Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. nóvember 2025 12:18 Björk og Rosalía hafa gefið út tvö lög saman en hagnaður af öðru þeirra fer allur í baráttu gegn sjókvíaeldi í íslenskum fjörðum. Vísir/Samsett Tónlistarkonurnar Björk Guðmundsdóttir og Rosalía ætla í hart við íslenska ríkið vegna sjókvía í Ísafjarðardjúpi. Náttúruverndarsamtök Bjarkar standa að stefnu landeiganda við Snæfjallaströnd sem vill meina að sjókvíum hafi verið komið upp innan lóðarmarka hans, eða eins og samtökin orða það „hreinlega upp í fjöru til sín. Björk Guðmundsdóttir stofnaði hafverndarsamtökin Aegis árið 2023 og hefur í gegnum samtökin stutt mótmælendur gegn sjókvíaeldi fjárhagslega og greitt lögfræðikostnað. Samtökin eru sjálf fjármögnuð með öllum hagnaði sem hlýst af laginu Oral sem Björk gerði ásamt tónlistarkonunni spænsku Rosalíu. Nattúruverndarsamtök hafi ekki aðgengi að dómskerfinu Sigrún Perla Gísladóttir talsmaður Aegis, náttúruverndarsamtaka Bjarka Guðmundsdóttur, segir Arctic Seafarm hafa komið upp sjókvíum við Sandeyri á Snæfjallaströnd innan svokallaðra netalaga landeiganda. Netalög eru það hafsvæði undan strönd tiltekinnar jarðar sem tilheyrir henni. Ítrekuð mótmæli landeigandans hafi engan hljómgrunn hlotið hjá bæjaryfirvöldum og því hefur hann stefnt íslenska ríkinu. Málið verður þingfest í næstu viku. Perla segir Björk hafa langað að koma málinu fyrir dómstóla sem hefur reynst hagsmunasamtökum erfitt í gegnum árin. „Það hefur enginn gert á Íslandi því félagasamtök og náttúruverndarsamtök hafa ekki aðgang að dómstólum, þeim er ítrekað vísað frá,“ segir hún. Stefnur á grundvelli meints ólöglegs sjókvíaeldis hafi farið fyrir dómstóla í Noregi en íslenska dómskerfið sé ekki eins aðgengilegt og margir vilji halda, sérstaklega fyrir náttúruverndarsamtök. Málum sé ítrekað vísað frá á grundvelli þess að samtökin hafi enga lögvarða hagsmuni af málinu. Kvíarnar burt úr sjónum Landeigandinn krefst þess að strandvæðaskipulag Vestfjarða frá árinu 2022 sem veitti leyfi fyrir kvíunum verði ógilt og sömuleiðis að bótaskylda ríkisins gagnvart sér verði viðurkennd. „Í stóra samhenginu viljum við sjá kvíarnar burt úr sjónum. það er það sem þetta snýst allt saman um,“ segir Perla. Sjókvíaeldi Ísafjarðarbær Fiskeldi Matvælaframleiðsla Björk Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Björk Guðmundsdóttir stofnaði hafverndarsamtökin Aegis árið 2023 og hefur í gegnum samtökin stutt mótmælendur gegn sjókvíaeldi fjárhagslega og greitt lögfræðikostnað. Samtökin eru sjálf fjármögnuð með öllum hagnaði sem hlýst af laginu Oral sem Björk gerði ásamt tónlistarkonunni spænsku Rosalíu. Nattúruverndarsamtök hafi ekki aðgengi að dómskerfinu Sigrún Perla Gísladóttir talsmaður Aegis, náttúruverndarsamtaka Bjarka Guðmundsdóttur, segir Arctic Seafarm hafa komið upp sjókvíum við Sandeyri á Snæfjallaströnd innan svokallaðra netalaga landeiganda. Netalög eru það hafsvæði undan strönd tiltekinnar jarðar sem tilheyrir henni. Ítrekuð mótmæli landeigandans hafi engan hljómgrunn hlotið hjá bæjaryfirvöldum og því hefur hann stefnt íslenska ríkinu. Málið verður þingfest í næstu viku. Perla segir Björk hafa langað að koma málinu fyrir dómstóla sem hefur reynst hagsmunasamtökum erfitt í gegnum árin. „Það hefur enginn gert á Íslandi því félagasamtök og náttúruverndarsamtök hafa ekki aðgang að dómstólum, þeim er ítrekað vísað frá,“ segir hún. Stefnur á grundvelli meints ólöglegs sjókvíaeldis hafi farið fyrir dómstóla í Noregi en íslenska dómskerfið sé ekki eins aðgengilegt og margir vilji halda, sérstaklega fyrir náttúruverndarsamtök. Málum sé ítrekað vísað frá á grundvelli þess að samtökin hafi enga lögvarða hagsmuni af málinu. Kvíarnar burt úr sjónum Landeigandinn krefst þess að strandvæðaskipulag Vestfjarða frá árinu 2022 sem veitti leyfi fyrir kvíunum verði ógilt og sömuleiðis að bótaskylda ríkisins gagnvart sér verði viðurkennd. „Í stóra samhenginu viljum við sjá kvíarnar burt úr sjónum. það er það sem þetta snýst allt saman um,“ segir Perla.
Sjókvíaeldi Ísafjarðarbær Fiskeldi Matvælaframleiðsla Björk Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira