Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar 11. nóvember 2025 07:32 Við leggjum mikla áherslu á að skapa öruggt og gott umhverfi fyrir alla vegfarendur í Hafnarfirði. Góð umferðamenning skiptir þar höfuðmáli. Hún byrjar hjá okkur sjálfum. Hún snýst um virðingu, tillitssemi og það að við tökum ábyrgð hvert á öðru í umferðinni. Þannig byggjum við upp bæ þar sem öryggi, þægindi og umhverfisvitund haldast í hendur. Reykjanesbrautin frá Kaplakrika að N1 Tvöföldun Reykjanesbrautar hefur skilað auknu og betra flæði umferðar og aukið öryggi til muna. Reykjanesbrautin er ein mikilvægasta samgönguæð landsins og hefur mikil áhrif á daglegt líf íbúa Hafnarfjarðar. Kaflinn frá Kaplakrika að N1 við Lækjargötu er sérstaklega mikilvægur, þar sem umferðaþungi hefur aukist jafnt og þétt. Ég hef átt í góðu samtali við Vegagerðina um þennan vegkafla sem er á samgönguáætlun. Í lok þessa árs verður kynnt valkostagreining um væntanlegar framkvæmdir. Ég hef komið því skýrt á framfæri við Vegagerðina að þessi framkvæmd þurfi að vera í algjörum forgangi, ásamt þeim sjónarmiðum að umferðaflæði og öryggi verði tryggt á framkvæmdartíma. Ég mun sjá til þess að íbúar fái góða kynningu á þessari framkvæmd, sem er forgangsmál fyrir okkur Hafnfirðinga og samfélagið allt vegna tengingar við alþjóðaflugvöllinn. Stefnt er að verklokum þessara framkvæmda árið 2032. Almenningssamgöngur niður Reykjavíkurveg Verið er að vinna frumdrög Borgarlínu frá Fjarðarkaupum, niður Reykjavíkurveg að Firði. Þessi leið er lykiltenging í samgöngum bæjarins og hluti af ásýnd og sjarma Hafnarfjarðar. Við höfum átt uppbyggilegt og gagnlegt samstarf við Betri samgöngur um áformin þar sem áherslan er á lausnir sem bæta samgöngur án þess að skerða aðgengi eða gæði umhverfisins. Einnig er mikilvægt að góðar almenningssamgöngur nái alveg að Tækniskólanum. Fjölmargir nemendur Tækniskólans koma til með að nýta sér bættar almenningssamgöngur og því þarf að vera öflug stoppistöð við skólann. Ég legg á það áherslu að ég mun ekki styðja það ef lagt verður til að rífa íbúðarhús til að koma fyrir Borgarlínu. Slíkt verður ekki gert á minni vakt. Umferð eykst með komu Tækniskólans Koma Tækniskólans á Suðurhöfnina í Hafnarfirði er mikið fagnaðarefni. Þar er einnig að fara af stað mikil uppbygging íbúða og þjónustu við Hvaleyrarbraut, Óseyrarbraut og Flensborgarhöfn. Með nýjum nemendum og starfsfólki í Tækniskólanum ásamt nýjum íbúum á svæðinu mun umferð aukast. Það kallar á gott skipulag og ný umferðarmannvirki við Flensborgartorg, Strandgötuna og við gatnamótin við Strandgötu og Reykjanesbraut. Unnið er að því að greina umferðina og koma með lausnir. Hér er um að ræða jákvæða þróun á þessu svæði sem eðli máls kallar á raunhæfar lausnir. Ég mun leggja á það áherslu að hægt verði að kynna slíkt fyrir íbúum ekki síðar en snemma á næsta ári. Samvinna skilar árangri Í Hafnarfirði leggjum við áherslu á samvinnu. Samvinnu við íbúa, fyrirtæki og opinbera aðila. Samstarfið við Vegagerðina og Betri samgöngur hefur verið traust og uppbyggilegt og saman erum við að móta framtíðarsýn sem gerir Hafnarfjörð að enn betri bæ til að ferðast um, búa í og starfa. Höfundur er bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valdimar