„Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2025 17:25 Virgil van Dijk ræðir við þá Ibrahima Konate og Alexander Isak en vildi greinilega að enginn læsi varir hans. Getty/ Molly Darlington Liverpool var niðurlægt á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag og eftir leikinn fór fyrirliðinn Virgil van Dijk í viðtal og vonbrigðin leyndu sér ekki. „Við fáum á okkur of mörg auðveld mörk. Þeir skoruðu augljóslega aftur úr föstu leikatriði. Það má spyrja hvort hann hafi verið fyrir framan Alisson, en markið stóð, svo við lentum 1-0 undir. Við vorum ekki góðir í baráttunni, tæklingunum, átökunum, of fljótfærir. Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu,“ sagði Virgil van Dijk við PLP eftir leik. „Það var taugatitringur eftir að við fengum á okkur markið, en ekki fyrir það. Við reyndum að flýta okkur og það er mannlegt þegar maður er í erfiðri stöðu. Við hreinsuðum þau sem komu áður og á endanum erum við í mjög erfiðri stöðu. Við komumst ekki út úr þessu með því einu að tala um það. Það mun krefjast mikillar vinnu,“ sagði Van Dijk. „Þetta er vandamál. Allir í liðinu verða að taka ábyrgð líka. Fótbolti er liðsíþrótt og allir verða að taka ábyrgð. Við verðum að kyngja þessu og taka því. Við þurfum að leggja harðar að okkur. Við verðum að halda áfram,“ sagði Van Dijk. „Allir eru vonsviknir, eins og þeir ættu að vera, því að tapa heima fyrir Nottingham Forest er, í mínum augum, mjög slæmt. Það er það minnsta sem ég get sagt um það. Mörkin sem við fengum á okkur eru allt of auðveld og við verðum allir að líta í spegil. Ég er búinn að vera hjá þessu félagi svo lengi núna og við höfum gengið í gegnum mótlæti. Við munum koma til baka en það gerist ekki á einni nóttu. Ég er enginn uppgjafarmaður og við munum halda áfram,“ sagði Van Dijk. Hann var spurður út í þá staðreynd að stuðningsmenn Liverpool yfirgáfu völlinn langt fyrir leikslok sem er mjög óvanalegt á Anfield. „Ég get ekki ráðið því hvað stuðningsmennirnir gera ef þeir fara snemma. Ég veit að aðdáendurnir hafa staðið með okkur í gegnum súrt og sætt. Þeir munu vera með okkur þegar við komumst út úr þessu, því við munum komast út úr þessu,“ sagði Van Dijk. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Sjá meira
„Við fáum á okkur of mörg auðveld mörk. Þeir skoruðu augljóslega aftur úr föstu leikatriði. Það má spyrja hvort hann hafi verið fyrir framan Alisson, en markið stóð, svo við lentum 1-0 undir. Við vorum ekki góðir í baráttunni, tæklingunum, átökunum, of fljótfærir. Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu,“ sagði Virgil van Dijk við PLP eftir leik. „Það var taugatitringur eftir að við fengum á okkur markið, en ekki fyrir það. Við reyndum að flýta okkur og það er mannlegt þegar maður er í erfiðri stöðu. Við hreinsuðum þau sem komu áður og á endanum erum við í mjög erfiðri stöðu. Við komumst ekki út úr þessu með því einu að tala um það. Það mun krefjast mikillar vinnu,“ sagði Van Dijk. „Þetta er vandamál. Allir í liðinu verða að taka ábyrgð líka. Fótbolti er liðsíþrótt og allir verða að taka ábyrgð. Við verðum að kyngja þessu og taka því. Við þurfum að leggja harðar að okkur. Við verðum að halda áfram,“ sagði Van Dijk. „Allir eru vonsviknir, eins og þeir ættu að vera, því að tapa heima fyrir Nottingham Forest er, í mínum augum, mjög slæmt. Það er það minnsta sem ég get sagt um það. Mörkin sem við fengum á okkur eru allt of auðveld og við verðum allir að líta í spegil. Ég er búinn að vera hjá þessu félagi svo lengi núna og við höfum gengið í gegnum mótlæti. Við munum koma til baka en það gerist ekki á einni nóttu. Ég er enginn uppgjafarmaður og við munum halda áfram,“ sagði Van Dijk. Hann var spurður út í þá staðreynd að stuðningsmenn Liverpool yfirgáfu völlinn langt fyrir leikslok sem er mjög óvanalegt á Anfield. „Ég get ekki ráðið því hvað stuðningsmennirnir gera ef þeir fara snemma. Ég veit að aðdáendurnir hafa staðið með okkur í gegnum súrt og sætt. Þeir munu vera með okkur þegar við komumst út úr þessu, því við munum komast út úr þessu,“ sagði Van Dijk.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Sjá meira