Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2025 10:00 Á meðan Erling Haaland raðar inn mörkum þá sér Josko Gvardiol til þess að Manchester City fái sem fæst mörk á sig á hinum enda vallarins. Getty/Simon Stacpoole Fyrir fimm árum hefði Króatann Josko Gvardiol aldrei grunað að hann ætti eftir að spila fyrir Manchester City. Hann var nálægt því að hætta í fótbolta til að snúa sér að körfubolta en varð svo næstdýrasti varnarmaður sögunnar. Gvardiol kom til City frá RB Leipzig í ágúst 2023, fyrir 77 milljónir punda, eftir að hafa næstum gefist upp á draumnum sínum þegar hann var 16 ára unglingaliðsmaður hjá Dinamo Zagreb. „Ég íhugaði að hætta til að snúa mér að körfubolta,“ sagði Gvardiol við BBC en hann var orðinn þreyttur á að fá ekki að spila nógu mikið. „Ég var ekki viss varðandi fótboltann því maður var hættur að hafa gaman af að mæta á æfingar. Ég var farinn að leita að öðrum lausnum og leiðum til að verða glaðari því allir vinir mínir voru í körfubolta,“ sagði Gvardiol. Hefði sagt: Ekki séns Hann gafst hins vegar ekki upp á fótboltanum og var seldur til Þýskalands fyrir 16 milljónir punda, metfé fyrir króatískan ungling, eftir að hafa orðið tvöfaldur meistari með Dinamo. Þaðan lá svo leiðin til City þar sem Gvardiol sló í gegn og hefur enginn varnarmaður skorað jafnmörg mörk og þessi 23 ára Króati síðan hann mætti í deildina. „Draumurinn var auðvitað að verða atvinnumaður í fótbolta en ég vissi ekki að ég næði svona langt. Ef við færum fimm ár aftur í tímann og ég yrði spurður hvort ég sæi fyrir mér að geta spilað með Manchester City 2023, 24 og 25, þá hefði ég sagt að það væri ekki séns. Bara alveg ómögulegt,“ sagði Gvardiol. Ánægður sem miðvörður Í grein BBC er bent á að Gvardiol hafi spilað 55 af 61 leik City á síðustu leiktíð og spilað alls 6.000 mínútur fyrir City og króatíska landsliðið. Hann missti aðeins af 140 mínútum í ensku úrvalsdeildinni, á leiktíð sem reyndist City þó erfið lengi vel og var sú fyrsta hjá liðinu án titils síðan 2016-17. Gvardiol sló í gegn sem vinstri bakvörður og lék oftast sem slíkur á síðustu leiktíð en er nú farinn að spila meira sem miðvörður og myndar frábæran þríhyrning með Rúben Dias og Gianluigi Donnarumma. Tölurnar sýna að með Gvardiol í miðverði fær City á sig mun færri mörk og færri skot. „Ég er ánægður með að vera kominn aftur í mína stöðu. Bara að spila einfalt, vernda markið. Við erum auðvitað með ný markmið á þessari leiktíð og stefnum hátt. En ég vil þó segja að það er fullsnemmt að setja sér markmið því tímabilið er langt og við tökum það leik fyrir leik,“ sagði Gvardiol. Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Gvardiol kom til City frá RB Leipzig í ágúst 2023, fyrir 77 milljónir punda, eftir að hafa næstum gefist upp á draumnum sínum þegar hann var 16 ára unglingaliðsmaður hjá Dinamo Zagreb. „Ég íhugaði að hætta til að snúa mér að körfubolta,“ sagði Gvardiol við BBC en hann var orðinn þreyttur á að fá ekki að spila nógu mikið. „Ég var ekki viss varðandi fótboltann því maður var hættur að hafa gaman af að mæta á æfingar. Ég var farinn að leita að öðrum lausnum og leiðum til að verða glaðari því allir vinir mínir voru í körfubolta,“ sagði Gvardiol. Hefði sagt: Ekki séns Hann gafst hins vegar ekki upp á fótboltanum og var seldur til Þýskalands fyrir 16 milljónir punda, metfé fyrir króatískan ungling, eftir að hafa orðið tvöfaldur meistari með Dinamo. Þaðan lá svo leiðin til City þar sem Gvardiol sló í gegn og hefur enginn varnarmaður skorað jafnmörg mörk og þessi 23 ára Króati síðan hann mætti í deildina. „Draumurinn var auðvitað að verða atvinnumaður í fótbolta en ég vissi ekki að ég næði svona langt. Ef við færum fimm ár aftur í tímann og ég yrði spurður hvort ég sæi fyrir mér að geta spilað með Manchester City 2023, 24 og 25, þá hefði ég sagt að það væri ekki séns. Bara alveg ómögulegt,“ sagði Gvardiol. Ánægður sem miðvörður Í grein BBC er bent á að Gvardiol hafi spilað 55 af 61 leik City á síðustu leiktíð og spilað alls 6.000 mínútur fyrir City og króatíska landsliðið. Hann missti aðeins af 140 mínútum í ensku úrvalsdeildinni, á leiktíð sem reyndist City þó erfið lengi vel og var sú fyrsta hjá liðinu án titils síðan 2016-17. Gvardiol sló í gegn sem vinstri bakvörður og lék oftast sem slíkur á síðustu leiktíð en er nú farinn að spila meira sem miðvörður og myndar frábæran þríhyrning með Rúben Dias og Gianluigi Donnarumma. Tölurnar sýna að með Gvardiol í miðverði fær City á sig mun færri mörk og færri skot. „Ég er ánægður með að vera kominn aftur í mína stöðu. Bara að spila einfalt, vernda markið. Við erum auðvitað með ný markmið á þessari leiktíð og stefnum hátt. En ég vil þó segja að það er fullsnemmt að setja sér markmið því tímabilið er langt og við tökum það leik fyrir leik,“ sagði Gvardiol.
Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira