Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Bjarki Sigurðsson skrifar 21. nóvember 2025 23:31 Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir er yfirlæknir efnaskipta-og offituteymi Reykjalundar. Vísir/Bjarni Yfirlæknir á Reykjalundi segir ungu fólki sem þarf á endurhæfingu að halda vegna offitu fara fjölgandi. Margir hafi einangrast í Covid-faraldrinum og aldrei náð sér eftir það. Á Heilbrigðisþingi í dag var sérstök áhersla lögð á heilbrigðistengda endurhæfingu. Ráðherra vinnur að gerð hvítbókar um endurhæfingarþjónustu en fjöldi fólks var með erindi á þinginu í dag. Komnir ungir með fylgisjúkdóma Meðal þess sem var rætt var endurhæfing einstaklinga með offitu. Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir, yfirlæknir á Reykjalundi, segist hafa tekið eftir fjölgun yngri skjólstæðinga sem þurfa á endurhæfingu að halda vegna offitu. „Þeir eru líka að glíma við alvarlegri offitu og oft komnir með fylgisjúkdóma mjög ungir. Okkur finnst þessi hópur kannski þurfa annars konar úrræði heldur en þetta hefðbundna sem við höfum verið að veita á Reykjalundi,“ segir Guðrún. Reyna að aðlaga þjónustuna Þó það sé slæmt að heyra af fjölgun ungs fólks með offitu, sé jákvætt að hærra hlutfall leiti sér aðstoðar. Það þurfi að mæta þessum hópi fyrr. „Það er það sem við höfum verið að vinna með á Reykjalundi, að aðlaga starfsemina að þörfinni í samfélaginu. Við finnum það klárlega að það er þörf fyrir meiri þjónustu, til lengri tíma og fyrir stærri hópa,“ segir Guðrún. Einangrast í Covid Þá þurfi sumt ungt fólk ekki á endurhæfingu að halda, heldur hreinni hæfingu. „Maður gerir ráð fyrir því að endurhæfing snúist um að þjálfa einstaklinginn aftur í þá færni sem hann hefur haft. Ef þú ert með einstakling sem hefur aldrei haft þessa færni þá getur þú ekki endurhæft hann þangað til baka. Þá erum við að tala um einstaklinga sem þurfa að þróa með sér nýja færni. Það er önnur meðferð,“ segir Guðrún. Gæti það tengst því að þetta sé einhver sem hefur glímt við offitu frá unga aldri? „Þarna erum við til dæmis að sjá hóp sem okkur finnst hafa einangrast svolítið í Covid. Einstaklingar sem voru að klára grunnskóla þegar Covid var að byrja og fóru ekki í framhaldsskóla eða vinnu. Eru mikið einangraðir heima. Þeir þurfa úrræði sem tekur lengri tíma til að komast aftur af stað út í samfélagið,“ segir Guðrún. Heilbrigðismál Heilsa Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Á Heilbrigðisþingi í dag var sérstök áhersla lögð á heilbrigðistengda endurhæfingu. Ráðherra vinnur að gerð hvítbókar um endurhæfingarþjónustu en fjöldi fólks var með erindi á þinginu í dag. Komnir ungir með fylgisjúkdóma Meðal þess sem var rætt var endurhæfing einstaklinga með offitu. Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir, yfirlæknir á Reykjalundi, segist hafa tekið eftir fjölgun yngri skjólstæðinga sem þurfa á endurhæfingu að halda vegna offitu. „Þeir eru líka að glíma við alvarlegri offitu og oft komnir með fylgisjúkdóma mjög ungir. Okkur finnst þessi hópur kannski þurfa annars konar úrræði heldur en þetta hefðbundna sem við höfum verið að veita á Reykjalundi,“ segir Guðrún. Reyna að aðlaga þjónustuna Þó það sé slæmt að heyra af fjölgun ungs fólks með offitu, sé jákvætt að hærra hlutfall leiti sér aðstoðar. Það þurfi að mæta þessum hópi fyrr. „Það er það sem við höfum verið að vinna með á Reykjalundi, að aðlaga starfsemina að þörfinni í samfélaginu. Við finnum það klárlega að það er þörf fyrir meiri þjónustu, til lengri tíma og fyrir stærri hópa,“ segir Guðrún. Einangrast í Covid Þá þurfi sumt ungt fólk ekki á endurhæfingu að halda, heldur hreinni hæfingu. „Maður gerir ráð fyrir því að endurhæfing snúist um að þjálfa einstaklinginn aftur í þá færni sem hann hefur haft. Ef þú ert með einstakling sem hefur aldrei haft þessa færni þá getur þú ekki endurhæft hann þangað til baka. Þá erum við að tala um einstaklinga sem þurfa að þróa með sér nýja færni. Það er önnur meðferð,“ segir Guðrún. Gæti það tengst því að þetta sé einhver sem hefur glímt við offitu frá unga aldri? „Þarna erum við til dæmis að sjá hóp sem okkur finnst hafa einangrast svolítið í Covid. Einstaklingar sem voru að klára grunnskóla þegar Covid var að byrja og fóru ekki í framhaldsskóla eða vinnu. Eru mikið einangraðir heima. Þeir þurfa úrræði sem tekur lengri tíma til að komast aftur af stað út í samfélagið,“ segir Guðrún.
Heilbrigðismál Heilsa Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira