Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 13. nóvember 2025 19:23 Albert Guðmundsson skoraði fyrsta mark Íslands í kvöld. Aziz Karimov Íslenska landsliðið vann öruggan 0-2 sigur á Aserbaísjan í Bakú í kvöld. Albert Guðmundsson og Sverrir Ingi Ingason skoruðu mörk Íslands í leiknum. Íslenska liðið spilaði afskaplega vel í leiknum og náðu forystunni eftir tuttugu mínútna leik þegar Albert Guðmundsson skoraði eftir frábæran undirbúning Ísak Bergmanns Jóhannessonar. Sverrir Ingi Ingason bætti við öðru marki Íslands á 39. mínútu, eftir frábæra fyrirgjöf frá Jóhanni Berg Guðmundssyni, sem spilaði sinn hundraðasta leik í kvöld. Aserar komu aðeins kröftugri út í síðari hálfleik en vörn Íslands stóð sig vel. Fleiri urðu mörkin ekki og öruggur sigur Íslands niðurstaðan. Einkunnir Íslands í leiknum: Elías Rafn Ólafsson, markvörður - [6] Hafði lítið að gera nema að grípa nokkrar fyrirgjafir og verja eitt langskot í seinni hálfleik. Átti slakt útspark undir lok leiksins sem hefði getað skapað hættu. Annars náðugur dagur hjá stóra manninum í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður - [7] Örugg frammistaða hjá Guðlaugi Victori sem stendur alltaf fyrir sínu varnarlega hjá landsliðinu. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - [8] Skallaði yfir úr dauðafæri um miðjan fyrri hálfleik. Gerði engin mistök á 39. mínútu, þegar hann skallaði fyrirgjöf Jóhanns Berg fallegum boga í fjærhornið. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður - [7] Leysti vel úr sínu. Þeir Sverrir ná alltaf betur og betur saman í miðri vörn Íslands. Bjargaði vel um miðbik seinni hálfleiks. Mikael Egill Ellertsson, vinstri bakvörður - [7] Öruggur í sínum aðgerðum og bætir sig með hverjum leik í vinstri bakvarðar stöðunni. Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður - [7] Spilaði vel í sínum hundraðasta landsleik. Lagði upp annað mark Íslands í leiknum með nákvæmri fyrirgjöf. Hákon Arnar Haraldsson, (fyrirliði), miðjumaður - [8] Frábær á miðjunni í kvöld, átti þátt í því að stýra spilinu í leiknum. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður - [8] Lagði upp mark Alberts með frábærri sendingu. Hélt góðum takti í spilinu og boltinn gekk vel í gegnum Skagamanninn. Kristian Nökkvi Hlynsson, vinstri kantmaður - [7] Fékk tækifæri í byrjunarliðinu eftir jöfnunarmarkið gegn Frakklandi. Stóð fyrir sínu. Albert Guðmundsson, framherji - [7] Skoraði markið, hans fjórða í síðustu fjórum leikjum hans fyrir landsliðið. Fór reyndar illa með 4 á 2 stöðu í seinni hálfleiknum. Flott frammistaða og sýndi hversu mikilvægur hann er fyrir þetta landslið. Andri Lucas Guðjohnsen, framherji - [6] Sást lítið en alltaf mikilvægur fyrir liðið bæði varnarlega og sóknarlega þó svo að það komi ekki alltaf mörk frá honum. Varamenn Brynjólfur Andersen Willumsson - kom inn á fyrir Andra Lucas á 68. mínútu [6] Fékk gult spjald á mettíma en lét lítið finna fyrir sér. Jón Dagur Þorsteinsson - kom inn á fyrir Jóhann Berg á 68. mínútu [7] Fín frammistaða hjá Jón Degi og var nálægt því að bæta við þriðja marki Íslands. Daníel Tristan Guðjohnsen - kom inn á fyrir Kristian á 68. mínútu [6] Fín innkoma og gerði sitt ágætlega. Stefán Teitur Þórðarson - kom inná fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson á 90. mínútu. Spilaði ekki nóg til þess að fá einkunn. Gísli Gottskálk Þórðarson - kom inná fyrir Albert Guðmundsson 90+1 Spilaði ekki nóg til þess að fá einkunn. HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Sjá meira
Íslenska liðið spilaði afskaplega vel í leiknum og náðu forystunni eftir tuttugu mínútna leik þegar Albert Guðmundsson skoraði eftir frábæran undirbúning Ísak Bergmanns Jóhannessonar. Sverrir Ingi Ingason bætti við öðru marki Íslands á 39. mínútu, eftir frábæra fyrirgjöf frá Jóhanni Berg Guðmundssyni, sem spilaði sinn hundraðasta leik í kvöld. Aserar komu aðeins kröftugri út í síðari hálfleik en vörn Íslands stóð sig vel. Fleiri urðu mörkin ekki og öruggur sigur Íslands niðurstaðan. Einkunnir Íslands í leiknum: Elías Rafn Ólafsson, markvörður - [6] Hafði lítið að gera nema að grípa nokkrar fyrirgjafir og verja eitt langskot í seinni hálfleik. Átti slakt útspark undir lok leiksins sem hefði getað skapað hættu. Annars náðugur dagur hjá stóra manninum í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður - [7] Örugg frammistaða hjá Guðlaugi Victori sem stendur alltaf fyrir sínu varnarlega hjá landsliðinu. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - [8] Skallaði yfir úr dauðafæri um miðjan fyrri hálfleik. Gerði engin mistök á 39. mínútu, þegar hann skallaði fyrirgjöf Jóhanns Berg fallegum boga í fjærhornið. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður - [7] Leysti vel úr sínu. Þeir Sverrir ná alltaf betur og betur saman í miðri vörn Íslands. Bjargaði vel um miðbik seinni hálfleiks. Mikael Egill Ellertsson, vinstri bakvörður - [7] Öruggur í sínum aðgerðum og bætir sig með hverjum leik í vinstri bakvarðar stöðunni. Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður - [7] Spilaði vel í sínum hundraðasta landsleik. Lagði upp annað mark Íslands í leiknum með nákvæmri fyrirgjöf. Hákon Arnar Haraldsson, (fyrirliði), miðjumaður - [8] Frábær á miðjunni í kvöld, átti þátt í því að stýra spilinu í leiknum. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður - [8] Lagði upp mark Alberts með frábærri sendingu. Hélt góðum takti í spilinu og boltinn gekk vel í gegnum Skagamanninn. Kristian Nökkvi Hlynsson, vinstri kantmaður - [7] Fékk tækifæri í byrjunarliðinu eftir jöfnunarmarkið gegn Frakklandi. Stóð fyrir sínu. Albert Guðmundsson, framherji - [7] Skoraði markið, hans fjórða í síðustu fjórum leikjum hans fyrir landsliðið. Fór reyndar illa með 4 á 2 stöðu í seinni hálfleiknum. Flott frammistaða og sýndi hversu mikilvægur hann er fyrir þetta landslið. Andri Lucas Guðjohnsen, framherji - [6] Sást lítið en alltaf mikilvægur fyrir liðið bæði varnarlega og sóknarlega þó svo að það komi ekki alltaf mörk frá honum. Varamenn Brynjólfur Andersen Willumsson - kom inn á fyrir Andra Lucas á 68. mínútu [6] Fékk gult spjald á mettíma en lét lítið finna fyrir sér. Jón Dagur Þorsteinsson - kom inn á fyrir Jóhann Berg á 68. mínútu [7] Fín frammistaða hjá Jón Degi og var nálægt því að bæta við þriðja marki Íslands. Daníel Tristan Guðjohnsen - kom inn á fyrir Kristian á 68. mínútu [6] Fín innkoma og gerði sitt ágætlega. Stefán Teitur Þórðarson - kom inná fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson á 90. mínútu. Spilaði ekki nóg til þess að fá einkunn. Gísli Gottskálk Þórðarson - kom inná fyrir Albert Guðmundsson 90+1 Spilaði ekki nóg til þess að fá einkunn.
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Sjá meira