Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. október 2025 19:25 Monika Hjálmtýsdóttir formaður Félags fasteignasala. Vísir/Lýður Valberg Mikil óvissa á húsnæðismarkaði hefur veruleg áhrif á kaupendur sem hafa þegar fengið samþykkt greiðslumat. Fasteignasalar óttast afleiðingar þess að fjársterkir kaupendur sitji einir að markaðnum. Stjórnendur Íslandsbanka tilkynntu í dag að ákveðið hefði verið að gera hlé á veitingu verðtryggðra húsnæðislána með breytilegum vöxtum til einstaklinga. Fetaði bankinn þar með í spor hinna viðskiptabankanna tveggja auk þriggja lífeyrissjóða sem allir hafa gert hlé á lánveitingunum í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. Sagði fjármálaráðherra í hádegisfréttum í dag að nú sé til skoðunar hvernig búa megi til viðmið fyrir vexti slíkra lána. Erfitt að starfa í þessari óvissu Monika Hjálmtýsdóttir formaður félags fasteignasala segir erfitt að starfa í slíkri óvissu. „Þeir sem eru að fá í dag samþykkt kauptilboð og ætla að fara að sækja um lán í dag, þá er í raun og veru allt stopp, sem er mjög neikvætt.“ Meirihluti lántakenda velji verðtryggð lán vegna núverandi verðbólguástands og staðan nú bitni því á flestum kaupendum. „Og verðtryggðu lánin eru auðvitað mjög mikilvæg á íslenskum fasteignamarkaði, miðað við það umhverfi sem við búum í, þó svo við myndum örugglega flest kjósa það að þau væru ekki til, en ef þau myndu hverfa af markaðnum núna þá yrði stór hluti af kaupendum þarna úti sem hreinlega gætu ekki keypt sér fasteign.“ Núverandi ástand megi ekki vara lengi Fasteignamarkaðurinn megi ekki við því að núverandi ástand vari lengi, fjársterkari aðilar sitji nú einir að markaðnum. „Ég myndi segja að það væri ein til tvær vikur sem þetta mætti alls ekki taka lengri tíma en það þar til þetta færi að hafa veruleg áhrif. Þetta myndi líka bara skapa ákveðinn ójöfnuð út á markaðnum, því meðan þetta ástand varir og það er ákveðinn hópur þarna úti sem getur hreinlega ekki keypt fasteignir þá eru aðrir sem hafa kost á því og standa þá bara einir að því sem í boði er.“ Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Stjórnendur Íslandsbanka tilkynntu í dag að ákveðið hefði verið að gera hlé á veitingu verðtryggðra húsnæðislána með breytilegum vöxtum til einstaklinga. Fetaði bankinn þar með í spor hinna viðskiptabankanna tveggja auk þriggja lífeyrissjóða sem allir hafa gert hlé á lánveitingunum í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. Sagði fjármálaráðherra í hádegisfréttum í dag að nú sé til skoðunar hvernig búa megi til viðmið fyrir vexti slíkra lána. Erfitt að starfa í þessari óvissu Monika Hjálmtýsdóttir formaður félags fasteignasala segir erfitt að starfa í slíkri óvissu. „Þeir sem eru að fá í dag samþykkt kauptilboð og ætla að fara að sækja um lán í dag, þá er í raun og veru allt stopp, sem er mjög neikvætt.“ Meirihluti lántakenda velji verðtryggð lán vegna núverandi verðbólguástands og staðan nú bitni því á flestum kaupendum. „Og verðtryggðu lánin eru auðvitað mjög mikilvæg á íslenskum fasteignamarkaði, miðað við það umhverfi sem við búum í, þó svo við myndum örugglega flest kjósa það að þau væru ekki til, en ef þau myndu hverfa af markaðnum núna þá yrði stór hluti af kaupendum þarna úti sem hreinlega gætu ekki keypt sér fasteign.“ Núverandi ástand megi ekki vara lengi Fasteignamarkaðurinn megi ekki við því að núverandi ástand vari lengi, fjársterkari aðilar sitji nú einir að markaðnum. „Ég myndi segja að það væri ein til tvær vikur sem þetta mætti alls ekki taka lengri tíma en það þar til þetta færi að hafa veruleg áhrif. Þetta myndi líka bara skapa ákveðinn ójöfnuð út á markaðnum, því meðan þetta ástand varir og það er ákveðinn hópur þarna úti sem getur hreinlega ekki keypt fasteignir þá eru aðrir sem hafa kost á því og standa þá bara einir að því sem í boði er.“
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira