Handbolti

Einar Bald­vin kom í veg fyrir frá­bæran sigur Þórs

Sindri Sverrisson skrifar
Einar Baldvin Baldvinsson hefur verið afar öflugur í vetur.
Einar Baldvin Baldvinsson hefur verið afar öflugur í vetur. Vísir/Jón Gautur

Þór og Afturelding gerðu 23-23 jafntefli í æsispennandi leik á Akureyri í kvöld, þegar tíundu umferð Olís-deildar karla í handbolta lauk.

Ihor Kopyshynskyi sá til þess að Mosfellingar færu ekki tómhentir heim suður þegar hann jafnaði metin úr vítakasti, tæplega hálfri mínútu fyrir leikslok.

Þórsarar tóku leikhlé og fóru svo í lokasókn sína en Einar Baldvin Baldvinsson varði lokatilraun þeirra.

Afturelding náði því ekki að komast aftur að hlið Hauka á toppi deildarinnar en er stigi á eftir í 2. sæti, með fimmtán stig. Þórsarar eru hins vegar með sjö stig í 10. sæti.

Miðað við tölfræði HB Statz var Einar Baldvin afar öflugur í marki Aftureldingar og varði 14 skot, eða 37,8% skota sem hann fékk á sig. Ihor Kopyshynskyi var markahæstur gestanna með sex mörk og Árni Bragi Eyjólfsson kom næstur með fjögur.

Nikola Radovanovic varði níu skot fyrir Þór, eða 29%. Þórður Tandri Ágústsson var markahæstur í liðinu með fimm mörk og Brynjar Hólm Grétarsson skoraði fjögur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×