Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2025 17:00 Frá því þegar Joe Biden yfirgaf Hvíta húsið í janúar og Trump tók aftur við embætti. EPA/CHRIS KLEPONIS Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði í dag eftir því að Joe Biden, forveri hans, yrði settur í fangelsi. Í færslu á sínum eigin samfélagsmiðli sagði Trump að Biden væri glæpamaður, „meiriháttar lúsablesi (Lowlife)“, algerlega misheppnaður og ljótur að utan sem að innan. Forsetinn nefndi Biden ekki beint í færslunni en henni fylgdi grein um að rannsókn yfirvalda í Bandaríkjunum, í forsetatíð Bidens, á tilraunum Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020 hafi verið reist á veikum grunni. Greininni fylgir mynd af Trump og Biden. „Ég rústaði honum, og elska að fylgjast með honum engjast um.“ Þetta skrifaði Trump einnig í færsluna á Truth Social. Rannsóknin endaði á höndum Jacks Smith, sem skipaður var í embætti sérstaks rannsakanda. Hann ákærði Trump í fjórum liðum fyrir að reyna að snúa úrslitum forsetakosninganna en málið var fellt niður eftir að Trump varð aftur forseti. Smith hefur haldið því fram að málið hefði endað með sakfellingu Trumps. Færsla Trumps á Truth Social. Joe Biden verður 83 ára gamall í næsta mánuði. Hann greindist nýverið með krabbamein í blöðruhálsi og hóf geislameðferð fyrr í þessum mánuði. Trump hefur frá því hann varð aftur forseti ítrekað verið mjög harðorður í garð Bidens og kennt honum um flest allt sem farið hefur úrskeiðis í Bandaríkjunum og jafnvel í heiminum. Fyrr í dag skrifaði Trump svo að ummæli Chuck Schumer, leiðtoga Demókrata í öldungadeildinni, um að Asíuferð Trumps hefði í raun litlu skilað væri „næstum því“ landráð. Trump segir að gagnrýni öldungadeildarþingmanns í hans garð sé „næstum því“ landráð. Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Sjá meira
Forsetinn nefndi Biden ekki beint í færslunni en henni fylgdi grein um að rannsókn yfirvalda í Bandaríkjunum, í forsetatíð Bidens, á tilraunum Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020 hafi verið reist á veikum grunni. Greininni fylgir mynd af Trump og Biden. „Ég rústaði honum, og elska að fylgjast með honum engjast um.“ Þetta skrifaði Trump einnig í færsluna á Truth Social. Rannsóknin endaði á höndum Jacks Smith, sem skipaður var í embætti sérstaks rannsakanda. Hann ákærði Trump í fjórum liðum fyrir að reyna að snúa úrslitum forsetakosninganna en málið var fellt niður eftir að Trump varð aftur forseti. Smith hefur haldið því fram að málið hefði endað með sakfellingu Trumps. Færsla Trumps á Truth Social. Joe Biden verður 83 ára gamall í næsta mánuði. Hann greindist nýverið með krabbamein í blöðruhálsi og hóf geislameðferð fyrr í þessum mánuði. Trump hefur frá því hann varð aftur forseti ítrekað verið mjög harðorður í garð Bidens og kennt honum um flest allt sem farið hefur úrskeiðis í Bandaríkjunum og jafnvel í heiminum. Fyrr í dag skrifaði Trump svo að ummæli Chuck Schumer, leiðtoga Demókrata í öldungadeildinni, um að Asíuferð Trumps hefði í raun litlu skilað væri „næstum því“ landráð. Trump segir að gagnrýni öldungadeildarþingmanns í hans garð sé „næstum því“ landráð.
Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Sjá meira