Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2025 11:02 Innviðir eru mikið skemmdir á Jamaíku. AP/Matias Delacroix Sameinuðu þjóðirnar segja að fellibylurinn Melissa hafi valdið fordæmalausri eyðileggingu á Jamaíku og hafa kallað eftir aðstoð handa eyríkinu. Fellibylurinn, sem þykir einn þeirra öflugustu á Karíbahafinu í mannaminnum, lék íbúa á Kúbú og Haítí einnig grátt. Að minnsta kosti þrjátíu eru látnir vegna óveðursins en líklegt þykir að talan muni hækka og það töluvert á komandi dögum og vikum. Margra er saknað og mörg samfélög eru enn einangruð vegna innviðaskemmda og skriða. AP fréttaveitan segir íbúa á Jamaíku vera slegna. Fjölmargir standi nú frammi fyrir því að vera heimilislausir, þar sem heimili þeirra hafi annaðhvort skemmst verulega eða hreinlega hrunið. Embættismenn segja að í einum bæ í suðvesturhluta Jamaíku, þar sem Melissa gekk á land, hafi nánast öll þök rifnað af húsum. Þökin séu enn á um tíu prósentum húsa í bænum. „Eyðileggingin er gríðarleg,“ hefur fréttaveitan eftir Daryl Vaz, samgönguráðherra. Alþjóðleg aðstoð er byrjuð að berast til Karíbahafsins í formi neyðarbirgða, nauðsynja og björgunarteyma. Gervihnattamyndir af þorpinu White House á Jamaíku. Þær sýna þorpið fyrir og eftir að Melissa gekk þar yfir.AP/Vantor Melissa gekk á land á Jamaíku á þriðjudaginn sem fimmta stigs fellibylur. Meðal vindhraði mældist þá um 82 metrar á sekúndu og var Melissa þá skráð í annað sæti (ásamt fjórum öðrum) yfir öflugustu fellibylji Karíbahafsins frá því mælingar hófust árið 1851, samkvæmt frétt CNN. Fellibylurinn var kominn niður í þriðja stig þegar hann náði landi á Kúbu. Síðan skall fellibylurinn á Bahamaeyjum. Þá var hann á fyrsta stigi og hafði misst töluverðan kraft. Melissa olli miklum flóðum á Haítí, þar sem vitað er að 25 séu látnir. Að minnsta kosti átján er saknað. Ekki er vitað til þess að einhver hafi dáið á Kúbu en Melissa olli töluverðum skemmdum þar. Í yfirlýsingu frá Sameinuðu þjóðunum segir yfirmaður hjálparstarfs á svæðinu að skemmdirnar á Jamaíku séu fordæmalausar. Það muni taka marga mánuði og mikla peninga að koma hlutunum í fyrra horf. „Ég held að það sé ekki ein sál á þessari eyju sem fékk ekki að kenna á því vegna Melissu,“ sagði Dennis Zulu. Illa farin kirkja á Jamaíku.AP/Matias Delacroix Jamaíka Kúba Haítí Bahamaeyjar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hið minnsta fjórir eru látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí vegna flóða af völdum fellibylsinss Melissu. Þetta staðfesta yfirvöld í báðum löndum. 29. október 2025 22:55 Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Þök flugu af byggingum, tré fuku og grjót hrundi á vegi þegar fellibylurinn Melissa gekk á land á Jamaíku í dag. Bylurinn er talinn vera stærsti fellibylur sem hefur náð til Jamaíka frá því að mælingar hófust árið 1851. 28. október 2025 22:20 Búast við hamförum vegna Melissu Fellibylurinn Melissa náði í morgun landi á Jamaíka í Karíbahafinu og er óttast að hann muni valda gífurlegum usla og tjóni þar. Melissa er fimmta stigs fellibylur og sá öflugasti sem skráður hefur verið ná landi á eyríkinu fátæka og er búist við því að auga óveðursins fari þvert yfir eyjuna í dag. 28. október 2025 09:42 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Fleiri fréttir Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Sjá meira
