Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2025 14:33 Kjartan Atli Kjartansson og Michael Carrick höfðu ýmislegt að ræða. Sýn Sport Michael Carrick, fyrrverandi miðjumaður Manchester United, Tottenham og West Ham, settist niður og svaraði spurningum Kjartans Atla Kjartanssonar um ýmislegt sem tengist enska boltanum, í fróðlegu viðtali. Carrick var mikilvægur hluti af afar sigursælu liði United frá því að hann kom á Old Trafford 25 ára gamall, árið 2006, en þar lauk hann ferlinum árið 2018. Hann lék undir stjórn Sir Alex Ferguson til ársins 2013 og vann til að mynda fimm Englandsmeistaratitla og Meistaradeild Evrópu, og síðar Evrópudeildina undir stjórn Jose Mourinho. Í viðtalinu hér að neðan fer Carrick yfir víðan völl og ræðir meðal annars um stöðu United í dag, tískubylgjuna varðandi föst leikatriði sem Arsenal stendur öðrum framar í, og breytt umhverfi fótboltamanna. Klippa: Carrick í viðtali við Kjartan Carrick tekur undir að með breyttum tímum, þar sem menn fari hraðar á milli félaga og samfélagsmiðlar hafi einnig mikil áhrif, sé erfiðara að ná fram jafnmiklum liðsanda og ríkti í herbúðum Manchester United þegar hann kom fyrst þangað. „Það er örugglega alltaf að verða erfiðara. En United-liðið á þessum tíma var alveg út í ystu öfgar. Það er ekki oft í allri sögunni sem að svona sterkur hópur hefur náð saman, með stjóra sem var svona lengi, og leikmenn sem voru þarna á undan mér og léku allan sinn feril fyrir sama lið. En ég held að almennt séð sé þetta orðið meiri áskorun í dag. Þolinmæðin er minni í samfélaginu og dómharkan meiri í hverri viku. Ég var hluti af stórkostlegum liðum en við áttum samt kafla þar sem við spiluðum ekki vel og töpuðum leikjum. Svo unnum við kannski deildina og það halda allir að við höfum bara alltaf unnið. Það var ekki þannig hjá okkur. Það er orðin meiri áskorun núna að byggja til lengri tíma, bæði fyrir félög og leikmenn, en svona er heimurinn orðinn,“ sagði Carrick en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan. Enski boltinn Tengdar fréttir Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Michael Carrick, fimmfaldur Englandsmeistari með Manchester United, segir að sigur síns gamla liðs gegn Liverpool á Anfield gæti hafa markað tímamót. 30. október 2025 12:00 Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Michael Carrick, fyrrverandi miðjumaður Manchester United og enska landsliðsins, sagði í einkaviðtali við Sýn Sport að Arsenal væri það lið ensku úrvalsdeildarinnar sem væri hvað best í því að nýta nýjustu tískubylgju fótboltans ásamt því að halda í þau gildi sem hafa einkennt fótbolta á hæsta stigi undanfarin ár. 27. október 2025 21:45 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Carrick var mikilvægur hluti af afar sigursælu liði United frá því að hann kom á Old Trafford 25 ára gamall, árið 2006, en þar lauk hann ferlinum árið 2018. Hann lék undir stjórn Sir Alex Ferguson til ársins 2013 og vann til að mynda fimm Englandsmeistaratitla og Meistaradeild Evrópu, og síðar Evrópudeildina undir stjórn Jose Mourinho. Í viðtalinu hér að neðan fer Carrick yfir víðan völl og ræðir meðal annars um stöðu United í dag, tískubylgjuna varðandi föst leikatriði sem Arsenal stendur öðrum framar í, og breytt umhverfi fótboltamanna. Klippa: Carrick í viðtali við Kjartan Carrick tekur undir að með breyttum tímum, þar sem menn fari hraðar á milli félaga og samfélagsmiðlar hafi einnig mikil áhrif, sé erfiðara að ná fram jafnmiklum liðsanda og ríkti í herbúðum Manchester United þegar hann kom fyrst þangað. „Það er örugglega alltaf að verða erfiðara. En United-liðið á þessum tíma var alveg út í ystu öfgar. Það er ekki oft í allri sögunni sem að svona sterkur hópur hefur náð saman, með stjóra sem var svona lengi, og leikmenn sem voru þarna á undan mér og léku allan sinn feril fyrir sama lið. En ég held að almennt séð sé þetta orðið meiri áskorun í dag. Þolinmæðin er minni í samfélaginu og dómharkan meiri í hverri viku. Ég var hluti af stórkostlegum liðum en við áttum samt kafla þar sem við spiluðum ekki vel og töpuðum leikjum. Svo unnum við kannski deildina og það halda allir að við höfum bara alltaf unnið. Það var ekki þannig hjá okkur. Það er orðin meiri áskorun núna að byggja til lengri tíma, bæði fyrir félög og leikmenn, en svona er heimurinn orðinn,“ sagði Carrick en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.
Enski boltinn Tengdar fréttir Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Michael Carrick, fimmfaldur Englandsmeistari með Manchester United, segir að sigur síns gamla liðs gegn Liverpool á Anfield gæti hafa markað tímamót. 30. október 2025 12:00 Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Michael Carrick, fyrrverandi miðjumaður Manchester United og enska landsliðsins, sagði í einkaviðtali við Sýn Sport að Arsenal væri það lið ensku úrvalsdeildarinnar sem væri hvað best í því að nýta nýjustu tískubylgju fótboltans ásamt því að halda í þau gildi sem hafa einkennt fótbolta á hæsta stigi undanfarin ár. 27. október 2025 21:45 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Michael Carrick, fimmfaldur Englandsmeistari með Manchester United, segir að sigur síns gamla liðs gegn Liverpool á Anfield gæti hafa markað tímamót. 30. október 2025 12:00
Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Michael Carrick, fyrrverandi miðjumaður Manchester United og enska landsliðsins, sagði í einkaviðtali við Sýn Sport að Arsenal væri það lið ensku úrvalsdeildarinnar sem væri hvað best í því að nýta nýjustu tískubylgju fótboltans ásamt því að halda í þau gildi sem hafa einkennt fótbolta á hæsta stigi undanfarin ár. 27. október 2025 21:45