Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 13. nóvember 2025 19:23 Albert Guðmundsson skoraði fyrsta mark Íslands í kvöld. Aziz Karimov Íslenska landsliðið vann öruggan 0-2 sigur á Aserbaísjan í Bakú í kvöld. Albert Guðmundsson og Sverrir Ingi Ingason skoruðu mörk Íslands í leiknum. Íslenska liðið spilaði afskaplega vel í leiknum og náðu forystunni eftir tuttugu mínútna leik þegar Albert Guðmundsson skoraði eftir frábæran undirbúning Ísak Bergmanns Jóhannessonar. Sverrir Ingi Ingason bætti við öðru marki Íslands á 39. mínútu, eftir frábæra fyrirgjöf frá Jóhanni Berg Guðmundssyni, sem spilaði sinn hundraðasta leik í kvöld. Aserar komu aðeins kröftugri út í síðari hálfleik en vörn Íslands stóð sig vel. Fleiri urðu mörkin ekki og öruggur sigur Íslands niðurstaðan. Einkunnir Íslands í leiknum: Elías Rafn Ólafsson, markvörður - [6] Hafði lítið að gera nema að grípa nokkrar fyrirgjafir og verja eitt langskot í seinni hálfleik. Átti slakt útspark undir lok leiksins sem hefði getað skapað hættu. Annars náðugur dagur hjá stóra manninum í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður - [7] Örugg frammistaða hjá Guðlaugi Victori sem stendur alltaf fyrir sínu varnarlega hjá landsliðinu. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - [8] Skallaði yfir úr dauðafæri um miðjan fyrri hálfleik. Gerði engin mistök á 39. mínútu, þegar hann skallaði fyrirgjöf Jóhanns Berg fallegum boga í fjærhornið. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður - [7] Leysti vel úr sínu. Þeir Sverrir ná alltaf betur og betur saman í miðri vörn Íslands. Bjargaði vel um miðbik seinni hálfleiks. Mikael Egill Ellertsson, vinstri bakvörður - [7] Öruggur í sínum aðgerðum og bætir sig með hverjum leik í vinstri bakvarðar stöðunni. Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður - [7] Spilaði vel í sínum hundraðasta landsleik. Lagði upp annað mark Íslands í leiknum með nákvæmri fyrirgjöf. Hákon Arnar Haraldsson, (fyrirliði), miðjumaður - [8] Frábær á miðjunni í kvöld, átti þátt í því að stýra spilinu í leiknum. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður - [8] Lagði upp mark Alberts með frábærri sendingu. Hélt góðum takti í spilinu og boltinn gekk vel í gegnum Skagamanninn. Kristian Nökkvi Hlynsson, vinstri kantmaður - [7] Fékk tækifæri í byrjunarliðinu eftir jöfnunarmarkið gegn Frakklandi. Stóð fyrir sínu. Albert Guðmundsson, framherji - [7] Skoraði markið, hans fjórða í síðustu fjórum leikjum hans fyrir landsliðið. Fór reyndar illa með 4 á 2 stöðu í seinni hálfleiknum. Flott frammistaða og sýndi hversu mikilvægur hann er fyrir þetta landslið. Andri Lucas Guðjohnsen, framherji - [6] Sást lítið en alltaf mikilvægur fyrir liðið bæði varnarlega og sóknarlega þó svo að það komi ekki alltaf mörk frá honum. Varamenn Brynjólfur Andersen Willumsson - kom inn á fyrir Andra Lucas á 68. mínútu [6] Fékk gult spjald á mettíma en lét lítið finna fyrir sér. Jón Dagur Þorsteinsson - kom inn á fyrir Jóhann Berg á 68. mínútu [7] Fín frammistaða hjá Jón Degi og var nálægt því að bæta við þriðja marki Íslands. Daníel Tristan Guðjohnsen - kom inn á fyrir Kristian á 68. mínútu [6] Fín innkoma og gerði sitt ágætlega. Stefán Teitur Þórðarson - kom inná fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson á 90. mínútu. Spilaði ekki nóg til þess að fá einkunn. Gísli Gottskálk Þórðarson - kom inná fyrir Albert Guðmundsson 90+1 Spilaði ekki nóg til þess að fá einkunn. HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsvinurinn rekinn Ljónin átu Kúrekana „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íhugar ekki að sniðganga ÓL þótt að Rússum hafi verið hleypt inn Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Dagskráin: Skiptiborðið á föstudegi og formúluhelgi af stað Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri Sjá meira
Íslenska liðið spilaði afskaplega vel í leiknum og náðu forystunni eftir tuttugu mínútna leik þegar Albert Guðmundsson skoraði eftir frábæran undirbúning Ísak Bergmanns Jóhannessonar. Sverrir Ingi Ingason bætti við öðru marki Íslands á 39. mínútu, eftir frábæra fyrirgjöf frá Jóhanni Berg Guðmundssyni, sem spilaði sinn hundraðasta leik í kvöld. Aserar komu aðeins kröftugri út í síðari hálfleik en vörn Íslands stóð sig vel. Fleiri urðu mörkin ekki og öruggur sigur Íslands niðurstaðan. Einkunnir Íslands í leiknum: Elías Rafn Ólafsson, markvörður - [6] Hafði lítið að gera nema að grípa nokkrar fyrirgjafir og verja eitt langskot í seinni hálfleik. Átti slakt útspark undir lok leiksins sem hefði getað skapað hættu. Annars náðugur dagur hjá stóra manninum í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður - [7] Örugg frammistaða hjá Guðlaugi Victori sem stendur alltaf fyrir sínu varnarlega hjá landsliðinu. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - [8] Skallaði yfir úr dauðafæri um miðjan fyrri hálfleik. Gerði engin mistök á 39. mínútu, þegar hann skallaði fyrirgjöf Jóhanns Berg fallegum boga í fjærhornið. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður - [7] Leysti vel úr sínu. Þeir Sverrir ná alltaf betur og betur saman í miðri vörn Íslands. Bjargaði vel um miðbik seinni hálfleiks. Mikael Egill Ellertsson, vinstri bakvörður - [7] Öruggur í sínum aðgerðum og bætir sig með hverjum leik í vinstri bakvarðar stöðunni. Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður - [7] Spilaði vel í sínum hundraðasta landsleik. Lagði upp annað mark Íslands í leiknum með nákvæmri fyrirgjöf. Hákon Arnar Haraldsson, (fyrirliði), miðjumaður - [8] Frábær á miðjunni í kvöld, átti þátt í því að stýra spilinu í leiknum. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður - [8] Lagði upp mark Alberts með frábærri sendingu. Hélt góðum takti í spilinu og boltinn gekk vel í gegnum Skagamanninn. Kristian Nökkvi Hlynsson, vinstri kantmaður - [7] Fékk tækifæri í byrjunarliðinu eftir jöfnunarmarkið gegn Frakklandi. Stóð fyrir sínu. Albert Guðmundsson, framherji - [7] Skoraði markið, hans fjórða í síðustu fjórum leikjum hans fyrir landsliðið. Fór reyndar illa með 4 á 2 stöðu í seinni hálfleiknum. Flott frammistaða og sýndi hversu mikilvægur hann er fyrir þetta landslið. Andri Lucas Guðjohnsen, framherji - [6] Sást lítið en alltaf mikilvægur fyrir liðið bæði varnarlega og sóknarlega þó svo að það komi ekki alltaf mörk frá honum. Varamenn Brynjólfur Andersen Willumsson - kom inn á fyrir Andra Lucas á 68. mínútu [6] Fékk gult spjald á mettíma en lét lítið finna fyrir sér. Jón Dagur Þorsteinsson - kom inn á fyrir Jóhann Berg á 68. mínútu [7] Fín frammistaða hjá Jón Degi og var nálægt því að bæta við þriðja marki Íslands. Daníel Tristan Guðjohnsen - kom inn á fyrir Kristian á 68. mínútu [6] Fín innkoma og gerði sitt ágætlega. Stefán Teitur Þórðarson - kom inná fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson á 90. mínútu. Spilaði ekki nóg til þess að fá einkunn. Gísli Gottskálk Þórðarson - kom inná fyrir Albert Guðmundsson 90+1 Spilaði ekki nóg til þess að fá einkunn.
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsvinurinn rekinn Ljónin átu Kúrekana „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íhugar ekki að sniðganga ÓL þótt að Rússum hafi verið hleypt inn Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Dagskráin: Skiptiborðið á föstudegi og formúluhelgi af stað Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri Sjá meira