„Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2025 10:24 Kristrún Frostadóttir er hugsi yfir háum greiðslum ríkislögreglustjóra til sérfræðins í straumlínulögun. Vísir/Bjarni Einarsson Forsætisráðherra segir greiðslur embættis ríkislögreglustjóra til ráðgjafa upp á vel á annað hundrað milljónir króna yfir fimm ára tímabil ekki slá sig vel. Ríkisstjórnin ætli alls ekki að verða varðhundar kerfisins heldur lyfta við öllum steinum þar sem vísbendingar séu um að betur megi fara með fé. Intra ráðgjöf, þar sem Þórunn Óðinsdóttir er eigandi og eini starfsmaður, hefur þegið rúmlega 130 milljónir króna í verktakagreiðslur frá árinu 2020. Þórunn er titluð sérfræðingur í straumlínulögun en fram hefur komið í umfjöllun fjölmiðla að verkefni sem hún hefur sinnt undanfarin fimm ár hafa snúið allt frá flutningum vegna mygluvanda yfir í skreppitúra eftir húsgögnum í Jysk. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra fundaði með Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra snemma í gærmorgun í aðdraganda starfsmannafundar hjá embætti ríkislögreglustjóra sem boðað var til vegna uppsagna hjá embættinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru margir innan ráðuneytisins og embættisins hugsi yfir málinu. Þeim blöskri fjárútlátin á sama tíma og boðað sé til uppsagna. Sigríður Björk hefur hafnað viðtalsbeiðnum fréttastofu undanfarna daga vegna málsins. Forsætisráðherra brást við málinu í gær. „Auðvitað slær þetta mig ekki vel,“ sagði Kristrún. „Þetta er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins núna að ná betur utan um málið. Við leggjum auðvitað mikið á okkur að senda þau skilaboð til allrar stjórnsýslunnar að fara vel með fé. Það eru ákveðnar reglur sem snúa að útboðsmálum og það verður að virða þær. Ég treysti dómsmálaráðuneytinu vel að komast til botns í þessu máli.“ Ríkisstjórnin leitaði í upphafi árs til almennings og óskaði eftir tillögum um hagræðingu í ríkisrekstri. Alls bárust 3.985 umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda en áætlað er að um tíu þúsund tillögur hafi verið í umsögnunum tæplega fjögur þúsund. Skipaður var starfshópur og niðurstöður hans kynntar á blaðamannafundi. Telurðu hættu á að það séu fleiri svona mál í stjórnkerfinu? „Það er auðvitað erfitt að segja. Þetta kom held ég mörgum að óvörum. Þegar um svona háar upphæðir er að ræða telur maður að það þurfi að vera útboð. Þetta þarf að skoða betur. Við ætlum ekki að vera varðhundar kerfisins. Við ætlum að lyfta öllum steinum og ef það þarf að fara betur með fé einhvers staðar þá munum við auðvitað hvetja til þess.“ Sigríður Björk hefur ekki svarað símtölum fréttastofu í dag um viðtalsbeiðni vegna málsins. Rekstur hins opinbera Lögreglan Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Intra ráðgjöf, þar sem Þórunn Óðinsdóttir er eigandi og eini starfsmaður, hefur þegið rúmlega 130 milljónir króna í verktakagreiðslur frá árinu 2020. Þórunn er titluð sérfræðingur í straumlínulögun en fram hefur komið í umfjöllun fjölmiðla að verkefni sem hún hefur sinnt undanfarin fimm ár hafa snúið allt frá flutningum vegna mygluvanda yfir í skreppitúra eftir húsgögnum í Jysk. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra fundaði með Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra snemma í gærmorgun í aðdraganda starfsmannafundar hjá embætti ríkislögreglustjóra sem boðað var til vegna uppsagna hjá embættinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru margir innan ráðuneytisins og embættisins hugsi yfir málinu. Þeim blöskri fjárútlátin á sama tíma og boðað sé til uppsagna. Sigríður Björk hefur hafnað viðtalsbeiðnum fréttastofu undanfarna daga vegna málsins. Forsætisráðherra brást við málinu í gær. „Auðvitað slær þetta mig ekki vel,“ sagði Kristrún. „Þetta er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins núna að ná betur utan um málið. Við leggjum auðvitað mikið á okkur að senda þau skilaboð til allrar stjórnsýslunnar að fara vel með fé. Það eru ákveðnar reglur sem snúa að útboðsmálum og það verður að virða þær. Ég treysti dómsmálaráðuneytinu vel að komast til botns í þessu máli.“ Ríkisstjórnin leitaði í upphafi árs til almennings og óskaði eftir tillögum um hagræðingu í ríkisrekstri. Alls bárust 3.985 umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda en áætlað er að um tíu þúsund tillögur hafi verið í umsögnunum tæplega fjögur þúsund. Skipaður var starfshópur og niðurstöður hans kynntar á blaðamannafundi. Telurðu hættu á að það séu fleiri svona mál í stjórnkerfinu? „Það er auðvitað erfitt að segja. Þetta kom held ég mörgum að óvörum. Þegar um svona háar upphæðir er að ræða telur maður að það þurfi að vera útboð. Þetta þarf að skoða betur. Við ætlum ekki að vera varðhundar kerfisins. Við ætlum að lyfta öllum steinum og ef það þarf að fara betur með fé einhvers staðar þá munum við auðvitað hvetja til þess.“ Sigríður Björk hefur ekki svarað símtölum fréttastofu í dag um viðtalsbeiðni vegna málsins.
Rekstur hins opinbera Lögreglan Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira