„Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. nóvember 2025 10:00 Helgi Hjörvar fyrrverandi þingmaður varð sér úti um gervigreindarsólgleraugu fyrir tveimur vikum. Vísir/Ívar Fannar Ný sólgleraugu tæknirisans Meta eru óvænt bragarbót fyrir sjónskerta, þrátt fyrir að hafa ekki verið hönnuð fyrir þá. Blindur maður, sem hefur notað gleraugun í tvær vikur, segir þau byltingu. Honum líði eins og persónu í James Bond mynd. Tæknirisinn Meta fór í haust að selja sólgleraugu sem framleidd eru í samstarfi við Ray-ban sem búin eru myndavélum og gervigreind. Gleraugun eru ekki til sölu hér á landi og eru ekki útbúin fyrir íslenskan markað en Helgi Hjörvar, fyrrverandi þingmaður, varð sér úti um gleraugun fyrir tveimur vikum síðan eftir krókaleiðum. „Þau eru gerð fyrir sjáandi þannig að þú stýrir þeim með röddinni og færð upplýsingar í eyrað þannig að það er mjög þægilegt fyrir sjáandi fólk en alveg geggjuð tækni fyrir mig því þá get ég gefið allar skipanir með röddinni og fengið allar upplýsingar í eyrað,“ segir Helgi. Lýsa umhverfinu og lesa á skilti Myndavélarnar er hægt að nota til að taka myndir og myndbönd en einnig er hægt að fá gervigreindina í gleraugunum til að lýsa því sem verið er að horfa á, eins og sjá má í fréttinni hér að neðan. Hann getur eins fengið gleraugun til að lesa á skilti fyrir sig og leiðbeina sér með lyftuhnappa. Helgi var nýlega á ferðalagi í Istanbúl í Tyrklandi, þar sem hann gat fengið gleraugun til að lýsa fyrir sér Ægisif, þegar hann stóð fyrir framan mannvirkið. Alger bylting Meta er í samstarfi við fyrirtæki sem heitir Be my eyes, sem er með mörg þúsund sjálfboðaliða um allan heim. Helgi getur hringt á sjálfboðaliða í gegnum gleraugun og gefið honum aðgang að myndavélinni, þannig að sjálfboðaliðinn sjái í gegnum gleraugun. „Ég get þá beðið sjáandi manneskju sem er stödd allt annars staðar en ég, ef ég er einn einhvers staðar, um að líta á símann sinn og segja mér hvað ég er að horfa á,“ segir Helgi. Þetta hlýtur að vera algjör bylting fyrir þig? „Algjörlega! Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd.“ Helgi væntir þess að með tímanum fari gervigreindin að skilja íslensku og tæknin batni enn frekar. „En hún er nú þegar bara algjörlega stórkostleg.“ Tækni Málefni fatlaðs fólks Meta Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Fleiri fréttir Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Sjá meira
Tæknirisinn Meta fór í haust að selja sólgleraugu sem framleidd eru í samstarfi við Ray-ban sem búin eru myndavélum og gervigreind. Gleraugun eru ekki til sölu hér á landi og eru ekki útbúin fyrir íslenskan markað en Helgi Hjörvar, fyrrverandi þingmaður, varð sér úti um gleraugun fyrir tveimur vikum síðan eftir krókaleiðum. „Þau eru gerð fyrir sjáandi þannig að þú stýrir þeim með röddinni og færð upplýsingar í eyrað þannig að það er mjög þægilegt fyrir sjáandi fólk en alveg geggjuð tækni fyrir mig því þá get ég gefið allar skipanir með röddinni og fengið allar upplýsingar í eyrað,“ segir Helgi. Lýsa umhverfinu og lesa á skilti Myndavélarnar er hægt að nota til að taka myndir og myndbönd en einnig er hægt að fá gervigreindina í gleraugunum til að lýsa því sem verið er að horfa á, eins og sjá má í fréttinni hér að neðan. Hann getur eins fengið gleraugun til að lesa á skilti fyrir sig og leiðbeina sér með lyftuhnappa. Helgi var nýlega á ferðalagi í Istanbúl í Tyrklandi, þar sem hann gat fengið gleraugun til að lýsa fyrir sér Ægisif, þegar hann stóð fyrir framan mannvirkið. Alger bylting Meta er í samstarfi við fyrirtæki sem heitir Be my eyes, sem er með mörg þúsund sjálfboðaliða um allan heim. Helgi getur hringt á sjálfboðaliða í gegnum gleraugun og gefið honum aðgang að myndavélinni, þannig að sjálfboðaliðinn sjái í gegnum gleraugun. „Ég get þá beðið sjáandi manneskju sem er stödd allt annars staðar en ég, ef ég er einn einhvers staðar, um að líta á símann sinn og segja mér hvað ég er að horfa á,“ segir Helgi. Þetta hlýtur að vera algjör bylting fyrir þig? „Algjörlega! Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd.“ Helgi væntir þess að með tímanum fari gervigreindin að skilja íslensku og tæknin batni enn frekar. „En hún er nú þegar bara algjörlega stórkostleg.“
Tækni Málefni fatlaðs fólks Meta Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Fleiri fréttir Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent