Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Jón Ísak Ragnarsson skrifar 14. nóvember 2025 17:50 Mynd frá Hvammstanga úr safni. Vísir/Vilhelm Samstarfsnefnd um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hefur skilað áliti sínu um kosti og galla mögulegrar sameiningar og mun kynna niðurstöður sínar á íbúafundum í næstu viku. Nefndin telur meðal annars að sameining muni stuðla að aukinni byggðafestu og auka aðdráttarafl svæðisins fyrir nýja íbúa. Kosið verður um sameiningu dagana 28. nóvember tikl 13. desember. Í fréttatilkynningu segir að samstarfsnefnd um sameiningu muni halda íbúafundi í Dalabúð í Búðardal mánudaginn 17. nóvember og í Félagsheimilinu Hvammstanga 18. nóvember, þar sem álit nefndarinnar verður kynnt og farið verður yfir fyrirkomulag kosninganna. Auk þess geti íbúar beint spurningum til samstarfsnefndarinnar. Í áliti nefndarinnar segir að Dalabyggð og Húnaþing vestra séu líka að landkostum, íbúasamsteningu, búsetumynstri og atvinnulífi. Við sameiningu sveitarfélaganna yrði til öflugra sveitarfélag með sterkari stjórnsýslu, faglegri þjó nustu og meiri slagkraft í hagsmunagæslu til að byggja upp innviði og auka fjölbreytni í atvinnulífi. Álit samstarfsnefndarinnar í heild sinni er eftirfarandi: „Dalabyggð og Húnaþing vestra eru lík að landkostum, íbúasamsetningu, búsetumynstri og atvinnulífi. Við sameiningu sveitarfélaganna yrði að mati nefndarinnar til öflugra sveitarfélag með sterkari stjórnsýslu, faglegri þjónustu og meiri slagkraft í hagsmunagæslu til að byggja upp innviði og auka fjölbreytni í atvinnulífi eins og sjá má í greiningargögnum samstarfsnefndar. Nefndin telur að sameining myndi stuðla að aukinni byggðafestu og auka aðdráttarafl fyrir nýja íbúa og starfsmenn. Helstu áskoranir sameinaðs sveitarfélags væru að tryggja jafnt þjónustustig, viðhalda staðbundnum sérkennum og tryggja að íbúar upplifi áfram nálægð og öryggi í þjónustu. Nefndin telur að mæta megi þeim áskorunum og leggur áherslu á að t.a.m. verði Húnvetningar áfram Húnvetningar og Dalamenn áfram Dalamenn þótt stjórnsýslueiningarnar tvær sameinist.“ Fjárhagur sameinaðs sveitarfélags yrði sterkur og fjárfestingargeta þess betri en hjá sveitarfélögunum hvoru um sig. Sérstök sameiningarframlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á næstu árum myndu auka svigrúm til fjárfestinga í sameinuðu sveitarfélagi, minnka þörf á lántöku og lækka fjármagnskostnað. Jafnframt hefur verið kynnt að reglubundin framlög Jöfnunarsjóðs munu hækka í sameinuðu sveitarfélagi ef af verður. Það er samdóma álit samstarfsnefndar um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra að sameining væri framfaraskref fyrir sveitarfélögin og íbúa þeirra.“ Íbúum er bent á að allar helstu upplýsingar um sameiningarviðræður sveitarfélaganna og kosningarnar sé að vinna á upplýsingavef samstarfsnefndarinnar dalhun.is Dalabyggð Húnaþing vestra Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2026 Tengdar fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Boðað hefur verið til íbúafunda um mögulega sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar. Efnt hefur verið til íbúakosningar um mögulega sameiningu sveitarfélaganna síðar á þessu ári, en sveitarstjórar í báðum sveitarfélögum leggja áherslu á að íbúar verði að eiga síðasta orðið. 4. október 2025 13:46 Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Sveitarstjórnir Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafa samþykkt tillögu sérstakrar samráðsnefndar að íbúakosning fari fram í sveitarfélögunum tveimur um sameiningu dagana 28. nóvember til 13. desember næstkomandi. 18. september 2025 13:17 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að samstarfsnefnd um sameiningu muni halda íbúafundi í Dalabúð í Búðardal mánudaginn 17. nóvember og í Félagsheimilinu Hvammstanga 18. nóvember, þar sem álit nefndarinnar verður kynnt og farið verður yfir fyrirkomulag kosninganna. Auk þess geti íbúar beint spurningum til samstarfsnefndarinnar. Í áliti nefndarinnar segir að Dalabyggð og Húnaþing vestra séu líka að landkostum, íbúasamsteningu, búsetumynstri og atvinnulífi. Við sameiningu sveitarfélaganna yrði til öflugra sveitarfélag með sterkari stjórnsýslu, faglegri þjó nustu og meiri slagkraft í hagsmunagæslu til að byggja upp innviði og auka fjölbreytni í atvinnulífi. Álit samstarfsnefndarinnar í heild sinni er eftirfarandi: „Dalabyggð og Húnaþing vestra eru lík að landkostum, íbúasamsetningu, búsetumynstri og atvinnulífi. Við sameiningu sveitarfélaganna yrði að mati nefndarinnar til öflugra sveitarfélag með sterkari stjórnsýslu, faglegri þjónustu og meiri slagkraft í hagsmunagæslu til að byggja upp innviði og auka fjölbreytni í atvinnulífi eins og sjá má í greiningargögnum samstarfsnefndar. Nefndin telur að sameining myndi stuðla að aukinni byggðafestu og auka aðdráttarafl fyrir nýja íbúa og starfsmenn. Helstu áskoranir sameinaðs sveitarfélags væru að tryggja jafnt þjónustustig, viðhalda staðbundnum sérkennum og tryggja að íbúar upplifi áfram nálægð og öryggi í þjónustu. Nefndin telur að mæta megi þeim áskorunum og leggur áherslu á að t.a.m. verði Húnvetningar áfram Húnvetningar og Dalamenn áfram Dalamenn þótt stjórnsýslueiningarnar tvær sameinist.“ Fjárhagur sameinaðs sveitarfélags yrði sterkur og fjárfestingargeta þess betri en hjá sveitarfélögunum hvoru um sig. Sérstök sameiningarframlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á næstu árum myndu auka svigrúm til fjárfestinga í sameinuðu sveitarfélagi, minnka þörf á lántöku og lækka fjármagnskostnað. Jafnframt hefur verið kynnt að reglubundin framlög Jöfnunarsjóðs munu hækka í sameinuðu sveitarfélagi ef af verður. Það er samdóma álit samstarfsnefndar um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra að sameining væri framfaraskref fyrir sveitarfélögin og íbúa þeirra.“ Íbúum er bent á að allar helstu upplýsingar um sameiningarviðræður sveitarfélaganna og kosningarnar sé að vinna á upplýsingavef samstarfsnefndarinnar dalhun.is
Dalabyggð Húnaþing vestra Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2026 Tengdar fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Boðað hefur verið til íbúafunda um mögulega sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar. Efnt hefur verið til íbúakosningar um mögulega sameiningu sveitarfélaganna síðar á þessu ári, en sveitarstjórar í báðum sveitarfélögum leggja áherslu á að íbúar verði að eiga síðasta orðið. 4. október 2025 13:46 Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Sveitarstjórnir Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafa samþykkt tillögu sérstakrar samráðsnefndar að íbúakosning fari fram í sveitarfélögunum tveimur um sameiningu dagana 28. nóvember til 13. desember næstkomandi. 18. september 2025 13:17 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Boðað hefur verið til íbúafunda um mögulega sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar. Efnt hefur verið til íbúakosningar um mögulega sameiningu sveitarfélaganna síðar á þessu ári, en sveitarstjórar í báðum sveitarfélögum leggja áherslu á að íbúar verði að eiga síðasta orðið. 4. október 2025 13:46
Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Sveitarstjórnir Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafa samþykkt tillögu sérstakrar samráðsnefndar að íbúakosning fari fram í sveitarfélögunum tveimur um sameiningu dagana 28. nóvember til 13. desember næstkomandi. 18. september 2025 13:17