Handbolti

Valur stein­lá gegn Blom­berg-Lippe

Siggeir Ævarsson skrifar
Lovísa Thompson var markahæst Valskvenna í kvöld
Lovísa Thompson var markahæst Valskvenna í kvöld Vísir/Hulda Margrét

Valskonur eru í þröngri stöðu í forkeppni Evrópudeildarinnar í handbolta eftir þrettán marka tap í Þýskalandi í dag gegn Blomberg-Lippe.

Leikurinn byrjaði ágætlega fyrir Valskonur og staðan 6-6 eftir fyrstu tíu mínúturnar en breyttist fljótt eftir það og staðan 21-12 í hálfleik. Það tók Val síðan tíu mínútur að skora sitt fyrsta mark í seinni hálfleik og holan orðin djúp.

Lokatölur leiksins urðu 37-24 Blomberg-Lippe í vil en liðið er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Elín Rósa Magnúsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Blomberg-Lippe gegn sínu gamla liði og Díana Dögg Magnúsdóttir tvö.

Markahæst í liði Vals var Lovísa Thompson með sex mörk og Teha Imani Sturludóttir skoraði fjögur.

Seinni leikur liðanna fer fram sunnudaginn 16. nóvember á Hlíðarenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×