„Hann plataði mig algerlega“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2025 12:00 Daniel Jarvis spurði Cameron Munster hvort hann mætti standa við hlið hans í þjóðsöngnum og ástralski landsliðsmaðurinn sagði bara já. x Leikmenn standa hlið við hlið og hlusta á þjóðsöngva keppnisþjóðanna tveggja í byrjun landsleikja í flestum íþróttagreinum. Í leik um síðustu helgi bættist „nýr“ leikmaður óvænt í hópinn hjá öðru liðinu. Atvikið varð á meðan þjóðsöngurinn var spilaður í Ashes-leiknum í Liverpool um helgina þar sem ástralska ruðningslandsliðið var að spila við heimamenn í enska landsliðinu. Daniel Jarvis er þekktur hrekkjalómur. Hann laumaði sér óséður inn á völlinn og krækti handlegg í Cameron Munster, sem er leikmaður Ástralíu. WATCH: The vision of Daniel Jarvis sneaking onto the field at the Ashes Game 2. He runs on last and speaks to Cam Munster 😂 (9news) pic.twitter.com/PpwAxHu76a— NRLCentral (@centralNRL) November 2, 2025 Má ég standa við hliðina á þér „Einhver gaur spurði mig: „Má ég standa við hliðina á þér og halda í þig?“ Ég sagði: „Já, félagi. Gerðu bara það sem þú þarft að gera“,“ sagði Munster eftir leikinn. „Ég gerði bara ráð fyrir að hann væri með einhvern fyrirtækjapakka eða samning við Kangaroos um að hann mætti vera með í þjóðsöngnum. Svo áttaði ég mig á því hver þetta var. Þetta var gaurinn sem gerir svona reglulega. Það tók mig smá tíma að fatta en þetta var frekar fyndið. Hann náði mér. Þetta var svolítið skrítið en ég lét það bara yfir mig ganga. Hann plataði mig algerlega,“ sagði Munster. Voru frekar harðhentir við hann „Öryggisverðir eða einhverjir starfsmenn vallarins fóru og náðu í hann og voru frekar harðhentir við hann. Ég vissi strax að ég hafði verið tekinn í nefið,“ sagði Munster. Daniel Jarvis hefur nú verið handtekinn. Jarvis, sem hefur gert svipaða hluti áður – meðal annars á Ólympíuleikunum í fyrra, í krikketleik á The Oval og á fótboltaleik með enska landsliðinu en þetta kostaði það að hann var tekinn í gæsluvarðhald. Hann var í kjölfarið ákærður. Hrekkurinn virtist þó ekki trufla Munster, sem skoraði snertimark í 14-4 sigri Ástralíu á Englandi. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Rugby Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira
Atvikið varð á meðan þjóðsöngurinn var spilaður í Ashes-leiknum í Liverpool um helgina þar sem ástralska ruðningslandsliðið var að spila við heimamenn í enska landsliðinu. Daniel Jarvis er þekktur hrekkjalómur. Hann laumaði sér óséður inn á völlinn og krækti handlegg í Cameron Munster, sem er leikmaður Ástralíu. WATCH: The vision of Daniel Jarvis sneaking onto the field at the Ashes Game 2. He runs on last and speaks to Cam Munster 😂 (9news) pic.twitter.com/PpwAxHu76a— NRLCentral (@centralNRL) November 2, 2025 Má ég standa við hliðina á þér „Einhver gaur spurði mig: „Má ég standa við hliðina á þér og halda í þig?“ Ég sagði: „Já, félagi. Gerðu bara það sem þú þarft að gera“,“ sagði Munster eftir leikinn. „Ég gerði bara ráð fyrir að hann væri með einhvern fyrirtækjapakka eða samning við Kangaroos um að hann mætti vera með í þjóðsöngnum. Svo áttaði ég mig á því hver þetta var. Þetta var gaurinn sem gerir svona reglulega. Það tók mig smá tíma að fatta en þetta var frekar fyndið. Hann náði mér. Þetta var svolítið skrítið en ég lét það bara yfir mig ganga. Hann plataði mig algerlega,“ sagði Munster. Voru frekar harðhentir við hann „Öryggisverðir eða einhverjir starfsmenn vallarins fóru og náðu í hann og voru frekar harðhentir við hann. Ég vissi strax að ég hafði verið tekinn í nefið,“ sagði Munster. Daniel Jarvis hefur nú verið handtekinn. Jarvis, sem hefur gert svipaða hluti áður – meðal annars á Ólympíuleikunum í fyrra, í krikketleik á The Oval og á fótboltaleik með enska landsliðinu en þetta kostaði það að hann var tekinn í gæsluvarðhald. Hann var í kjölfarið ákærður. Hrekkurinn virtist þó ekki trufla Munster, sem skoraði snertimark í 14-4 sigri Ástralíu á Englandi. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
Rugby Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira