Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar 28. október 2025 07:03 Fyrir um ári kom út stór skýrsla um samkeppnishæfni Evrópu sem í daglegu tali er köllum Draghi-skýrslan, eftir aðalhöfundi hennar, Mario Draghi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu. Skýrslan dregur fram margvíslega veikleika í samkeppnishæfni atvinnulífs Evrópusambandsins og leggur til aðgerðir til að bregðast við þeim. Hér á landi hafa sumir notað Draghi skýrsluna til að draga fram þá mynd að ESB sé rjúkandi rúst og að þangað höfum við ekkert að sækja. En hvað er það sem Draghi-skýrslan dregur fram? Og hvernig kæmi samkeppnishæfni okkar eigin atvinnulífs út ef sömu mælistikur væru notaðar? Einn meginpunktur skýrslunnar er að ESB hafi orðið eftir í samkeppni við Bandaríkin þegar kemur að tækni og nýsköpun. Því til sönnunnar ef nefnt að verðmætustu fyrirtæki Bandaríkjanna séu allt nýleg tæknifyrirtæki. Hér er listinn: Verðmætustu fyrirtæki í kauphöllum Bandaríkjanna: NVIDIA Corporation (Tækni/Gervigreind/Flögur) Microsoft Corporation (Tækni/Hugbúnaður) Apple Inc. (Tækni/Neyslu-rafeindatækni) Alphabet Inc. (Google) (Tækni/Netþjónusta) Amazon.com, Inc. (Tækni/Verslun á netinu/Skýjaþjónusta) Meta Platforms, Inc. (Tækni/Samfélagsmiðlar) Broadcom Inc. (Tækni/Hálfleiðarar) Tesla, Inc. (Neysluvörur/Rafbílar) Skoðum til samanburðar: Verðmætustu fyrirtæki í kauphöllum Evrópusambandsins: ASML Holding N.V. (Tækni/Hálfleiðarabúnaður) LVMH Moët Hennessy Louis Vuitton (Lúxusvörur) SAP SE (Tækni/Hugbúnaður) Prosus N.V. (Tækni/Fjárfesting í netfyrirtækjum) Hermès International (Lúxusvörur) L'Oréal S.A. (Neysluvörur/Snyrtivörur) Novo Nordisk A/S (Lyfjafyrirtæki) Siemens AG (Iðnaður/Tækni) Hér má sjá hvað höfundar Draghi-skýrslunnar eiga við. Nánast öll fyrirtæki á bandaríska listanum eru tæknifyrirtæki er sem ekki voru til fyrir 50 árum. Í Evrópu er töluvert meira um hefðbundin framleiðslufyrirtæki sem hvíla á gömlum grunni. En hver er staðan á Íslandi? Verðmætustu fyrirtæki í kauphöll Íslands: Arion banki hf (Fjármálaþjónusta) Íslandsbanki hf (Fjármálaþjónusta) Síldarvinnslan hf (Sjávarútvegur/Fiskvinnsla) Hagar hf (Smásala) Brim hf (Sjávarútvegur) Ísfélag hf (Sjávarútvegur) Festi hf (Smásala/Fjárfestingar) Reitir fasteignafélag hf (Fasteignir) Rétt er að taka fram að ef við lítum til fyrirtækja sem hafa höfuðstöðvar á Íslandi en eru skráð í kauphöllum annarra landa þá myndu Alvotech og Embla Medical bætast við. En staðan er engu að síður þessi: Sé litið til íslensku kauphallarinnar þá eru það fjármálafyrirtæki, smásalar, sjávarútvegsfyrirtæki og fasteignafélög sem tróna á toppnum. Allt er þetta er starfsemi sem hefur verið til í áratugi. Tæknifyrirtækin eru jafnvel minna sýnileg en í ESB. Eigi Ísland á að tryggja samkeppnishæfni sína til framtíðar þarf allavega að horfast í augu við veruleikann eins og hann er. Það er einmitt það sem Evrópusambandið gerði. Draghi-skýrslan vakti athygli á veikleikum ESB-landa sem löndin hafa þegar ákveðið að bregðast við með margvíslegum hætti. Að gera það er ekki merki um veikleika, heldur styrk. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Höfuðborgin sem þjóðgarður: Arfleifð til komandi kynslóða Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Fyrir um ári kom út stór skýrsla um samkeppnishæfni Evrópu sem í daglegu tali er köllum Draghi-skýrslan, eftir aðalhöfundi hennar, Mario Draghi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu. Skýrslan dregur fram margvíslega veikleika í samkeppnishæfni atvinnulífs Evrópusambandsins og leggur til aðgerðir til að bregðast við þeim. Hér á landi hafa sumir notað Draghi skýrsluna til að draga fram þá mynd að ESB sé rjúkandi rúst og að þangað höfum við ekkert að sækja. En hvað er það sem Draghi-skýrslan dregur fram? Og hvernig kæmi samkeppnishæfni okkar eigin atvinnulífs út ef sömu mælistikur væru notaðar? Einn meginpunktur skýrslunnar er að ESB hafi orðið eftir í samkeppni við Bandaríkin þegar kemur að tækni og nýsköpun. Því til sönnunnar ef nefnt að verðmætustu fyrirtæki Bandaríkjanna séu allt nýleg tæknifyrirtæki. Hér er listinn: Verðmætustu fyrirtæki í kauphöllum Bandaríkjanna: NVIDIA Corporation (Tækni/Gervigreind/Flögur) Microsoft Corporation (Tækni/Hugbúnaður) Apple Inc. (Tækni/Neyslu-rafeindatækni) Alphabet Inc. (Google) (Tækni/Netþjónusta) Amazon.com, Inc. (Tækni/Verslun á netinu/Skýjaþjónusta) Meta Platforms, Inc. (Tækni/Samfélagsmiðlar) Broadcom Inc. (Tækni/Hálfleiðarar) Tesla, Inc. (Neysluvörur/Rafbílar) Skoðum til samanburðar: Verðmætustu fyrirtæki í kauphöllum Evrópusambandsins: ASML Holding N.V. (Tækni/Hálfleiðarabúnaður) LVMH Moët Hennessy Louis Vuitton (Lúxusvörur) SAP SE (Tækni/Hugbúnaður) Prosus N.V. (Tækni/Fjárfesting í netfyrirtækjum) Hermès International (Lúxusvörur) L'Oréal S.A. (Neysluvörur/Snyrtivörur) Novo Nordisk A/S (Lyfjafyrirtæki) Siemens AG (Iðnaður/Tækni) Hér má sjá hvað höfundar Draghi-skýrslunnar eiga við. Nánast öll fyrirtæki á bandaríska listanum eru tæknifyrirtæki er sem ekki voru til fyrir 50 árum. Í Evrópu er töluvert meira um hefðbundin framleiðslufyrirtæki sem hvíla á gömlum grunni. En hver er staðan á Íslandi? Verðmætustu fyrirtæki í kauphöll Íslands: Arion banki hf (Fjármálaþjónusta) Íslandsbanki hf (Fjármálaþjónusta) Síldarvinnslan hf (Sjávarútvegur/Fiskvinnsla) Hagar hf (Smásala) Brim hf (Sjávarútvegur) Ísfélag hf (Sjávarútvegur) Festi hf (Smásala/Fjárfestingar) Reitir fasteignafélag hf (Fasteignir) Rétt er að taka fram að ef við lítum til fyrirtækja sem hafa höfuðstöðvar á Íslandi en eru skráð í kauphöllum annarra landa þá myndu Alvotech og Embla Medical bætast við. En staðan er engu að síður þessi: Sé litið til íslensku kauphallarinnar þá eru það fjármálafyrirtæki, smásalar, sjávarútvegsfyrirtæki og fasteignafélög sem tróna á toppnum. Allt er þetta er starfsemi sem hefur verið til í áratugi. Tæknifyrirtækin eru jafnvel minna sýnileg en í ESB. Eigi Ísland á að tryggja samkeppnishæfni sína til framtíðar þarf allavega að horfast í augu við veruleikann eins og hann er. Það er einmitt það sem Evrópusambandið gerði. Draghi-skýrslan vakti athygli á veikleikum ESB-landa sem löndin hafa þegar ákveðið að bregðast við með margvíslegum hætti. Að gera það er ekki merki um veikleika, heldur styrk. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar