Lífið

Leik­konan Sally Kirkland er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Sally Kirkland á viðburði árið 2017.
Sally Kirkland á viðburði árið 2017. Getty

Bandaríska leikkonan Sally Kirkland, sem vann til Golden Globe-verðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni Anna frá árinu 1987, er látin. Hún varð 84 ára gömul.

Talsmaður Kirkland staðfestir að hún hafi andast í nótt, en hún lést á líknardeild sjúkrahúss í Palm Springs í Kaliforníu. Hún hafði glímt við heilabilun, að því er segir í frétt TMZ

Kirkland vakti fyrst athygli fyrir hlutverk sitt í mynd Andy Warhol, 13 Most Beautiful Women, frá árinu 1964. Tuttugu árum síðar fór hún svo með titilhlutverkið í mynd Yurek Bogayevicz, Anna. Fjallaði myndin um ferðalag leikkonunnar Krystynu frá Tékkóslóvakíu til New York þar sem hún leitar að fyrirmynd sinni í lífinu, leikkonunni Önnu.

Kirkland hlaut Golden Globe verðlaun fyrir hlutverkið og var hún sömuleiðis tilnefnd til Óskarsverðlauna.

Hún kom fram í á þriðja hundrað kvikmynda, leikrita og sjónvarpsþátta, meðal annars kvikmyndunum Charlie‘s Angels, JFK og Bruce Almighty.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.