Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Lovísa Arnardóttir skrifar 24. nóvember 2025 15:03 Fjölskylda og vinir Sigurðar Kristófers komu saman við Tungufljótið. Á myndinni er Haukur Ingi prestur og fjölskylda Sigurðar Kristófers. Gísli Örn Guðbrandsson Í gær var vígður minnisvarði til minningar um Sigurð Kristófer McQuillan Óskarsson, formann Björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, sem lést við æfingar í straumvatnsbjörgun í Tungufljóti þann 3. nóvember 2024. „Við ákváðum strax í fyrra að gera minnisvarða um hann,“ segir Bent Helgason, formaður Kyndils, en við Tungufljótið hefur nú verið reist varða með bekk í kring. Á vörðunni er platti sem á stendur: „Minningin um fórnfýsi hans og hlýju mun lifa að eilífu í hjörtum foreldra, vina og félaga hans.“ Frá minnisvarðanum er hægt að horfa yfir fljótið. Gísli Örn Guðbrandsson „Það er bara svo við getum stoppað þarna og heimsótt hann,“ segir hann spurður um það af hverju var ákveðið að gera vörðu með bekk í kring. „Það er platti og undir honum er steinn og það er gert ráð fyrir að fólk geti setið hringinn í kringum vörðuna. Það vildu alltaf allir vera hjá honum,“ segir Bent og að útlit vörðunnar sé innblásið frá Indlandi en Sigurður Kristófer var ættleiddur þaðan. „Hornin á henni snúa öll rétt til norðurs, suðurs, austurs, og vesturs.“ Rétt við slysstað Varðan er í um nokkur hundruð metra fjarlægð frá slysstað. Bent segir að þeirra ósk hafi verið að reisa plattann þar en á deiliskipulagi sé að reisa stíflu þar þannig það hafi ekki verið hægt. „Varðan er á smá hæð og þar sem maður stendur horfir maður á slysstað. Þetta er nánast við hann,“ segir Bent og að það hafi verið ljúfsárt að koma saman í gær á slysstað. Mikill fjöldi kom saman við Tungufljótið í gær og gengu að slysstað til að minnast Sigurðar Kristófers. Gísli Örn Guðbrandsson Um 150 komu saman við Tungufljótið til að minnast Sigurðar. Fjölskylda Sigurðar, vinir hans og björgunarsveitarfélagar. Haukur Ingi Jónasson sjúkrahúsprestur sagði nokkur orð við athöfnina en Bent segir hann hafa tekið vel utan um hópinn þegar slysið átti sér stað. Hann sé prestur en líka björgunarsveitarmaður. „Hann tók utan um hópinn þegar þetta gerðist og sagði falleg orð frá okkur og foreldrum hans,“ segir Bent. Neyðarkallinn seldist upp Neyðarkallinn í ár var tileinkaður Sigurði Kristófer. Neyðarkallinn seldist upp á aðeins örfáum dögum. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir kallinn hafa selst upp nánast um leið í Mosfellsbæ, þar sem Sigurður Kristófer var búsettur, og fljótlega eftir það annars staðar. Bent segir hafa verið erfitt en gott að koma saman í gær. Gísli Örn Guðbrandsson „Við sitjum hér klökk, þakklát og meyr að skrifa þessa færslu og viljum senda ykkur innilegar þakkir fyrir ótrúlegan stuðning síðustu daga. Við viljum vekja athygli á því að Neyðarkallinn er uppseldur hjá Kyndli og varð það strax fyrsta daginn,“ sagði í tilkynningu um söluna á Facebook-síðu Kyndils, þann 7. nóvember. „Í ár stóð sala á Neyðarkallinum okkur í Björgunarsveitinni Kyndli sérstaklega nærri þar sem í ár var Neyðarkallinn seldur til minningar um formanninn okkar, Sigurð Kristófer McQuillan Óskarsson. Það hefur snert okkur djúpt að finna hve margir hafa sýnt okkur og minningu hans hlýju og samhug.“ Myndin við þessa færslu var tekin í fyrra af Sigga í undirbúningi á Neyðarkallinum.Kyndill Þurfti að verja hann fordómum alla hans ævi Eftir að neyðarkallinn fór í sölu í ár var greint frá því að ung kona sem seldi hann í verslun hefði fengið ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins sem var brúnn. Móðir Sigurðar Kristófers, Karin Agnis, sagðist hafa fengið áfall að lesa um þetta. Hún hafi þurft að verja son sinn fordómum alla hans ævi en hafi seint búist við því að þurfa að halda áfram að gera það eftir andlát hans. Jón Þór sagði í viðtali fyrr í mánuðinum að landsmenn virðist hafa sópað til sín köllum í kjölfar þessarar umræðu. Um 60 þúsund eintök hafi verið keypt í ár sem öll seldust upp. „Sumir keyptu tvo eða þrjá og tóku svo bara einn,“ segir Jón Þór þakklátur stuðningi þjóðarinnar. Bent segir það skipta félaga Kyndils miklu að neyðarkallinn hafi selst upp. „Umræðan var neikvæð en fór svo á betri veg. Fólk bara tvíefldist við það,“ segir Bent. Björgunarsveitir Kynþáttafordómar Mosfellsbær Bláskógabyggð Tengdar fréttir „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Karin Agnes McQuillan, móðir Sigurðar Kristófers McQuillan Óskarssonar, sem lést í fyrra á björgunarsveitaræfingu, segist hafa fengið áfall þegar hún las fréttir um það í gær að björgunarsveitarfólk hafi ítrekað fengið að heyra niðrandi athugasemdir um húðlit Neyðarkalls Landsbjargar. 7. nóvember 2025 11:02 Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Nítján ára björgunarsveitarkona fékk að heyra ítrekaðar niðrandi athugasemdir um húðlit Neyðarkalls Landsbjargar í ár þegar hún sinnti fjáröfluninni. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir atvikið afar leiðinlegt en engar aðrar tilkynningar um slíkar athugasemdir hafi borist þeim. 6. nóvember 2025 17:55 Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sala Neyðarkalls Landsbjargar er í ár í hlutverki straumvatnsbjörgunarmanns til að heiðra minningu Sigurðar Kristófers McQuillans Óskarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, sem lést í hörmulegu slysi á sameiginlegri straumvatnsbjörgunaræfingu á vegum Landsbjargar í nóvember í fyrra. 5. nóvember 2025 22:43 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
„Við ákváðum strax í fyrra að gera minnisvarða um hann,“ segir Bent Helgason, formaður Kyndils, en við Tungufljótið hefur nú verið reist varða með bekk í kring. Á vörðunni er platti sem á stendur: „Minningin um fórnfýsi hans og hlýju mun lifa að eilífu í hjörtum foreldra, vina og félaga hans.“ Frá minnisvarðanum er hægt að horfa yfir fljótið. Gísli Örn Guðbrandsson „Það er bara svo við getum stoppað þarna og heimsótt hann,“ segir hann spurður um það af hverju var ákveðið að gera vörðu með bekk í kring. „Það er platti og undir honum er steinn og það er gert ráð fyrir að fólk geti setið hringinn í kringum vörðuna. Það vildu alltaf allir vera hjá honum,“ segir Bent og að útlit vörðunnar sé innblásið frá Indlandi en Sigurður Kristófer var ættleiddur þaðan. „Hornin á henni snúa öll rétt til norðurs, suðurs, austurs, og vesturs.“ Rétt við slysstað Varðan er í um nokkur hundruð metra fjarlægð frá slysstað. Bent segir að þeirra ósk hafi verið að reisa plattann þar en á deiliskipulagi sé að reisa stíflu þar þannig það hafi ekki verið hægt. „Varðan er á smá hæð og þar sem maður stendur horfir maður á slysstað. Þetta er nánast við hann,“ segir Bent og að það hafi verið ljúfsárt að koma saman í gær á slysstað. Mikill fjöldi kom saman við Tungufljótið í gær og gengu að slysstað til að minnast Sigurðar Kristófers. Gísli Örn Guðbrandsson Um 150 komu saman við Tungufljótið til að minnast Sigurðar. Fjölskylda Sigurðar, vinir hans og björgunarsveitarfélagar. Haukur Ingi Jónasson sjúkrahúsprestur sagði nokkur orð við athöfnina en Bent segir hann hafa tekið vel utan um hópinn þegar slysið átti sér stað. Hann sé prestur en líka björgunarsveitarmaður. „Hann tók utan um hópinn þegar þetta gerðist og sagði falleg orð frá okkur og foreldrum hans,“ segir Bent. Neyðarkallinn seldist upp Neyðarkallinn í ár var tileinkaður Sigurði Kristófer. Neyðarkallinn seldist upp á aðeins örfáum dögum. