að sjálfsögðu að temja okkur heilbrigðan lífsstíl, en þarf hann að fela í sér meinlætalifnað og öfgar? Það blasa við nokkrar þversagnir: þótt áróðurinn um heilsu hafi sjaldan verið meiri hafa líkast til aldrei fleiri verið jafn úrvinda eftir langan vinnudag, með langvinna streitu, svefnvana og ofan í kaupið með áhyggjur og samviskubit yfir því að hafa ekki staðið við markmið dagsins eða vikunnar um líkamsæfingar og heilsubót. Það er betur heima setið en af stað farið ef það sem á að gera okkur heilbrigð eykur á kvíða og þá óþægilegu tilfinningu að aldrei sé nóg að gert. Hver og einn verður að finna sinn takt í heilbrigðum lífsstíl og hann þarf að byggja á eigin ákvörðun um raunverulega vellíðan. Líkamleg heilsa er eitt, andleg heilsa annað. Best er að styrkja hvoru tveggja. Hlátur og notalegt spjall yfir kaffibolla og berlínarbollu, getur alveg jafnast á við fimmtán mínútur á hlaupabrettinu. Það þarf ekki að hafa samviskubit yfir því að lifa lífinu. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Mest lesið Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Eftir að farsóttin skók heiminn í upphafi þessa áratugar höfum við öll meira og minna litið inn á við. Horft í eigin barm, bæði sem einstaklingar og þjóð. Allt á að snúast um okkur sjálf, sér í lagi heilsuna. Allir miðlar, ekki síst samfélagsmiðlar, eru uppfullir af frásögnum um mikilvægi þess að rækta líkamann. Mataræðið hefur fengið tvíræða merkingu. Hrein, óunnin fæða í öll mál er markmiðið, kolvetnalaus að sjálfsögðu og ósykruð, nema hvað? Sumir ganga svo langt að fasta, svelta líkamann í einhverja daga. Og þetta er ekki gert í nafni megrunarkúra eins og tíðkaðist áður fyrr, heldur eingöngu í þágu heilsunnar. Það dynja líka á okkur tillögur að hvers kyns líkamsrækt: æfingar við borðstofustól, teygjur í sófanum, að ekki sé minnst á nauðsyn þess að kunna að anda rétt í köldum potti. Heilsuáróðurinn líkist dálítið nýjum trúarbrögðum, fullum af helgisiðum. Ef við náum ekki að halda okkur á beinu brautinni heyrum við játningar hins synduga: „Mér varð á að missa mig og fá mér köku,“ og samstundis stíga fram hempulausir prestar og setja ofan í við þá sem glapist hafa til að borða fransbrauð eða svíkjast um í ræktinni. Hvarvetna óma ný ráð frá sjálfskipuðum postulum í fræðum sem kennd eru við ketó og grænkera, „karnivor“ og allt þetta sem nú er í tísku. Margir áhrifavaldar á samfélagsmiðlum tala eins og þeir hafi doktorsgráðu í mannslíkamanum og skilji betur en vísindamenn eða læknar hvernig unnt sé að ná skjótum árangri. Snjalltæknin er alltumlykjandi í þessu fári. Úrið eða síminn segir okkur hvort við sofum nóg, hvort við séum taugaspennt og það er minnsta mál að kalla fram tölur um blóðþrýsting, efri og neðri mörk, hjartslátt og súrefnismettun. Á vef Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands er að finna reiknivél þar sem hægt er að setja inn tölur um kyn, hæð, þyngd og aldur og fá útreikninga á líkamsþyngdarstuðli, efri og neðri mörkum kjörþyngdar, ásamt daglegri hitaeiningaþörf og upplýsingum um hversu mörgum hitaeiningum maður eyðir við að skokka. Lífsstíll heilsunnar tekur líka í pyngjuna. Mörg heimili hafa fjárfest í dýrum líkamsræktartækjum, heitum og köldum pottum, sánuklefum, bæði þurrgufu og innrauðum, svo ekki sé minnst á fæðubótarefni, vítamíni, próteindrykki og lífrænt ræktaðar vörur. Að ógleymdum aðgangskortum að musterum átrúnaðarins: líkamsræktarstöðvunum. Svo það sé sagt: auðvitað er heilsan það dýrmætasta sem við eigum. Þegar hún er farin er flest farið sem gefur lífinu gildi. Við eigum að sjálfsögðu að temja okkur heilbrigðan lífsstíl, en þarf hann að fela í sér meinlætalifnað og öfgar? Það blasa við nokkrar þversagnir: þótt áróðurinn um heilsu hafi sjaldan verið meiri hafa líkast til aldrei fleiri verið jafn úrvinda eftir langan vinnudag, með langvinna streitu, svefnvana og ofan í kaupið með áhyggjur og samviskubit yfir því að hafa ekki staðið við markmið dagsins eða vikunnar um líkamsæfingar og heilsubót. Það er betur heima setið en af stað farið ef það sem á að gera okkur heilbrigð eykur á kvíða og þá óþægilegu tilfinningu að aldrei sé nóg að gert. Hver og einn verður að finna sinn takt í heilbrigðum lífsstíl og hann þarf að byggja á eigin ákvörðun um raunverulega vellíðan. Líkamleg heilsa er eitt, andleg heilsa annað. Best er að styrkja hvoru tveggja. Hlátur og notalegt spjall yfir kaffibolla og berlínarbollu, getur alveg jafnast á við fimmtán mínútur á hlaupabrettinu. Það þarf ekki að hafa samviskubit yfir því að lifa lífinu. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun