Enski boltinn

Við­tal Kjartans við Carrick: „Þolin­mæðin minni og dóm­harkan meiri í hverri viku“

Sindri Sverrisson skrifar
Kjartan Atli Kjartansson og Michael Carrick höfðu ýmislegt að ræða.
Kjartan Atli Kjartansson og Michael Carrick höfðu ýmislegt að ræða. Sýn Sport

Michael Carrick, fyrrverandi miðjumaður Manchester United, Tottenham og West Ham, settist niður og svaraði spurningum Kjartans Atla Kjartanssonar um ýmislegt sem tengist enska boltanum, í fróðlegu viðtali.

Carrick var mikilvægur hluti af afar sigursælu liði United frá því að hann kom á Old Trafford 25 ára gamall, árið 2006, en þar lauk hann ferlinum árið 2018. 

Hann lék undir stjórn Sir Alex Ferguson til ársins 2013 og vann til að mynda fimm Englandsmeistaratitla og Meistaradeild Evrópu, og síðar Evrópudeildina undir stjórn Jose Mourinho.

Í viðtalinu hér að neðan fer Carrick yfir víðan völl og ræðir meðal annars um stöðu United í dag, tískubylgjuna varðandi föst leikatriði sem Arsenal stendur öðrum framar í, og breytt umhverfi fótboltamanna.

Klippa: Carrick í viðtali við Kjartan

Carrick tekur undir að með breyttum tímum, þar sem menn fari hraðar á milli félaga og samfélagsmiðlar hafi einnig mikil áhrif, sé erfiðara að ná fram jafnmiklum liðsanda og ríkti í herbúðum Manchester United þegar hann kom fyrst þangað.

„Það er örugglega alltaf að verða erfiðara. En United-liðið á þessum tíma var alveg út í ystu öfgar. Það er ekki oft í allri sögunni sem að svona sterkur hópur hefur náð saman, með stjóra sem var svona lengi, og leikmenn sem voru þarna á undan mér og léku allan sinn feril fyrir sama lið. En ég held að almennt séð sé þetta orðið meiri áskorun í dag.

Þolinmæðin er minni í samfélaginu og dómharkan meiri í hverri viku. Ég var hluti af stórkostlegum liðum en við áttum samt kafla þar sem við spiluðum ekki vel og töpuðum leikjum. Svo unnum við kannski deildina og það halda allir að við höfum bara alltaf unnið. Það var ekki þannig hjá okkur. Það er orðin meiri áskorun núna að byggja til lengri tíma, bæði fyrir félög og leikmenn, en svona er heimurinn orðinn,“ sagði Carrick en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×