Að minnsta kosti þrjátíu eru látnir vegna óveðursins en líklegt þykir að talan muni hækka og það töluvert á komandi dögum og vikum. Margra er saknað og mörg samfélög eru enn einangruð vegna innviðaskemmda og skriða. AP fréttaveitan segir íbúa á Jamaíku vera slegna. Fjölmargir standi nú frammi fyrir því að vera heimilislausir, þar sem heimili þeirra hafi annaðhvort skemmst verulega eða hreinlega hrunið. Embættismenn segja að í einum bæ í suðvesturhluta Jamaíku, þar sem Melissa gekk á land, hafi nánast öll þök rifnað af húsum. Þökin séu enn á um tíu prósentum húsa í bænum. „Eyðileggingin er gríðarleg,“ hefur fréttaveitan eftir Daryl Vaz, samgönguráðherra. Alþjóðleg aðstoð er byrjuð að berast til Karíbahafsins í formi neyðarbirgða, nauðsynja og björgunarteyma. Gervihnattamyndir af þorpinu White House á Jamaíku. Þær sýna þorpið fyrir og eftir að Melissa gekk þar yfir.AP/Vantor Melissa gekk á land á Jamaíku á þriðjudaginn sem fimmta stigs fellibylur. Meðal vindhraði mældist þá um 82 metrar á sekúndu og var Melissa þá skráð í annað sæti (ásamt fjórum öðrum) yfir öflugustu fellibylji Karíbahafsins frá því mælingar hófust árið 1851, samkvæmt frétt CNN. Fellibylurinn var kominn niður í þriðja stig þegar hann náði landi á Kúbu. Síðan skall fellibylurinn á Bahamaeyjum. Þá var hann á fyrsta stigi og hafði misst töluverðan kraft. Melissa olli miklum flóðum á Haítí, þar sem vitað er að 25 séu látnir. Að minnsta kosti átján er saknað. Ekki er vitað til þess að einhver hafi dáið á Kúbu en Melissa olli töluverðum skemmdum þar. Í yfirlýsingu frá Sameinuðu þjóðunum segir yfirmaður hjálparstarfs á svæðinu að skemmdirnar á Jamaíku séu fordæmalausar. Það muni taka marga mánuði og mikla peninga að koma hlutunum í fyrra horf. „Ég held að það sé ekki ein sál á þessari eyju sem fékk ekki að kenna á því vegna Melissu,“ sagði Dennis Zulu. Illa farin kirkja á Jamaíku.AP/Matias Delacroix
Jamaíka Kúba Haítí Bahamaeyjar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hið minnsta fjórir eru látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí vegna flóða af völdum fellibylsinss Melissu. Þetta staðfesta yfirvöld í báðum löndum. 29. október 2025 22:55 Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Þök flugu af byggingum, tré fuku og grjót hrundi á vegi þegar fellibylurinn Melissa gekk á land á Jamaíku í dag. Bylurinn er talinn vera stærsti fellibylur sem hefur náð til Jamaíka frá því að mælingar hófust árið 1851. 28. október 2025 22:20 Búast við hamförum vegna Melissu Fellibylurinn Melissa náði í morgun landi á Jamaíka í Karíbahafinu og er óttast að hann muni valda gífurlegum usla og tjóni þar. Melissa er fimmta stigs fellibylur og sá öflugasti sem skráður hefur verið ná landi á eyríkinu fátæka og er búist við því að auga óveðursins fari þvert yfir eyjuna í dag. 28. október 2025 09:42 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Fleiri fréttir Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Sjá meira
Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hið minnsta fjórir eru látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí vegna flóða af völdum fellibylsinss Melissu. Þetta staðfesta yfirvöld í báðum löndum. 29. október 2025 22:55
Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Þök flugu af byggingum, tré fuku og grjót hrundi á vegi þegar fellibylurinn Melissa gekk á land á Jamaíku í dag. Bylurinn er talinn vera stærsti fellibylur sem hefur náð til Jamaíka frá því að mælingar hófust árið 1851. 28. október 2025 22:20
Búast við hamförum vegna Melissu Fellibylurinn Melissa náði í morgun landi á Jamaíka í Karíbahafinu og er óttast að hann muni valda gífurlegum usla og tjóni þar. Melissa er fimmta stigs fellibylur og sá öflugasti sem skráður hefur verið ná landi á eyríkinu fátæka og er búist við því að auga óveðursins fari þvert yfir eyjuna í dag. 28. október 2025 09:42