Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Kristján Már Unnarsson skrifar 28. október 2025 21:21 Með Suðureyjargöngum verður búið að tengja saman allar stærstu og fjölmennustu eyjar Færeyja. grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Allir stjórnmálaflokkar á færeyska Lögþinginu náðu í gær samstöðu um veglínu fyrirhugaðra jarðganga til Suðureyjar og að bjóða verkið út. Þessi neðansjávargöng yrðu langstærsta mannvirkjagerð í sögu Færeyja. Í fréttum Sýnar var fjallað um magnaða jarðgangagerð Færeyinga. Frá árinu 1963 eru þeir búnir að grafa 27 jarðgöng, þarf af fern neðansjávargöng. Færeyingar byrjuðu samt ekki að grafa göng undir sjó fyrr en þeir kynntu sér Hvalfjarðargöngin á Íslandi. Þeir grófu Vogagöng, sem tengdu flugvöllinn í Vogum við Þórshöfn. Norðureyjargöng tengdu Klakksvík við stærstu eyjarnar. Svo komu Austureyjargöng, yfir ellefu kílómetra löng og þau einu í heiminum með hringtorgi undir hafsbotni. Sandeyjargöng voru svo opnuð fyrir tveimur árum, nærri ellefu kílómetra löng. Og núna er framundan að láta stærsta drauminn rætast, jarðgöng til Suðureyjar, þar sem 4.500 manns búa, álíka margir og í Vestmannaeyjum. Þar hafa einkum tveir kostir verið til skoðunar. Annarsvegar leið 2A, 28 kílómetra löng göng og talin kosta 104 milljarða íslenskra króna, og hinsvegar leið 1A, 24 kílómetra löng og áætluð kosta 94 milljarða íslenskra króna. Athyglisvert er að báðar leiðirnar gera ráð fyrir tengingu við Skúfey, þar sem aðeins 30 manns búa, þótt því fylgi umtalsverður kostnaðarauki. Stór áfangi náðist í gær þegar lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannessen, tilkynnti að allir flokkar á Lögþinginu hefðu náð samstöðu um að velja styttri og ódýrari leiðina, leið 1A. Jafnframt væri samstaða um að hefja hönnun ganganna og að bjóða verkið út. Valkostirnir tveir sem helst voru til skoðunar á göngum milli Sandeyjar og Suðureyjar. Niðurstaða flokkanna á Lögþinginu var að velja leið 1A; 24,3 kílómetra löng göng, með 1,5 kílómetra legg til að tengja Skúfey. Þessi leið er talin kosta 94 milljarða íslenskra króna.grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Þetta er þó ekki ákvörðun um að hefja framkvæmdir. Það er nefnilega skilyrt að þegar tilboð liggja fyrir, og menn sjá hina raunverulegu tölu, þá þarf aftur samþykki Lögþingsins til að hefja verkið. Sú ákvörðun gæti legið fyrir eftir tvö ár en það er talið taka átta ár að gera göngin. Þau gætu því verið komin í gagnið eftir tíu ár. Færeyjar Samgöngur Vegagerð Vegtollar Jarðgöng á Íslandi Tengdar fréttir Búa sig undir ákvörðun um stærsta mannvirki Færeyja Færeyingar búa sig núna undir stærstu ákvörðun færeyskrar mannvirkjagerðar, hvort grafa eigi 26 kílómetra löng neðansjávargöng til Suðureyjar. Þeir stefna að ákvörðun eftir hálft ár og vonast til að framkvæmdir hefjist innan þriggja ára. 19. júní 2024 22:00 Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, tilkynnti í Ólafsvökuræðunni í fyrradag, setningarræðu færeyska lögþingsins, að frumvörp landsstjórnarinnar um gerð Suðureyjarganga og hækkun eftirlaunaaldurs yrðu bæði lögð fram að nýju í haust. Einn stjórnarflokkanna, Framsókn, fékk því framgengt að málin verði spyrt saman og að Suðureyjargöng verði ekki samþykkt nema hækkun eftirlaunaaldurs í áföngum upp í 70 ár fylgi með. 31. júlí 2025 12:30 Færeyingar fagna enn einum jarðgöngunum Færeyingar fögnuðu í gær opnun nýrra jarðganga, Fámjinsganga á Suðurey. Jóhan Christiansen, sjávarútvegs- og samgönguráðherra, opnaði göngin formlega með því að skera á borða. Elsti íbúi Fámjin, Svend Joensen, fékk svo fyrstur að aka í gegn. 26. júní 2025 14:50 Færeyingar fagna tvennum göngum Mannfjöldi fagnaði opnun tveggja nýrra jarðganga á Borðey í Færeyjum fyrir helgi, Árnafjarðarganga og Hvannasundsganga. Saman nefnast þau Göngin norður um Fjall og eru samtals 4,2 kílómetra löng. 22. desember 2024 06:46 Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. 21. desember 2023 22:55 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Rugluðust á Laufey og „Megan“ Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Í fréttum Sýnar var fjallað um magnaða jarðgangagerð Færeyinga. Frá árinu 1963 eru þeir búnir að grafa 27 jarðgöng, þarf af fern neðansjávargöng. Færeyingar byrjuðu samt ekki að grafa göng undir sjó fyrr en þeir kynntu sér Hvalfjarðargöngin á Íslandi. Þeir grófu Vogagöng, sem tengdu flugvöllinn í Vogum við Þórshöfn. Norðureyjargöng tengdu Klakksvík við stærstu eyjarnar. Svo komu Austureyjargöng, yfir ellefu kílómetra löng og þau einu í heiminum með hringtorgi undir hafsbotni. Sandeyjargöng voru svo opnuð fyrir tveimur árum, nærri ellefu kílómetra löng. Og núna er framundan að láta stærsta drauminn rætast, jarðgöng til Suðureyjar, þar sem 4.500 manns búa, álíka margir og í Vestmannaeyjum. Þar hafa einkum tveir kostir verið til skoðunar. Annarsvegar leið 2A, 28 kílómetra löng göng og talin kosta 104 milljarða íslenskra króna, og hinsvegar leið 1A, 24 kílómetra löng og áætluð kosta 94 milljarða íslenskra króna. Athyglisvert er að báðar leiðirnar gera ráð fyrir tengingu við Skúfey, þar sem aðeins 30 manns búa, þótt því fylgi umtalsverður kostnaðarauki. Stór áfangi náðist í gær þegar lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannessen, tilkynnti að allir flokkar á Lögþinginu hefðu náð samstöðu um að velja styttri og ódýrari leiðina, leið 1A. Jafnframt væri samstaða um að hefja hönnun ganganna og að bjóða verkið út. Valkostirnir tveir sem helst voru til skoðunar á göngum milli Sandeyjar og Suðureyjar. Niðurstaða flokkanna á Lögþinginu var að velja leið 1A; 24,3 kílómetra löng göng, með 1,5 kílómetra legg til að tengja Skúfey. Þessi leið er talin kosta 94 milljarða íslenskra króna.grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Þetta er þó ekki ákvörðun um að hefja framkvæmdir. Það er nefnilega skilyrt að þegar tilboð liggja fyrir, og menn sjá hina raunverulegu tölu, þá þarf aftur samþykki Lögþingsins til að hefja verkið. Sú ákvörðun gæti legið fyrir eftir tvö ár en það er talið taka átta ár að gera göngin. Þau gætu því verið komin í gagnið eftir tíu ár.
Færeyjar Samgöngur Vegagerð Vegtollar Jarðgöng á Íslandi Tengdar fréttir Búa sig undir ákvörðun um stærsta mannvirki Færeyja Færeyingar búa sig núna undir stærstu ákvörðun færeyskrar mannvirkjagerðar, hvort grafa eigi 26 kílómetra löng neðansjávargöng til Suðureyjar. Þeir stefna að ákvörðun eftir hálft ár og vonast til að framkvæmdir hefjist innan þriggja ára. 19. júní 2024 22:00 Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, tilkynnti í Ólafsvökuræðunni í fyrradag, setningarræðu færeyska lögþingsins, að frumvörp landsstjórnarinnar um gerð Suðureyjarganga og hækkun eftirlaunaaldurs yrðu bæði lögð fram að nýju í haust. Einn stjórnarflokkanna, Framsókn, fékk því framgengt að málin verði spyrt saman og að Suðureyjargöng verði ekki samþykkt nema hækkun eftirlaunaaldurs í áföngum upp í 70 ár fylgi með. 31. júlí 2025 12:30 Færeyingar fagna enn einum jarðgöngunum Færeyingar fögnuðu í gær opnun nýrra jarðganga, Fámjinsganga á Suðurey. Jóhan Christiansen, sjávarútvegs- og samgönguráðherra, opnaði göngin formlega með því að skera á borða. Elsti íbúi Fámjin, Svend Joensen, fékk svo fyrstur að aka í gegn. 26. júní 2025 14:50 Færeyingar fagna tvennum göngum Mannfjöldi fagnaði opnun tveggja nýrra jarðganga á Borðey í Færeyjum fyrir helgi, Árnafjarðarganga og Hvannasundsganga. Saman nefnast þau Göngin norður um Fjall og eru samtals 4,2 kílómetra löng. 22. desember 2024 06:46 Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. 21. desember 2023 22:55 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Rugluðust á Laufey og „Megan“ Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Búa sig undir ákvörðun um stærsta mannvirki Færeyja Færeyingar búa sig núna undir stærstu ákvörðun færeyskrar mannvirkjagerðar, hvort grafa eigi 26 kílómetra löng neðansjávargöng til Suðureyjar. Þeir stefna að ákvörðun eftir hálft ár og vonast til að framkvæmdir hefjist innan þriggja ára. 19. júní 2024 22:00
Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, tilkynnti í Ólafsvökuræðunni í fyrradag, setningarræðu færeyska lögþingsins, að frumvörp landsstjórnarinnar um gerð Suðureyjarganga og hækkun eftirlaunaaldurs yrðu bæði lögð fram að nýju í haust. Einn stjórnarflokkanna, Framsókn, fékk því framgengt að málin verði spyrt saman og að Suðureyjargöng verði ekki samþykkt nema hækkun eftirlaunaaldurs í áföngum upp í 70 ár fylgi með. 31. júlí 2025 12:30
Færeyingar fagna enn einum jarðgöngunum Færeyingar fögnuðu í gær opnun nýrra jarðganga, Fámjinsganga á Suðurey. Jóhan Christiansen, sjávarútvegs- og samgönguráðherra, opnaði göngin formlega með því að skera á borða. Elsti íbúi Fámjin, Svend Joensen, fékk svo fyrstur að aka í gegn. 26. júní 2025 14:50
Færeyingar fagna tvennum göngum Mannfjöldi fagnaði opnun tveggja nýrra jarðganga á Borðey í Færeyjum fyrir helgi, Árnafjarðarganga og Hvannasundsganga. Saman nefnast þau Göngin norður um Fjall og eru samtals 4,2 kílómetra löng. 22. desember 2024 06:46
Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. 21. desember 2023 22:55