Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. október 2025 15:36 Einar og Guðrún vilja frekar styrkja Ljósið enda sé Krabbameinsféalgið frekar fjármála- og viðburðafyrirtæki. AÐSEND Einar Páll Svavarsson og Guðrún Einarsdóttir kona hans eru hætt að styrkja Krabbameinsfélag Íslands eftir að Guðrún greindist með alvarlegt krabbamein. Eftir að hafa skoðað fjárhagsstöðu félagsins segir Einar Páll að frekar sé um viðburða- og fjármálafyrirtæki að ræða heldur en hjálparsamtök. Þeirra fjárframlag rennur nú til Ljóssins. „Krabbameinsfélagið hefur alla tíð verið ákaflega hátt skrifað hjá mér,“ skrifar Einar Páll í færslu á Facebook sem hefur verið deilt nær fimm hundruð sinnum á einungis tveimur dögum. Hann og Guðrún Einarsdóttir, konan hans, hafi oft tekið þátt í fjáröflunum félagsins og greitt fasta fjárhæð til félagsins mánaðarlega. „Fyrir rúmlega ári síðan greindist Gunna með alvarlegt ólæknandi krabbamein í heila, Glioblastoma heilaæxli, eins og það heitir. Eins og hjá öllum sem greinast með alvarlegt krabbamein tók lífið algerlega nýja stefnu. Mestallur tími tók með einum eða öðrum hætti að snúast um baráttuna við meinið.“ Guðrún hafi þurft á heilauppskurði að halda, nokkurra vikna geislameðferð og margra mánaða lyfjameðferð. Einar Páll segir öll samskipti þeirra við Landspítalann hafa verið óaðfinnanleg og upplýsandi. Hins vegar hafi ekki heyrst bofs frá Krabbameinsfélaginu, nema persónulegt símtal þar sem þau voru beðin um að styrkja félagið með mánaðarlegum greiðslum. „Bæði samþykktum við beiðnina með nokkurra þúsunda króna framlagi á mánuði. Einnig fengum við bæði til viðbótar gíróseðil í pósthólfið og kröfu í netbankann upp á kr. 5000 frá Krabbameinsfélaginu vegna bleiku slaufunnar. Í ljósi þeirrar stöðu sem við erum í hlaut þessi skortur á snertipunkti við Krabbameinsfélag Íslands að koma spánskt fyrir sjónir,“ segir Einar Páll. „Við, eins og margir, höfum átt vini og ættingja sem hafa fengið krabbamein, lifað það af og einnig látist úr krabbameini. Nánast allir höfðu sömu upplifun af Krabbameinsfélagi Íslands, enginn snertipunktur af neinu tagi. Og við Gunna hljótum að spyrja: Ef ekki núna, þá hvenær?“ Hann segist ekki skilja hvers vegna félag sem þau höfðu stutt til fjölda ára hafi aldrei komið upp þessa fjórtán mánuði sem Guðrún hefur glímt við meinið. Félagið eigi yfir milljarð Einar Páll segist hafa tekið sig til og skoðað ítarlega ársreikninga, ársskýrslur og aðrar upplýsingar. Þar hafi margt komið einkennilega fyrir sjónir. „Til dæmis að stór hluti starfseminnar snýst um fjáröflun, markaðsmál og ávöxtun fjármuna. Það stingur í augu að félag sem reglulega og oft á ári blæs til fjáröflunar meðal almennings á veltufjármuni, verðbréf og aðrar peningalegar eignir að fjárhæð tæplega eitt þúsund og þrjú hundruð milljónir,“ segir hann og bætir við að sú fjárhæð hafi staðið í rúmum milljarði síðustu árin. Við athugun blaðamanns kom í ljós að óráðstafað fé Krabbameinsfélags Íslands í lok árs 2024 var tæpur 1,7 milljarður króna. Skuldirnar námu tæpum 170 milljónum króna. „Við markaðsdeild félagsins starfa 7 einstaklingar af 34 starfsmönnum. Sami fjöldi og starfar við ráðgjöf og stuðning hjá félaginu. Þetta kemur pínulítið þannig út að félagið kjósi frekar að eiga „peninga í baka og verðbréfum“ en að hlúa að þeim sem glíma við krabbamein.“ Einar Páll tekur einnig fyrir Rannsóknasetur - Krabbameinsskrár þar sem tíu einstaklingar starfa en hann telur starf setursins skrítið. Upplýsingarnar sem þar er boðið upp á séu illa settar fram, takmarkaðar og óaðgengilegar á heimasíðu þeirra. „Við greiningu sjúkdómsins tók það innan við klukkutíma að fá ítarlegar upplýsingar um sjúkdóminn með hjálp Google og ChatGPT. Upplýsingar sem eru margfalt ítarlegri og nákvæmari en kemur fram á vefsíðu Krabbameinsfélags Íslands,“ segir hann. „Það er því miður eiginlega ljóst að Krabbameinsfélagið er að litlu leyti félagi sem starfar í þágu þeirra sem „fá krabbamein.“ Það er mun líkara viðburða- og fjármálafyrirtæki með einhvers konar rannsóknarstofu í tölfræði.“ Fjármunir þeirra renna til Ljóssins sem eigi undir högg að sækja Þegar Guðrún greindist með krabbamein segist Einar Páll hafa fengið fjölda ábendinga úr öllum áttum að leita til Ljóssins. Hann segir markmið greinarinnar hafa verið að vekja athygli á stöðu Ljóssins sem eigi undir högg að sækja. Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar á að skera niður fjárframlög til Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess, um tvö hundruð milljónir króna. Einar Páll telur það dapurlegt að sjá vegið að Ljósinu meðan markaðsdeild Krabbameinsfélagsins „hellir af stað milljóna herferð til að safna meira fé þar sem nægir sjóðir eru fyrir.“ Hann og Guðrún hafa látið af styrkjum sínum til Krabbameinsfélagsins og kjósa frekar að styrkja Ljósið. „Og vil ég hvetja fólk til að skoða þann sama valkost mjög vel. Að minnsta kosti að lækka framlagið til Krabbameinsfélagsins til helminga og greiða þann helming til Ljóssins. Þá vil ég hvetja fólk til að skora á þá ráðamenn sem taka ákvarðanir um fjármál ríkisins að gera varanlegan samning við Ljósið um árlegt framlag. Þeim fjármunum er vel varið eins og allir vita sem hafa sótt þjónustu til Ljóssins.“ Félagasamtök Krabbamein Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
„Krabbameinsfélagið hefur alla tíð verið ákaflega hátt skrifað hjá mér,“ skrifar Einar Páll í færslu á Facebook sem hefur verið deilt nær fimm hundruð sinnum á einungis tveimur dögum. Hann og Guðrún Einarsdóttir, konan hans, hafi oft tekið þátt í fjáröflunum félagsins og greitt fasta fjárhæð til félagsins mánaðarlega. „Fyrir rúmlega ári síðan greindist Gunna með alvarlegt ólæknandi krabbamein í heila, Glioblastoma heilaæxli, eins og það heitir. Eins og hjá öllum sem greinast með alvarlegt krabbamein tók lífið algerlega nýja stefnu. Mestallur tími tók með einum eða öðrum hætti að snúast um baráttuna við meinið.“ Guðrún hafi þurft á heilauppskurði að halda, nokkurra vikna geislameðferð og margra mánaða lyfjameðferð. Einar Páll segir öll samskipti þeirra við Landspítalann hafa verið óaðfinnanleg og upplýsandi. Hins vegar hafi ekki heyrst bofs frá Krabbameinsfélaginu, nema persónulegt símtal þar sem þau voru beðin um að styrkja félagið með mánaðarlegum greiðslum. „Bæði samþykktum við beiðnina með nokkurra þúsunda króna framlagi á mánuði. Einnig fengum við bæði til viðbótar gíróseðil í pósthólfið og kröfu í netbankann upp á kr. 5000 frá Krabbameinsfélaginu vegna bleiku slaufunnar. Í ljósi þeirrar stöðu sem við erum í hlaut þessi skortur á snertipunkti við Krabbameinsfélag Íslands að koma spánskt fyrir sjónir,“ segir Einar Páll. „Við, eins og margir, höfum átt vini og ættingja sem hafa fengið krabbamein, lifað það af og einnig látist úr krabbameini. Nánast allir höfðu sömu upplifun af Krabbameinsfélagi Íslands, enginn snertipunktur af neinu tagi. Og við Gunna hljótum að spyrja: Ef ekki núna, þá hvenær?“ Hann segist ekki skilja hvers vegna félag sem þau höfðu stutt til fjölda ára hafi aldrei komið upp þessa fjórtán mánuði sem Guðrún hefur glímt við meinið. Félagið eigi yfir milljarð Einar Páll segist hafa tekið sig til og skoðað ítarlega ársreikninga, ársskýrslur og aðrar upplýsingar. Þar hafi margt komið einkennilega fyrir sjónir. „Til dæmis að stór hluti starfseminnar snýst um fjáröflun, markaðsmál og ávöxtun fjármuna. Það stingur í augu að félag sem reglulega og oft á ári blæs til fjáröflunar meðal almennings á veltufjármuni, verðbréf og aðrar peningalegar eignir að fjárhæð tæplega eitt þúsund og þrjú hundruð milljónir,“ segir hann og bætir við að sú fjárhæð hafi staðið í rúmum milljarði síðustu árin. Við athugun blaðamanns kom í ljós að óráðstafað fé Krabbameinsfélags Íslands í lok árs 2024 var tæpur 1,7 milljarður króna. Skuldirnar námu tæpum 170 milljónum króna. „Við markaðsdeild félagsins starfa 7 einstaklingar af 34 starfsmönnum. Sami fjöldi og starfar við ráðgjöf og stuðning hjá félaginu. Þetta kemur pínulítið þannig út að félagið kjósi frekar að eiga „peninga í baka og verðbréfum“ en að hlúa að þeim sem glíma við krabbamein.“ Einar Páll tekur einnig fyrir Rannsóknasetur - Krabbameinsskrár þar sem tíu einstaklingar starfa en hann telur starf setursins skrítið. Upplýsingarnar sem þar er boðið upp á séu illa settar fram, takmarkaðar og óaðgengilegar á heimasíðu þeirra. „Við greiningu sjúkdómsins tók það innan við klukkutíma að fá ítarlegar upplýsingar um sjúkdóminn með hjálp Google og ChatGPT. Upplýsingar sem eru margfalt ítarlegri og nákvæmari en kemur fram á vefsíðu Krabbameinsfélags Íslands,“ segir hann. „Það er því miður eiginlega ljóst að Krabbameinsfélagið er að litlu leyti félagi sem starfar í þágu þeirra sem „fá krabbamein.“ Það er mun líkara viðburða- og fjármálafyrirtæki með einhvers konar rannsóknarstofu í tölfræði.“ Fjármunir þeirra renna til Ljóssins sem eigi undir högg að sækja Þegar Guðrún greindist með krabbamein segist Einar Páll hafa fengið fjölda ábendinga úr öllum áttum að leita til Ljóssins. Hann segir markmið greinarinnar hafa verið að vekja athygli á stöðu Ljóssins sem eigi undir högg að sækja. Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar á að skera niður fjárframlög til Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess, um tvö hundruð milljónir króna. Einar Páll telur það dapurlegt að sjá vegið að Ljósinu meðan markaðsdeild Krabbameinsfélagsins „hellir af stað milljóna herferð til að safna meira fé þar sem nægir sjóðir eru fyrir.“ Hann og Guðrún hafa látið af styrkjum sínum til Krabbameinsfélagsins og kjósa frekar að styrkja Ljósið. „Og vil ég hvetja fólk til að skoða þann sama valkost mjög vel. Að minnsta kosti að lækka framlagið til Krabbameinsfélagsins til helminga og greiða þann helming til Ljóssins. Þá vil ég hvetja fólk til að skora á þá ráðamenn sem taka ákvarðanir um fjármál ríkisins að gera varanlegan samning við Ljósið um árlegt framlag. Þeim fjármunum er vel varið eins og allir vita sem hafa sótt þjónustu til Ljóssins.“
Félagasamtök Krabbamein Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira