Enski boltinn

Sjáðu glæsi­legan ein­leik Ndiayes og jöfnunar­markið frá Xhaka

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Iliman Ndiaye kom Everton yfir gegn Sunderland með glæsilegu marki.
Iliman Ndiaye kom Everton yfir gegn Sunderland með glæsilegu marki. getty/Alex Livesey

Tíundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar lauk í gær með leik Sunderland og Everton á Ljósvangi. Nýliðarnir komu til baka og náðu í stig. Lokatölur 1-1.

Klippa: Sunderland - Everton 1-1

Iliman Ndiaye hefur verið hættulegasti sóknarmaður Everton á tímabilinu og hann kom liðinu yfir á 15. mínútu eftir frábæran einleik.

Senegalinn hefur skorað fjögur mörk í ensku úrvalsdeildinni, eða fjörutíu prósent allra marka Everton.

Gestirnir fengu tækifæri til að auka forskotið en varð ekki kápan úr því klæðinu. Og það átti eftir að reynast dýrt.

Aðeins 42 sekúndum eftir að seinni hálfleikurinn var flautaður á jafnaði Granit Xhaka fyrir Sunderland. Boltinn fór af James Tarkowski, varnarmanni Everton, í slána og inn.

Þetta var fyrsta mark Xhakas fyrir Svörtu kettina sem eru ósigraðir í fimm heimaleikjum á tímabilinu.

Sunderland, sem er á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni síðan 2016-17, hefur farið vel af stað og er með átján stig í 4. sæti deildarinnar.

Everton, sem hefur ekki unnið í þremur leikjum í röð, er með tólf stig í 14. sæti.

Mörkin úr leik Sunderland og Everton má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Yfir­burðir Sunderland dugðu ekki til sigurs

Nýliðar Sunderland tóku á móti Everton í kvöld en með sigri hefðu nýliðarnir stokkið upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Sú varð þó ekki raunin en leiknum lauk með 1-1 jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×