Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. nóvember 2025 14:02 Guðmundur Ármann Pétursson formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar segir nýjar niðurstöður um stöðu fatlaðs fólks í sveitarfélögum dapurlegar. Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnumn velferðarmála en stofnunin birti býlega sláandi úttekt á stöðu fatlaðra í sveitarfélögum á landinu. Vísir Formaður Þroskahjálpar segir óásættanlegt að meira en helmingur sveitarfélaga sé ekki með stefnu í málefnum fatlaðs fólks, fimmtán árum eftir að þau tóku við málaflokknum. Stór hluti sveitarfélaga fari því ekki að lögum. Nauðsynlegt sé að breyta viðhorfi samfélagsins til fatlaðra. Í nýrri úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðamála (GEV) um málefni fatlaðs fólks í sveitarfélögum kemur fram að af 62 sveitarfélögum á landinu eru aðeins 22 þeirra með sérstaka stefnu í málaflokknum. Innan við þriðjungur er með viðmið um fjölda fagmenntaðra í búsetuúrræðum fatlaðra og aðeins helmingur er með viðbragðsáætlun komi upp grunur um ofbeldi gagnvart fötluðum. Um og yfir helmingur sveitarfélaga á landinu fær falleinkunn í málefnum fatlaðs fólks samkvæmt nýrri úttekt Gæða-og eftirlitsstofnunar velferðarmála. (Úr skýrslu GEV)Vísir Gæða- og eftirlitsstofnun brýnir sveitarfélög til að setja sér fræðslu- og viðbragðsáætlanir. Starfsfólk þurfi að vera meðvitað um lögbundnar skyldur og kröfur til gæða í starfi með fötluðu fólki. Í úttektinni kemur fram að mörg sveitarfélög þurfi samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk, reglugerð um húsnæði fyrir fatlað fólk og samkvæmt nýlega staðfestum Samningi sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, að gera miklar úrbætur. Fullkomnlega óásættanlegt Guðmundur Ármann Pétursson formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar segir brýnt að bregðast við þessum niðurstöðum. „Ég vildi óska þess að þetta kæmi okkur á óvart en þetta eru atriði sem við höfum bent á árum saman en lítið hefur gengið. Þetta er fullkomnlega óásættanlegt,“ segir Guðmundur. Þetta þýði að stór hluti sveitarfélaga hafi þar með brugðist hlutverki sínu samkvæmt lögum. „Sveitarfélögunum var falið fyrir 15 árum að veita fötluðu fólki þjónustu og þau tóku það að sér en síðan þá hefur málaflokkurinn fyrst og fremst snúist um sveitarfélögin en ekki fatlað fólk. Stór hluti sveitarfélaga er þar með að bregðast þessum hópi og fer ekki að lögum,“ segir Guðmundur. Guðmundur furðar sig á hvað skortir víða upp á í þjónustuna. „Það er ótrúlegt að sjá, samkvæmt þessari úttekt, að aðeins innan við helmingur sveitarfélaga er með viðbragðsáætlun komi upp grunur um ofbeldi gagnvart fötluðum. Það er ekki boðlegt og t.d. á skjön við Samning Sameinuðu þjóðanna þar sem kveðið er á um að slík áætlun þurfi að vera til staðar,“ segir Guðmundur. Viðhorfin þurfi að breytast Stjórnvöld lögfestu samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks nú í nóvember. Guðmundur segir það afar jákvætt en viðhorf samfélagsins þurfi að breytast. „Það sem ég hef miklu meiri áhyggjur af eru viðhorf samfélagsins og sveitarfélaga gagnvart þjónustu við fatlað fólk því lögin hafa verið fyrir hendi í mörg ár og áratugi en eins og sést í þessari úttekt GEV eru alltof mörg sveitarfélög sem fara ekki eftir þeim,“ segir Guðmundur Ármann. Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Sjá meira
Í nýrri úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðamála (GEV) um málefni fatlaðs fólks í sveitarfélögum kemur fram að af 62 sveitarfélögum á landinu eru aðeins 22 þeirra með sérstaka stefnu í málaflokknum. Innan við þriðjungur er með viðmið um fjölda fagmenntaðra í búsetuúrræðum fatlaðra og aðeins helmingur er með viðbragðsáætlun komi upp grunur um ofbeldi gagnvart fötluðum. Um og yfir helmingur sveitarfélaga á landinu fær falleinkunn í málefnum fatlaðs fólks samkvæmt nýrri úttekt Gæða-og eftirlitsstofnunar velferðarmála. (Úr skýrslu GEV)Vísir Gæða- og eftirlitsstofnun brýnir sveitarfélög til að setja sér fræðslu- og viðbragðsáætlanir. Starfsfólk þurfi að vera meðvitað um lögbundnar skyldur og kröfur til gæða í starfi með fötluðu fólki. Í úttektinni kemur fram að mörg sveitarfélög þurfi samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk, reglugerð um húsnæði fyrir fatlað fólk og samkvæmt nýlega staðfestum Samningi sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, að gera miklar úrbætur. Fullkomnlega óásættanlegt Guðmundur Ármann Pétursson formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar segir brýnt að bregðast við þessum niðurstöðum. „Ég vildi óska þess að þetta kæmi okkur á óvart en þetta eru atriði sem við höfum bent á árum saman en lítið hefur gengið. Þetta er fullkomnlega óásættanlegt,“ segir Guðmundur. Þetta þýði að stór hluti sveitarfélaga hafi þar með brugðist hlutverki sínu samkvæmt lögum. „Sveitarfélögunum var falið fyrir 15 árum að veita fötluðu fólki þjónustu og þau tóku það að sér en síðan þá hefur málaflokkurinn fyrst og fremst snúist um sveitarfélögin en ekki fatlað fólk. Stór hluti sveitarfélaga er þar með að bregðast þessum hópi og fer ekki að lögum,“ segir Guðmundur. Guðmundur furðar sig á hvað skortir víða upp á í þjónustuna. „Það er ótrúlegt að sjá, samkvæmt þessari úttekt, að aðeins innan við helmingur sveitarfélaga er með viðbragðsáætlun komi upp grunur um ofbeldi gagnvart fötluðum. Það er ekki boðlegt og t.d. á skjön við Samning Sameinuðu þjóðanna þar sem kveðið er á um að slík áætlun þurfi að vera til staðar,“ segir Guðmundur. Viðhorfin þurfi að breytast Stjórnvöld lögfestu samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks nú í nóvember. Guðmundur segir það afar jákvætt en viðhorf samfélagsins þurfi að breytast. „Það sem ég hef miklu meiri áhyggjur af eru viðhorf samfélagsins og sveitarfélaga gagnvart þjónustu við fatlað fólk því lögin hafa verið fyrir hendi í mörg ár og áratugi en eins og sést í þessari úttekt GEV eru alltof mörg sveitarfélög sem fara ekki eftir þeim,“ segir Guðmundur Ármann.
Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Sjá meira