Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sindri Sverrisson skrifar 30. október 2025 13:09 Gabriel er vinsæll kostur í fantasy enda magnaður í vörn Arsenal og hættulegur í föstum leikatriðum. Getty/David Price Arsenal hefur gengið einstaklega vel að verja mark sitt það sem af er leiktíð og fékk verðskuldað lof í nýjasta þættinum af Fantasýn, þar sem rýnt er í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Hér að neðan má hlusta á nýjasta þátt Fantasýn. Umræðan um Arsenal og hvaða kostir í liðinu eru bestir í fantasy-leiknum hefst eftir 39 mínútur og 20 sekúndur. Arsenal vann Crystal Palace 1-0 um síðustu helgi, þar sem Eberechi Eze skoraði markið og Declan Rice fékk skráða stoðsendingu. Með 2-0 sigrinum gegn Brighton í deildabikarnum í gærkvöld hefur Arsenal nú spilað fjórtán leiki og haldið ellefu sinnum hreinu á leiktíðinni. Liðið fékk ekki á sig eitt einasta mark í október og vann alla sex leiki sína, sem er einsdæmi. 🔴 @Arsenal are the first English team ever to win six matches in a month without conceding a goalThey're four points clear at the top of the Premier League, joint leaders of the Champions League group stage and into the EFL Cup quarter-finals... pic.twitter.com/IicQLZn0cO— Premier League (@premierleague) October 30, 2025 „Hvað er hægt að segja? Þessi vörn er bara eitthvað skrímsli. Maður sá þá í fyrra og hugsaði: Er hægt að vera meira solid en þetta? Og þeir svöruðu: Já, það er hægt,“ sagði Albert Þór Guðmundsson í nýjasta þætti Fantasýn, og hélt áfram: „Þeir hafa fengið á sig þrjú mörk, gegn Liverpool, City og Newcastle. Það var einhver ein marktilraun í leiknum gegn Palace sem er skráð á Nketiah en var eiginlega engin marktilraun. Fyrir það höfðu þeir ekki fengið á sig skot í 300 mínútur. Það er ótrúlegt hvernig þeir fara að þessu. Ef við horfum svo á hinn endann þá eru níu síðustu markaskorarar Arsenal í deildinni allir sitt hvor markaskorarinn. Það er enginn einn þarna, eins og Haaland hjá City. Hjá Arsenal er þetta dreift. Þetta kemur að stórum hluta í gegnum föstu leikatriðin en er samt svona dreift,“ sagði Albert. Þrjá Arsenal-menn í vörnina? „Þeir hafa undanfarin tímabil oft litið vel út en svo eitthvað gefið eftir þegar líður á tímabilið. En miðað við að Liverpool og City eru að misstíga sig þá er þetta farið að líta ansi vel út á Emirates og ég held að stuðningsmenn Arsenal geti farið að gera sér góðar vonir um titil í vor,“ bætti hann við. Sindri Kamban velti því upp hvort skynsamlegast væri að vera með þrjá Arsenal-varnarmenn og það gæti verið góður kostur. Albert kvaðst þó mæla frekar með tveimur varnarmönnum og miðjumanni á borð við Bukayo Saka eða Eze. Hægt er að heyra umræðuna alla í spilaranum hér að ofan. Þess má svo geta að í Sýn Sport einkadeildinni, sem allir Íslendingar fara sjálfkrafa í, varð Ingvi Birgisson stigahæstur í október og hlaut að launum gjafapoka frá Fantasy Premier League auk þriggja mánaða áskriftar að Besta pakkanum hjá Sýn. Stóri vinningurinn í lok tímabils er svo flug, gisting og miði á leik í enska boltanum. Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn með því að smella hér. Hægt er að skrá sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 John Cena hættur að glíma Sport Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Sjá meira
Hér að neðan má hlusta á nýjasta þátt Fantasýn. Umræðan um Arsenal og hvaða kostir í liðinu eru bestir í fantasy-leiknum hefst eftir 39 mínútur og 20 sekúndur. Arsenal vann Crystal Palace 1-0 um síðustu helgi, þar sem Eberechi Eze skoraði markið og Declan Rice fékk skráða stoðsendingu. Með 2-0 sigrinum gegn Brighton í deildabikarnum í gærkvöld hefur Arsenal nú spilað fjórtán leiki og haldið ellefu sinnum hreinu á leiktíðinni. Liðið fékk ekki á sig eitt einasta mark í október og vann alla sex leiki sína, sem er einsdæmi. 🔴 @Arsenal are the first English team ever to win six matches in a month without conceding a goalThey're four points clear at the top of the Premier League, joint leaders of the Champions League group stage and into the EFL Cup quarter-finals... pic.twitter.com/IicQLZn0cO— Premier League (@premierleague) October 30, 2025 „Hvað er hægt að segja? Þessi vörn er bara eitthvað skrímsli. Maður sá þá í fyrra og hugsaði: Er hægt að vera meira solid en þetta? Og þeir svöruðu: Já, það er hægt,“ sagði Albert Þór Guðmundsson í nýjasta þætti Fantasýn, og hélt áfram: „Þeir hafa fengið á sig þrjú mörk, gegn Liverpool, City og Newcastle. Það var einhver ein marktilraun í leiknum gegn Palace sem er skráð á Nketiah en var eiginlega engin marktilraun. Fyrir það höfðu þeir ekki fengið á sig skot í 300 mínútur. Það er ótrúlegt hvernig þeir fara að þessu. Ef við horfum svo á hinn endann þá eru níu síðustu markaskorarar Arsenal í deildinni allir sitt hvor markaskorarinn. Það er enginn einn þarna, eins og Haaland hjá City. Hjá Arsenal er þetta dreift. Þetta kemur að stórum hluta í gegnum föstu leikatriðin en er samt svona dreift,“ sagði Albert. Þrjá Arsenal-menn í vörnina? „Þeir hafa undanfarin tímabil oft litið vel út en svo eitthvað gefið eftir þegar líður á tímabilið. En miðað við að Liverpool og City eru að misstíga sig þá er þetta farið að líta ansi vel út á Emirates og ég held að stuðningsmenn Arsenal geti farið að gera sér góðar vonir um titil í vor,“ bætti hann við. Sindri Kamban velti því upp hvort skynsamlegast væri að vera með þrjá Arsenal-varnarmenn og það gæti verið góður kostur. Albert kvaðst þó mæla frekar með tveimur varnarmönnum og miðjumanni á borð við Bukayo Saka eða Eze. Hægt er að heyra umræðuna alla í spilaranum hér að ofan. Þess má svo geta að í Sýn Sport einkadeildinni, sem allir Íslendingar fara sjálfkrafa í, varð Ingvi Birgisson stigahæstur í október og hlaut að launum gjafapoka frá Fantasy Premier League auk þriggja mánaða áskriftar að Besta pakkanum hjá Sýn. Stóri vinningurinn í lok tímabils er svo flug, gisting og miði á leik í enska boltanum. Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn með því að smella hér. Hægt er að skrá sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 John Cena hættur að glíma Sport Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Sjá meira