Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Smári Jökull Jónsson skrifar 5. nóvember 2025 18:38 Í heildina höfðu hinir grunuðu svikið um 400 milljónir frá íslenskum bönkum og langstærstum hluta þess frá Landsbankanum. Vísir Fleiri eru grunaðir í fjársvikamáli gagnvart íslenskum bönkum en þeir fimm sem handteknir voru um helgina og málið teygir anga sína út fyrir landsteinana. Meðal þess sem fjármunabrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar er hvort svikin hafi verið skipulögð og hvort þau hafi staðið yfir í lengri tíma en fyrst var talið. Landsbankinn tilkynnti um fjársvikin til lögreglu á laugardag og voru fimm aðilar handteknir í kjölfarið. Um er að ræða íslenska og erlenda ríkisborgara sem allir eru búsettir hér á landi. Stefán Örn Arnarson, fulltrúi hjá fjármunabrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að fleiri en þeir fimm sem voru handteknir séu grunaðir í málinu og að til rannsóknar sé hvort háttsemin hafi verið skipulögð. Unnið sé að því að hafa uppi á fólki sem grunað er um að eiga þátt í svikunum og sé staðsett erlendis. Óljóst hve lengi hægt var að nýta veikleikann Í heildina höfðu hinir grunuðu svikið út 400 milljónir frá íslenskum bönkum með því að margfalda upphæðir við millifærslur á eigin reikningum. Búið er að frysta og leggja hald á muni og fjárhæðir sem nema um 250 milljónum, þar af fimm bifreiðar. Fulltrúi fjármunabrotadeildar segir að unnið sé að frekari kyrrsetningu og endurheimt fjármuna. Mörgum spurningum í málinu er þó ósvarað. Meðal annars hversu lengi hægt var að nýta sér gallann hjá Reiknistofu bankanna en í samtali við fulltrúa fjármunabrotadeildar lögreglu kom fram að þar væru einhverjar vikur undir. Þá sagði hann að eitt af því sem lögreglan þyrfti að skoða væri hvort bifreiðar hafi verið seldar í góðri trú og með eðlilegum hætti en lagt var hald á fimm bifreiðar við rannsókn málsins. Ekki orðið við beiðni um viðtal Fréttastofa ræddi í dag við karlmann sem seldi einum hinna grunuðu bifreið. Á föstudag var öllum bankareikningum hans lokað vegna viðskiptanna og það var ekki fyrr en seinni partinn í dag sem hann fékk aðgang að sparnaðarreikningi sínum. Hann gagnrýnir skort á svörum bæði frá lögreglunni og bankanum. „Ég er fastur í þessari stöðu og enginn getur svarað mér. Það lítur út eins og þeir séu að greina mig vegna þess að ég er frá sama landi og sumir hinna grunuðu,“ sagði Lukas Pauzuolis í samtali við fréttastofu í dag. Reiknistofa bankanna hefur ekki orðið við beiðni fréttastofu um viðtal og þá vildi Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans ekki tjá sig og vísaði á lögregluna þegar fréttastofa hafði samband. Sviku milljónir af Landsbankanum Lögreglumál Efnahagsbrot Arion banki Fjármálafyrirtæki Landsbankinn Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira
Landsbankinn tilkynnti um fjársvikin til lögreglu á laugardag og voru fimm aðilar handteknir í kjölfarið. Um er að ræða íslenska og erlenda ríkisborgara sem allir eru búsettir hér á landi. Stefán Örn Arnarson, fulltrúi hjá fjármunabrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að fleiri en þeir fimm sem voru handteknir séu grunaðir í málinu og að til rannsóknar sé hvort háttsemin hafi verið skipulögð. Unnið sé að því að hafa uppi á fólki sem grunað er um að eiga þátt í svikunum og sé staðsett erlendis. Óljóst hve lengi hægt var að nýta veikleikann Í heildina höfðu hinir grunuðu svikið út 400 milljónir frá íslenskum bönkum með því að margfalda upphæðir við millifærslur á eigin reikningum. Búið er að frysta og leggja hald á muni og fjárhæðir sem nema um 250 milljónum, þar af fimm bifreiðar. Fulltrúi fjármunabrotadeildar segir að unnið sé að frekari kyrrsetningu og endurheimt fjármuna. Mörgum spurningum í málinu er þó ósvarað. Meðal annars hversu lengi hægt var að nýta sér gallann hjá Reiknistofu bankanna en í samtali við fulltrúa fjármunabrotadeildar lögreglu kom fram að þar væru einhverjar vikur undir. Þá sagði hann að eitt af því sem lögreglan þyrfti að skoða væri hvort bifreiðar hafi verið seldar í góðri trú og með eðlilegum hætti en lagt var hald á fimm bifreiðar við rannsókn málsins. Ekki orðið við beiðni um viðtal Fréttastofa ræddi í dag við karlmann sem seldi einum hinna grunuðu bifreið. Á föstudag var öllum bankareikningum hans lokað vegna viðskiptanna og það var ekki fyrr en seinni partinn í dag sem hann fékk aðgang að sparnaðarreikningi sínum. Hann gagnrýnir skort á svörum bæði frá lögreglunni og bankanum. „Ég er fastur í þessari stöðu og enginn getur svarað mér. Það lítur út eins og þeir séu að greina mig vegna þess að ég er frá sama landi og sumir hinna grunuðu,“ sagði Lukas Pauzuolis í samtali við fréttastofu í dag. Reiknistofa bankanna hefur ekki orðið við beiðni fréttastofu um viðtal og þá vildi Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans ekki tjá sig og vísaði á lögregluna þegar fréttastofa hafði samband.
Sviku milljónir af Landsbankanum Lögreglumál Efnahagsbrot Arion banki Fjármálafyrirtæki Landsbankinn Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira