Innlent

Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðar­á­ætlun í Úkraínu gagn­rýnd

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við um hina nýju fjármögnunarleið sem virðist vera að ryðja sér til rúms þar sem verktakar verða meðeigendur í íbúðum kaupenda.

Við ræðum málið við hagfræðing hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem segir að stofnunin ætli á næstunni að ráðast í ítarlega greiningu á þessari nýju leið. 

Þá fjöllum við um friðaráætlunina sem erindrekar Bandaríkjanna hafa kynnt fyrir Úkraínumönnum en hún þykir draga taum Rússa og hefur verið harðlega gagnrýnd.

Einnig segjum við frá Barnaþingi sem fram fer í dag þar sem fleiri en hundrað börn munu fá tækifæri til að krefja nokkra ráðherra ríkisstjónarinnar svara við þeim spurningum sem helst brenna á þeim.

Í sportpakkanum fjöllum við svo um Grindvíkingana sem fátt fær stöðvað í Bónus deild karla í körfubolta þessi dægrin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×