Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 10. nóvember 2025 07:30 Stærð leigumarkaðar á Íslandi hefur lengi verið vanmetin. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur verið að vinna bragabót á þessu og niðurstaða síðustu mælinga hennar meta að um 50 þúsund heimili séu á leigumarkaði á Íslandi. Stærsta samfélagsbreyting síðustu ára hefur verið sú að hingað til lands hafa flutt fleiri en hlutfallslega í nokkru öðru landi innan OECD. Á rúmlega áratug hefur íbúum landsins með erlent ríkisfang fjölgað úr 20 í 70 þúsund. Fólk sem samfélagið hefur þurft á að halda, hefur tekið þátt í að skapa verðmæti. Aðfluttir eru mun líklegri en innfæddir til að leigja húsnæði. Samkvæmt HMS eru 74 prósent þeirra á leigumarkaði á meðan hlutfallið er 15 prósent á meðal innfæddra. Leigumarkaðskönnun stofnunarinnar sýnir að þeir sem leigja sér þak yfir höfuðið gera það langflestir af nauðsyn, ekki áhuga. Í þeirri nýjustu, sem var birt í september, kom fram að einn af hverjum átta leigjendum vilji vera á leigumarkaði. Þeim hefur fækkað umtalsvert síðasta tæpa áratug en árið 2017 sagðist næstum einn af hverjum þremur vilja leigja frekar en eiga. Raunveruleiki umfram kreddur Við svona aðstæður skiptir miklu máli að þeir möguleikar sem standa þessum 50 þúsund heimilum til boða séu á viðráðanlegu verði, sé vel við haldið og mæti þörfum fólks um stærð á húsnæði. Eitt það mikilvægasta í lífi fólks er enda húsnæðisöryggi. Til að mæta þessari þörf hefur átt sér stað umfangsmikil uppbygging á því sem kallast almenna íbúðakerfið á síðastliðnum árum. Það kerfi var sett á laggirnar til að mæta mikilli eftirspurn eftir félagslegu leiguhúsnæði eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lagði niður almenna félagslega íbúðakerfið um síðustu aldarmót, með skelfilegum afleiðingum. Þetta gerði sú ríkisstjórn með því að leggja niður Húsnæðisstofnun ríkisins, hætta félagslegum lánveitingum og afleggja alla lánastarfsemi Byggingasjóðs verkamanna. Réttur viðkvæmra hópa til að koma þaki yfir höfuðið var þar með skertur og þeim hópum gert að upplifa mun víðfeðmara húsnæðisóöryggi. Þetta leiddi til þess að félagslegum íbúðum fækkaði um helming milli áranna 1998 og 2017. Allt var þetta í anda hugmyndafræðilegrar kreddu um að allir ættu að eiga húsnæði. Í raunveruleikanum gengur það auðvitað ekki upp og því sátu risastórir hópar uppi með húsnæðisóöryggi og oft á hrakhólum fyrir vikið. Meira húsnæðisöryggi Almennu íbúðirnar eru byggðar fyrir stofnframlög og hagstæð lán frá hinu opinbera af óhagnaðardrifnum leigufélögum. Þær íbúðir sem hafa fengið slík stofnframlög eru ætlaðar fyrir alls kyns hópa sem eru í lægri tekjuhópum samfélagsins og eiga litlar eða engar eignir. Leigan hjá þeim er allt að þriðjungi lægri en á almennum leigumarkaði. Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum telja sig búa við meira húsnæðisöryggi en þeir sem leigja af einkareknum félögum og hlutfall þeirra sem telja sig búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað er líka mun lægra þar en þeirra sem reka sig til að greiða arð. Í nýlegu svari við fyrirspurn á Alþingi kom fram að stofnframlögum hafi verið úthlutað til byggingar eða kaupa á 2.575 almennri íbúð frá því að lögin tóku gildi fyrir um níu árum síðan og fram á mitt þetta ár. Yfir sex þúsund manns komin í skjól Í þessum almennu íbúðum búa 6.152 manns. Biðlistar eftir því að komast að í kerfinu eru langir og ljóst að eftirspurnin eftir svona úrræði, sem tryggir gæðamikið og öruggt húsnæði fyrir viðkvæma hópa, er gríðarleg. Þessari eftirspurn ætlar ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur að mæta. Í nýjum húsnæðispakka hennar kemur fram að stofnframlög til óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga verði aukin verulega. Almennu íbúðunum verður fjölgað og fleiri munu komast í skjól þeirra. Það að vera með þak yfir höfuðið á nefnilega ekki að vera forréttindi heldur mannréttindi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Sjá meira