Víðisson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Hafnarfjörður Mest lesið Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við leggjum mikla áherslu á að skapa öruggt og gott umhverfi fyrir alla vegfarendur í Hafnarfirði. Góð umferðamenning skiptir þar höfuðmáli. Hún byrjar hjá okkur sjálfum. Hún snýst um virðingu, tillitssemi og það að við tökum ábyrgð hvert á öðru í umferðinni. Þannig byggjum við upp bæ þar sem öryggi, þægindi og umhverfisvitund haldast í hendur. Reykjanesbrautin frá Kaplakrika að N1 Tvöföldun Reykjanesbrautar hefur skilað auknu og betra flæði umferðar og aukið öryggi til muna. Reykjanesbrautin er ein mikilvægasta samgönguæð landsins og hefur mikil áhrif á daglegt líf íbúa Hafnarfjarðar. Kaflinn frá Kaplakrika að N1 við Lækjargötu er sérstaklega mikilvægur, þar sem umferðaþungi hefur aukist jafnt og þétt. Ég hef átt í góðu samtali við Vegagerðina um þennan vegkafla sem er á samgönguáætlun. Í lok þessa árs verður kynnt valkostagreining um væntanlegar framkvæmdir. Ég hef komið því skýrt á framfæri við Vegagerðina að þessi framkvæmd þurfi að vera í algjörum forgangi, ásamt þeim sjónarmiðum að umferðaflæði og öryggi verði tryggt á framkvæmdartíma. Ég mun sjá til þess að íbúar fái góða kynningu á þessari framkvæmd, sem er forgangsmál fyrir okkur Hafnfirðinga og samfélagið allt vegna tengingar við alþjóðaflugvöllinn. Stefnt er að verklokum þessara framkvæmda árið 2032. Almenningssamgöngur niður Reykjavíkurveg Verið er að vinna frumdrög Borgarlínu frá Fjarðarkaupum, niður Reykjavíkurveg að Firði. Þessi leið er lykiltenging í samgöngum bæjarins og hluti af ásýnd og sjarma Hafnarfjarðar. Við höfum átt uppbyggilegt og gagnlegt samstarf við Betri samgöngur um áformin þar sem áherslan er á lausnir sem bæta samgöngur án þess að skerða aðgengi eða gæði umhverfisins. Einnig er mikilvægt að góðar almenningssamgöngur nái alveg að Tækniskólanum. Fjölmargir nemendur Tækniskólans koma til með að nýta sér bættar almenningssamgöngur og því þarf að vera öflug stoppistöð við skólann. Ég legg á það áherslu að ég mun ekki styðja það ef lagt verður til að rífa íbúðarhús til að koma fyrir Borgarlínu. Slíkt verður ekki gert á minni vakt. Umferð eykst með komu Tækniskólans Koma Tækniskólans á Suðurhöfnina í Hafnarfirði er mikið fagnaðarefni. Þar er einnig að fara af stað mikil uppbygging íbúða og þjónustu við Hvaleyrarbraut, Óseyrarbraut og Flensborgarhöfn. Með nýjum nemendum og starfsfólki í Tækniskólanum ásamt nýjum íbúum á svæðinu mun umferð aukast. Það kallar á gott skipulag og ný umferðarmannvirki við Flensborgartorg, Strandgötuna og við gatnamótin við Strandgötu og Reykjanesbraut. Unnið er að því að greina umferðina og koma með lausnir. Hér er um að ræða jákvæða þróun á þessu svæði sem eðli máls kallar á raunhæfar lausnir. Ég mun leggja á það áherslu að hægt verði að kynna slíkt fyrir íbúum ekki síðar en snemma á næsta ári. Samvinna skilar árangri Í Hafnarfirði leggjum við áherslu á samvinnu. Samvinnu við íbúa, fyrirtæki og opinbera aðila. Samstarfið við Vegagerðina og Betri samgöngur hefur verið traust og uppbyggilegt og saman erum við að móta framtíðarsýn sem gerir Hafnarfjörð að enn betri bæ til að ferðast um, búa í og starfa. Höfundur er bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar