Innherji

Hár flutnings­kostnaður raf­orku „mesta ógnin“ við sam­keppnis­hæfni Ís­lands

Hörður Ægisson skrifar
„Fyrirséð er að kostnaðarverð nýrra virkjana fari hækkandi, en þó samkeppnishæft við önnur lönd. Ef ofan á það bætist hins vegar hærra flutningsverð má ætla að íslensk raforka sé ekki lengur samkeppnishæf þegar litið er til heildarkostnaðar við afhenta orku,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
„Fyrirséð er að kostnaðarverð nýrra virkjana fari hækkandi, en þó samkeppnishæft við önnur lönd. Ef ofan á það bætist hins vegar hærra flutningsverð má ætla að íslensk raforka sé ekki lengur samkeppnishæf þegar litið er til heildarkostnaðar við afhenta orku,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Vilhelm

Sá rammi sem Landsneti er settur samkvæmt lögum er „orðinn skakkur“ með þeim afleiðingum að flutningskostnaður raforku hefur nærri tvöfaldast á fáeinum árum og er núna, að mati forstjóra Landsvirkjunar, sennilega „mesta ógnin“ við samkeppnishæfni Íslands. Hann kallar eftir breytingum á þeim forsendum sem ákvarða leyfða arðsemi Landsnets og varar við því að óvissa um þróun flutningskostnaðar ásamt spám um áframhaldandi verðhækkanir á komandi árum muni hafa „mjög neikvæð áhrif“ á vilja áhugasamra viðskiptavina að gera raforkusamninga.


Tengdar fréttir

Raf­ork­u­verð hækk­að­i mik­ið í út­boð­i Lands­nets og SI vill að grip­ið verð­i inn í

Verð á rafmagni hækkaði um 34 prósent milli ára í útboði Landsnets til að mæta svokölluðum grunntöpum. Samtök iðnaðarins sendu Raforkueftirliti Orkustofnunar bréf þar sem viðraðar eru áhyggjur af því að Landsnet varpi ábyrgð fyrirtækisins um skilvirkan rekstur alfarið yfir á raforkunotendur. Framkvæmdastjóri Samáls segir að álfyrirtæki greiði hátt verð fyrir flutning á raforku í samanburði við aðra sambærilega framleiðendur í Evrópu.

Hafna því að arðsemi sé yfir löglegum mörkum

Landsnet hafnar því að arðsemi fyrirtækisins sé yfir löglegum mörkum, eins og haldið var fram í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðs um viðskipta- og efnahagsmál í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×