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir kallinn hafa selst upp nánast um leið í Mosfellsbæ, þar sem Sigurður Kristófer var búsettur, og fljótlega eftir það annars staðar. Bent segir hafa verið erfitt en gott að koma saman í gær. Gísli Örn Guðbrandsson „Við sitjum hér klökk, þakklát og meyr að skrifa þessa færslu og viljum senda ykkur innilegar þakkir fyrir ótrúlegan stuðning síðustu daga. Við viljum vekja athygli á því að Neyðarkallinn er uppseldur hjá Kyndli og varð það strax fyrsta daginn,“ sagði í tilkynningu um söluna á Facebook-síðu Kyndils, þann 7. nóvember. „Í ár stóð sala á Neyðarkallinum okkur í Björgunarsveitinni Kyndli sérstaklega nærri þar sem í ár var Neyðarkallinn seldur til minningar um formanninn okkar, Sigurð Kristófer McQuillan Óskarsson. Það hefur snert okkur djúpt að finna hve margir hafa sýnt okkur og minningu hans hlýju og samhug.“ Myndin við þessa færslu var tekin í fyrra af Sigga í undirbúningi á Neyðarkallinum.Kyndill Þurfti að verja hann fordómum alla hans ævi Eftir að neyðarkallinn fór í sölu í ár var greint frá því að ung kona sem seldi hann í verslun hefði fengið ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins sem var brúnn. Móðir Sigurðar Kristófers, Karin Agnis, sagðist hafa fengið áfall að lesa um þetta. Hún hafi þurft að verja son sinn fordómum alla hans ævi en hafi seint búist við því að þurfa að halda áfram að gera það eftir andlát hans. Jón Þór sagði í viðtali fyrr í mánuðinum að landsmenn virðist hafa sópað til sín köllum í kjölfar þessarar umræðu. Um 60 þúsund eintök hafi verið keypt í ár sem öll seldust upp. „Sumir keyptu tvo eða þrjá og tóku svo bara einn,“ segir Jón Þór þakklátur stuðningi þjóðarinnar. Bent segir það skipta félaga Kyndils miklu að neyðarkallinn hafi selst upp. „Umræðan var neikvæð en fór svo á betri veg. Fólk bara tvíefldist við það,“ segir Bent.
Björgunarsveitir Kynþáttafordómar Mosfellsbær Bláskógabyggð Tengdar fréttir „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Karin Agnes McQuillan, móðir Sigurðar Kristófers McQuillan Óskarssonar, sem lést í fyrra á björgunarsveitaræfingu, segist hafa fengið áfall þegar hún las fréttir um það í gær að björgunarsveitarfólk hafi ítrekað fengið að heyra niðrandi athugasemdir um húðlit Neyðarkalls Landsbjargar. 7. nóvember 2025 11:02 Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Nítján ára björgunarsveitarkona fékk að heyra ítrekaðar niðrandi athugasemdir um húðlit Neyðarkalls Landsbjargar í ár þegar hún sinnti fjáröfluninni. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir atvikið afar leiðinlegt en engar aðrar tilkynningar um slíkar athugasemdir hafi borist þeim. 6. nóvember 2025 17:55 Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sala Neyðarkalls Landsbjargar er í ár í hlutverki straumvatnsbjörgunarmanns til að heiðra minningu Sigurðar Kristófers McQuillans Óskarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, sem lést í hörmulegu slysi á sameiginlegri straumvatnsbjörgunaræfingu á vegum Landsbjargar í nóvember í fyrra. 5. nóvember 2025 22:43 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
„Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Karin Agnes McQuillan, móðir Sigurðar Kristófers McQuillan Óskarssonar, sem lést í fyrra á björgunarsveitaræfingu, segist hafa fengið áfall þegar hún las fréttir um það í gær að björgunarsveitarfólk hafi ítrekað fengið að heyra niðrandi athugasemdir um húðlit Neyðarkalls Landsbjargar. 7. nóvember 2025 11:02
Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Nítján ára björgunarsveitarkona fékk að heyra ítrekaðar niðrandi athugasemdir um húðlit Neyðarkalls Landsbjargar í ár þegar hún sinnti fjáröfluninni. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir atvikið afar leiðinlegt en engar aðrar tilkynningar um slíkar athugasemdir hafi borist þeim. 6. nóvember 2025 17:55
Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sala Neyðarkalls Landsbjargar er í ár í hlutverki straumvatnsbjörgunarmanns til að heiðra minningu Sigurðar Kristófers McQuillans Óskarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, sem lést í hörmulegu slysi á sameiginlegri straumvatnsbjörgunaræfingu á vegum Landsbjargar í nóvember í fyrra. 5. nóvember 2025 22:43