Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. nóvember 2025 21:44 Frá höfuðstöðvum Ríkisendurskoðunar. Vísir/Arnar Jóhannes Jónsson sviðsstjóri hjá Ríkisendurskoðun segist vera í veikindaleyfi vegna alvarlegra mála sem hafa komið upp hjá embættinu sem hann hafi sjálfur orðið vitni að. Hann segir aðkoma ríkisendurskoðanda sjálfs að málum gera þau sérstaklega flókin og erfið og segist ekki ætla að snúa aftur til starfa, starfsfólk stofnunarinnar sæti þöggun. Þetta kemur fram í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Jóhannes er þar með fyrsti starfsmaður embættisins til þess að stíga fram og tjá sig um opinberlega stöðuna innan stofnunarinnar. Greint var frá ófremdarástandi þar innandyra í lok október. Ítrekað hafi komið upp svokölluð EKKO-mál sem varði einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi eftir að Guðmundur Björgvin Helgason tók við sem ríkisendurskoðandi árið 2022. Sjálfur hefur hann fullyrt við fréttastofu að starfsandi sé góður innan stofnunarinnar, engin EKKO-mál séu uppi á borðum nú. Segist velja heiðarleika frekar en þögn „Ég hef verið í veikindaleyfi undanfarið. Ástæður þess eru alvarleg mál sem upp hafa komið hjá Ríkisendurskoðun,“ skrifar Jóhannes Jónsson sviðsstjóri hjá Ríkisendurskoðun á Facebook. „Þau tengjast EKKO – þ.e. einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundnu áreiti og ofbeldi. Ég hef alltof oft orðið vitni að slíku í vinnuumhverfinu. Aðkoma ríkisendurskoðanda sjálfs að þessum málum gerir þau sérstaklega flókin og erfið.“ Þá vísar Jóhannes beint í umfjöllun Morgunblaðsins þar sem vísað er til heimilda um það að andi innan stofnunarinnar sé slæmur þvert á það sem ríkisendurskoðandi hafi sjálfur haldið fram, ástæða þess að engin EKKO-mál séu uppi á borðum nú sé sú að starfsmenn sem hafi kvartað hafi horfið á braut. Ríkisendurskoðandi auk þess fært mannauðsmál undir sjálfan sig og menn kunni því síður við að leggja fram kvörtun vegna hans til hans sjálfs. Jóhannes segir þöggun alvarlegt mein. „Hún viðheldur ótta, vantrausti og óheilbrigðu vinnuumhverfi þar sem fáir þora að stíga fram og segja frá. Þegar þeir sem benda á misferli eru þaggaðir niður eða látnir hverfa úr starfi, er kerfið ekki lengur að vernda starfsfólkið, heldur þá sem beita valdi af ábyrgðarleysi. Opinber stofnun sem á að standa vörð um gagnsæi og ábyrgð má ekki sjálf verða táknmynd hins gagnstæða. Þegar traust til slíkrar stofnunar glatast er hún í reynd orðin óstarfhæf.“ Hyggst ekki snúa aftur Jóhannes tekur fram að hann hyggist ekki snúa aftur til starfa hjá stofnuninni að veikindaleyfi loknu. Slíkt væri í andstöðu við þau gildi sem hann hafi tamið sér. „Mitt siðferði og þá manneskju sem ég vil vera. Ég get ekki liðið að starfsfólki sé sýnd vanvirðing eða beitt misrétti, áreitni eða ofbeldi – virðing, heiðarleiki og mannúð eiga að vera grundvöllur hvers vinnustaðar. Ég vel heiðarleika og sjálfsvirðingu fram yfir þögn og ótta.“ Ríkisendurskoðun Stjórnsýsla Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Fleiri fréttir Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Jóhannes er þar með fyrsti starfsmaður embættisins til þess að stíga fram og tjá sig um opinberlega stöðuna innan stofnunarinnar. Greint var frá ófremdarástandi þar innandyra í lok október. Ítrekað hafi komið upp svokölluð EKKO-mál sem varði einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi eftir að Guðmundur Björgvin Helgason tók við sem ríkisendurskoðandi árið 2022. Sjálfur hefur hann fullyrt við fréttastofu að starfsandi sé góður innan stofnunarinnar, engin EKKO-mál séu uppi á borðum nú. Segist velja heiðarleika frekar en þögn „Ég hef verið í veikindaleyfi undanfarið. Ástæður þess eru alvarleg mál sem upp hafa komið hjá Ríkisendurskoðun,“ skrifar Jóhannes Jónsson sviðsstjóri hjá Ríkisendurskoðun á Facebook. „Þau tengjast EKKO – þ.e. einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundnu áreiti og ofbeldi. Ég hef alltof oft orðið vitni að slíku í vinnuumhverfinu. Aðkoma ríkisendurskoðanda sjálfs að þessum málum gerir þau sérstaklega flókin og erfið.“ Þá vísar Jóhannes beint í umfjöllun Morgunblaðsins þar sem vísað er til heimilda um það að andi innan stofnunarinnar sé slæmur þvert á það sem ríkisendurskoðandi hafi sjálfur haldið fram, ástæða þess að engin EKKO-mál séu uppi á borðum nú sé sú að starfsmenn sem hafi kvartað hafi horfið á braut. Ríkisendurskoðandi auk þess fært mannauðsmál undir sjálfan sig og menn kunni því síður við að leggja fram kvörtun vegna hans til hans sjálfs. Jóhannes segir þöggun alvarlegt mein. „Hún viðheldur ótta, vantrausti og óheilbrigðu vinnuumhverfi þar sem fáir þora að stíga fram og segja frá. Þegar þeir sem benda á misferli eru þaggaðir niður eða látnir hverfa úr starfi, er kerfið ekki lengur að vernda starfsfólkið, heldur þá sem beita valdi af ábyrgðarleysi. Opinber stofnun sem á að standa vörð um gagnsæi og ábyrgð má ekki sjálf verða táknmynd hins gagnstæða. Þegar traust til slíkrar stofnunar glatast er hún í reynd orðin óstarfhæf.“ Hyggst ekki snúa aftur Jóhannes tekur fram að hann hyggist ekki snúa aftur til starfa hjá stofnuninni að veikindaleyfi loknu. Slíkt væri í andstöðu við þau gildi sem hann hafi tamið sér. „Mitt siðferði og þá manneskju sem ég vil vera. Ég get ekki liðið að starfsfólki sé sýnd vanvirðing eða beitt misrétti, áreitni eða ofbeldi – virðing, heiðarleiki og mannúð eiga að vera grundvöllur hvers vinnustaðar. Ég vel heiðarleika og sjálfsvirðingu fram yfir þögn og ótta.“
Ríkisendurskoðun Stjórnsýsla Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Fleiri fréttir Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Sjá meira