LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2025 07:53 LeBron James var sáttur með að vera kominn aftur í búningi Los Angeles Lakers og aftur inn á völlinn. Um leið setti hann met með því að byrja sitt 23. tímabil í NBA. Getty/Ronald Martinez LeBron James lék sinn fyrsta leik á þessu NBA-tímabili í 140-126 sigri á Utah Jazz í nótt og hóf þar með sitt 23. keppnistímabil í deildinni, sem er met. Endirkoma goðsagnarinnar hafði frábær áhrif á Lakers-liðið sem var í miklu stuði. James var með 11 stig, 12 stoðsendingar og 3 fráköst á 30 mínútum þegar Lakers skoraði 140 stig, sem er það mesta hjá liðinu á tímabilinu. James skoraði með sniðskoti í þriðja leikhluta og framlengdi þar með met sitt í fjölda leikja í röð með tíu stig eða meira í 1.293 leiki eða hvern einasta leik sem hann hefur spilað síðan 6. janúar 2007. „Mér fannst hann bara spila með réttum anda og hann var mjög óeigingjarn allt kvöldið. Hann var viljugur sendingamaður, þvingaði ekkert fram, tók keyrslur sínar á körfuna og skot þegar færi gafst,“ sagði JJ Redick, þjálfari Lakers. „Vörn andstæðinganna mun alltaf veita honum athygli, sérstaklega þegar hann er með boltann í teignum, sérstaklega þegar hann setur pressu á körfuna, og mér fannst hann bara taka margar frábærar ákvarðanir í kvöld. Virkilega gott að fá hann aftur,“ sagði Redick. Hinn fertugi James var frá keppni í fyrstu fjórtán leikjum tímabilsins vegna taugaklemmu sem hafði áhrif á mjóbakið og leiddi niður hægri hlið líkamans. „Það var bara gaman að vera þarna úti með strákunum,“ sagði James. „Þetta hefur verið andlega erfitt fyrir mig því þetta er í fyrsta skipti sem ég byrja körfuboltatímabil og spila ekki síðan ég byrjaði að spila körfubolta, svona níu ára gamall, ég hef aldrei misst af byrjun körfuboltatímabils,“ sagði Lebron. „Að ganga í gegnum þetta líkamlega, tilfinningalega, andlega og allt saman, þetta reyndi á mig og ég hélt bara áfram að vinna og treysti á trúna. Það hefur komið mér á þennan stað í dag og þetta er bara mikil gleði,“ sagði Lebron. James skoraði ekki á fyrstu ellefu mínútunum sínum á vellinum, en tvær þriggja stiga körfur hans í fyrri hálfleik komu honum upp fyrir Reggie Miller, skyttu Indiana Pacers, í sjötta sætið á listanum yfir flestar þriggja stiga körfur í NBA-deildinni frá upphafi. View this post on Instagram A post shared by Malika Andrews (@malika_andrews) NBA Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Sjá meira
Endirkoma goðsagnarinnar hafði frábær áhrif á Lakers-liðið sem var í miklu stuði. James var með 11 stig, 12 stoðsendingar og 3 fráköst á 30 mínútum þegar Lakers skoraði 140 stig, sem er það mesta hjá liðinu á tímabilinu. James skoraði með sniðskoti í þriðja leikhluta og framlengdi þar með met sitt í fjölda leikja í röð með tíu stig eða meira í 1.293 leiki eða hvern einasta leik sem hann hefur spilað síðan 6. janúar 2007. „Mér fannst hann bara spila með réttum anda og hann var mjög óeigingjarn allt kvöldið. Hann var viljugur sendingamaður, þvingaði ekkert fram, tók keyrslur sínar á körfuna og skot þegar færi gafst,“ sagði JJ Redick, þjálfari Lakers. „Vörn andstæðinganna mun alltaf veita honum athygli, sérstaklega þegar hann er með boltann í teignum, sérstaklega þegar hann setur pressu á körfuna, og mér fannst hann bara taka margar frábærar ákvarðanir í kvöld. Virkilega gott að fá hann aftur,“ sagði Redick. Hinn fertugi James var frá keppni í fyrstu fjórtán leikjum tímabilsins vegna taugaklemmu sem hafði áhrif á mjóbakið og leiddi niður hægri hlið líkamans. „Það var bara gaman að vera þarna úti með strákunum,“ sagði James. „Þetta hefur verið andlega erfitt fyrir mig því þetta er í fyrsta skipti sem ég byrja körfuboltatímabil og spila ekki síðan ég byrjaði að spila körfubolta, svona níu ára gamall, ég hef aldrei misst af byrjun körfuboltatímabils,“ sagði Lebron. „Að ganga í gegnum þetta líkamlega, tilfinningalega, andlega og allt saman, þetta reyndi á mig og ég hélt bara áfram að vinna og treysti á trúna. Það hefur komið mér á þennan stað í dag og þetta er bara mikil gleði,“ sagði Lebron. James skoraði ekki á fyrstu ellefu mínútunum sínum á vellinum, en tvær þriggja stiga körfur hans í fyrri hálfleik komu honum upp fyrir Reggie Miller, skyttu Indiana Pacers, í sjötta sætið á listanum yfir flestar þriggja stiga körfur í NBA-deildinni frá upphafi. View this post on Instagram A post shared by Malika Andrews (@malika_andrews)
NBA Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Sjá meira