LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2025 07:53 LeBron James var sáttur með að vera kominn aftur í búningi Los Angeles Lakers og aftur inn á völlinn. Um leið setti hann met með því að byrja sitt 23. tímabil í NBA. Getty/Ronald Martinez LeBron James lék sinn fyrsta leik á þessu NBA-tímabili í 140-126 sigri á Utah Jazz í nótt og hóf þar með sitt 23. keppnistímabil í deildinni, sem er met. Endirkoma goðsagnarinnar hafði frábær áhrif á Lakers-liðið sem var í miklu stuði. James var með 11 stig, 12 stoðsendingar og 3 fráköst á 30 mínútum þegar Lakers skoraði 140 stig, sem er það mesta hjá liðinu á tímabilinu. James skoraði með sniðskoti í þriðja leikhluta og framlengdi þar með met sitt í fjölda leikja í röð með tíu stig eða meira í 1.293 leiki eða hvern einasta leik sem hann hefur spilað síðan 6. janúar 2007. „Mér fannst hann bara spila með réttum anda og hann var mjög óeigingjarn allt kvöldið. Hann var viljugur sendingamaður, þvingaði ekkert fram, tók keyrslur sínar á körfuna og skot þegar færi gafst,“ sagði JJ Redick, þjálfari Lakers. „Vörn andstæðinganna mun alltaf veita honum athygli, sérstaklega þegar hann er með boltann í teignum, sérstaklega þegar hann setur pressu á körfuna, og mér fannst hann bara taka margar frábærar ákvarðanir í kvöld. Virkilega gott að fá hann aftur,“ sagði Redick. Hinn fertugi James var frá keppni í fyrstu fjórtán leikjum tímabilsins vegna taugaklemmu sem hafði áhrif á mjóbakið og leiddi niður hægri hlið líkamans. „Það var bara gaman að vera þarna úti með strákunum,“ sagði James. „Þetta hefur verið andlega erfitt fyrir mig því þetta er í fyrsta skipti sem ég byrja körfuboltatímabil og spila ekki síðan ég byrjaði að spila körfubolta, svona níu ára gamall, ég hef aldrei misst af byrjun körfuboltatímabils,“ sagði Lebron. „Að ganga í gegnum þetta líkamlega, tilfinningalega, andlega og allt saman, þetta reyndi á mig og ég hélt bara áfram að vinna og treysti á trúna. Það hefur komið mér á þennan stað í dag og þetta er bara mikil gleði,“ sagði Lebron. James skoraði ekki á fyrstu ellefu mínútunum sínum á vellinum, en tvær þriggja stiga körfur hans í fyrri hálfleik komu honum upp fyrir Reggie Miller, skyttu Indiana Pacers, í sjötta sætið á listanum yfir flestar þriggja stiga körfur í NBA-deildinni frá upphafi. View this post on Instagram A post shared by Malika Andrews (@malika_andrews) NBA Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Sjá meira
Endirkoma goðsagnarinnar hafði frábær áhrif á Lakers-liðið sem var í miklu stuði. James var með 11 stig, 12 stoðsendingar og 3 fráköst á 30 mínútum þegar Lakers skoraði 140 stig, sem er það mesta hjá liðinu á tímabilinu. James skoraði með sniðskoti í þriðja leikhluta og framlengdi þar með met sitt í fjölda leikja í röð með tíu stig eða meira í 1.293 leiki eða hvern einasta leik sem hann hefur spilað síðan 6. janúar 2007. „Mér fannst hann bara spila með réttum anda og hann var mjög óeigingjarn allt kvöldið. Hann var viljugur sendingamaður, þvingaði ekkert fram, tók keyrslur sínar á körfuna og skot þegar færi gafst,“ sagði JJ Redick, þjálfari Lakers. „Vörn andstæðinganna mun alltaf veita honum athygli, sérstaklega þegar hann er með boltann í teignum, sérstaklega þegar hann setur pressu á körfuna, og mér fannst hann bara taka margar frábærar ákvarðanir í kvöld. Virkilega gott að fá hann aftur,“ sagði Redick. Hinn fertugi James var frá keppni í fyrstu fjórtán leikjum tímabilsins vegna taugaklemmu sem hafði áhrif á mjóbakið og leiddi niður hægri hlið líkamans. „Það var bara gaman að vera þarna úti með strákunum,“ sagði James. „Þetta hefur verið andlega erfitt fyrir mig því þetta er í fyrsta skipti sem ég byrja körfuboltatímabil og spila ekki síðan ég byrjaði að spila körfubolta, svona níu ára gamall, ég hef aldrei misst af byrjun körfuboltatímabils,“ sagði Lebron. „Að ganga í gegnum þetta líkamlega, tilfinningalega, andlega og allt saman, þetta reyndi á mig og ég hélt bara áfram að vinna og treysti á trúna. Það hefur komið mér á þennan stað í dag og þetta er bara mikil gleði,“ sagði Lebron. James skoraði ekki á fyrstu ellefu mínútunum sínum á vellinum, en tvær þriggja stiga körfur hans í fyrri hálfleik komu honum upp fyrir Reggie Miller, skyttu Indiana Pacers, í sjötta sætið á listanum yfir flestar þriggja stiga körfur í NBA-deildinni frá upphafi. View this post on Instagram A post shared by Malika Andrews (@malika_andrews)
NBA Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Sjá meira