Stærð leigumarkaðar á Íslandi hefur lengi verið vanmetin. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur verið að vinna bragabót á þessu og niðurstaða síðustu mælinga hennar meta að um 50 þúsund heimili séu á leigumarkaði á Íslandi. Stærsta samfélagsbreyting síðustu ára hefur verið sú að hingað til lands hafa flutt fleiri en hlutfallslega í nokkru öðru landi innan OECD. Á rúmlega áratug hefur íbúum landsins með erlent ríkisfang fjölgað úr 20 í 70 þúsund. Fólk sem samfélagið hefur þurft á að halda, hefur tekið þátt í að skapa verðmæti. Aðfluttir eru mun líklegri en innfæddir til að leigja húsnæði. Samkvæmt HMS eru 74 prósent þeirra á leigumarkaði á meðan hlutfallið er 15 prósent á meðal innfæddra. Leigumarkaðskönnun stofnunarinnar sýnir að þeir sem leigja sér þak yfir höfuðið gera það langflestir af nauðsyn, ekki áhuga. Í þeirri nýjustu, sem var birt í september, kom fram að einn af hverjum átta leigjendum vilji vera á leigumarkaði. Þeim hefur fækkað umtalsvert síðasta tæpa áratug en árið 2017 sagðist næstum einn af hverjum þremur vilja leigja frekar en eiga. Raunveruleiki umfram kreddur Við svona aðstæður skiptir miklu máli að þeir möguleikar sem standa þessum 50 þúsund heimilum til boða séu á viðráðanlegu verði, sé vel við haldið og mæti þörfum fólks um stærð á húsnæði. Eitt það mikilvægasta í lífi fólks er enda húsnæðisöryggi. Til að mæta þessari þörf hefur átt sér stað umfangsmikil uppbygging á því sem kallast almenna íbúðakerfið á síðastliðnum árum. Það kerfi var sett á laggirnar til að mæta mikilli eftirspurn eftir félagslegu leiguhúsnæði eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lagði niður almenna félagslega íbúðakerfið um síðustu aldarmót, með skelfilegum afleiðingum. Þetta gerði sú ríkisstjórn með því að leggja niður Húsnæðisstofnun ríkisins, hætta félagslegum lánveitingum og afleggja alla lánastarfsemi Byggingasjóðs verkamanna. Réttur viðkvæmra hópa til að koma þaki yfir höfuðið var þar með skertur og þeim hópum gert að upplifa mun víðfeðmara húsnæðisóöryggi. Þetta leiddi til þess að félagslegum íbúðum fækkaði um helming milli áranna 1998 og 2017. Allt var þetta í anda hugmyndafræðilegrar kreddu um að allir ættu að eiga húsnæði. Í raunveruleikanum gengur það auðvitað ekki upp og því sátu risastórir hópar uppi með húsnæðisóöryggi og oft á hrakhólum fyrir vikið. Meira húsnæðisöryggi Almennu íbúðirnar eru byggðar fyrir stofnframlög og hagstæð lán frá hinu opinbera af óhagnaðardrifnum leigufélögum. Þær íbúðir sem hafa fengið slík stofnframlög eru ætlaðar fyrir alls kyns hópa sem eru í lægri tekjuhópum samfélagsins og eiga litlar eða engar eignir. Leigan hjá þeim er allt að þriðjungi lægri en á almennum leigumarkaði. Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum telja sig búa við meira húsnæðisöryggi en þeir sem leigja af einkareknum félögum og hlutfall þeirra sem telja sig búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað er líka mun lægra þar en þeirra sem reka sig til að greiða arð. Í nýlegu svari við fyrirspurn á Alþingi kom fram að stofnframlögum hafi verið úthlutað til byggingar eða kaupa á 2.575 almennri íbúð frá því að lögin tóku gildi fyrir um níu árum síðan og fram á mitt þetta ár. Yfir sex þúsund manns komin í skjól Í þessum almennu íbúðum búa 6.152 manns. Biðlistar eftir því að komast að í kerfinu eru langir og ljóst að eftirspurnin eftir svona úrræði, sem tryggir gæðamikið og öruggt húsnæði fyrir viðkvæma hópa, er gríðarleg. Þessari eftirspurn ætlar ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur að mæta. Í nýjum húsnæðispakka hennar kemur fram að stofnframlög til óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga verði aukin verulega. Almennu íbúðunum verður fjölgað og fleiri munu komast í skjól þeirra. Það að vera með þak yfir höfuðið á nefnilega ekki að vera forréttindi heldur mannréttindi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun