Músin Ragnar og stemning Stólanna Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2025 14:32 Ragnar Ágústsson átti frábæran leik gegn ÍR-ingum. Vísir/Anton Brink Þó að Tindastóll hafi tapað Evrópuleik sínum í Tékklandi í gærkvöld þá hefur tímabilið að öðru leyti gengið eins og í sögu og stemningin virst mikil. Um þetta ræddu menn í Bónus Körfuboltakvöldi á föstudaginn. Stólarnir eru á toppi Bónus-deildarinnar eftir þrjá sigra en þeir keyrðu yfir ÍR-inga í Breiðholtinu síðasta föstudag, og unnu 113-67. Ragnar Ágústsson átti þar frábæran leik og skoraði tuttugu stig, með áttatíu prósent skotnýtingu, en umræðuna um hann og stemninguna hjá Stólunum má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Músin Ragnar og stemning Stólanna „Það fer rosalega mikið fyrir Ragnari inni á vellinum. Það taka allir eftir því þegar hann er að hreyfa sig. En þetta er músin sem læðist. Þetta er ekki gæinn sem er að fara í áhorfendur og hvetja alla áfram. Hann bara spilar á fullu, alltaf í botni, og gerir ótrúlega marga grunnhluti ótrúlega vel. Það er gaman að hann skuli vera að fá tækifæri hjá nýjum þjálfara,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson í Körfuboltakvöldi. Stólarnir hafa í nógu að snúast því á milli leikja í Bónus-deildinni eru þeir að spila í Norður-Evrópukeppninni, þar sem þeir unnu fyrstu tvo leiki sína en töpuðu svo gegn Opava í Tékklandi í gær. Teitur Örlygsson er sannfærður um að þátttakan í keppninni geri mikið fyrir Stólana: „Þegar að mitt lið fór í svona keppnis- eða æfingaferðir fyrir tímabilið þá fannst mér þetta alltaf gera liðinu ofboðslega gott. Samveran límir einhvern veginn hópinn saman. Nýju leikmennirnir opna sig og kynnast. Mér finnst ég sjá þetta á Tindastólsliðinu innan vallar. Það er ofboðslega gaman hjá þeim og ég hef oft sagt að ég dauðöfunda þá að vera að taka þátt í svona keppni, og þurfa ekki að vera að mæta á æfingar klukkan sjö á kvöldin í myrkrinu. Vera bara úti í heimi að spila körfubolta,“ sagði Teitur. Bónus-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sigurganga Tindastóls endaði í Tékklandi í kvöld þegar liðið steinlá á móti BK Opava í Norður-Evrópukeppni félagsliða í körfubolta. 20. október 2025 17:41 Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Eftir góðan sigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar í Bónus deild karla í gær segir Teitur Örlygsson að Keflavík eigi að stefna á að fara alla leið. 18. október 2025 10:31 Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjá meira
Stólarnir eru á toppi Bónus-deildarinnar eftir þrjá sigra en þeir keyrðu yfir ÍR-inga í Breiðholtinu síðasta föstudag, og unnu 113-67. Ragnar Ágústsson átti þar frábæran leik og skoraði tuttugu stig, með áttatíu prósent skotnýtingu, en umræðuna um hann og stemninguna hjá Stólunum má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Músin Ragnar og stemning Stólanna „Það fer rosalega mikið fyrir Ragnari inni á vellinum. Það taka allir eftir því þegar hann er að hreyfa sig. En þetta er músin sem læðist. Þetta er ekki gæinn sem er að fara í áhorfendur og hvetja alla áfram. Hann bara spilar á fullu, alltaf í botni, og gerir ótrúlega marga grunnhluti ótrúlega vel. Það er gaman að hann skuli vera að fá tækifæri hjá nýjum þjálfara,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson í Körfuboltakvöldi. Stólarnir hafa í nógu að snúast því á milli leikja í Bónus-deildinni eru þeir að spila í Norður-Evrópukeppninni, þar sem þeir unnu fyrstu tvo leiki sína en töpuðu svo gegn Opava í Tékklandi í gær. Teitur Örlygsson er sannfærður um að þátttakan í keppninni geri mikið fyrir Stólana: „Þegar að mitt lið fór í svona keppnis- eða æfingaferðir fyrir tímabilið þá fannst mér þetta alltaf gera liðinu ofboðslega gott. Samveran límir einhvern veginn hópinn saman. Nýju leikmennirnir opna sig og kynnast. Mér finnst ég sjá þetta á Tindastólsliðinu innan vallar. Það er ofboðslega gaman hjá þeim og ég hef oft sagt að ég dauðöfunda þá að vera að taka þátt í svona keppni, og þurfa ekki að vera að mæta á æfingar klukkan sjö á kvöldin í myrkrinu. Vera bara úti í heimi að spila körfubolta,“ sagði Teitur.
Bónus-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sigurganga Tindastóls endaði í Tékklandi í kvöld þegar liðið steinlá á móti BK Opava í Norður-Evrópukeppni félagsliða í körfubolta. 20. október 2025 17:41 Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Eftir góðan sigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar í Bónus deild karla í gær segir Teitur Örlygsson að Keflavík eigi að stefna á að fara alla leið. 18. október 2025 10:31 Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjá meira
Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sigurganga Tindastóls endaði í Tékklandi í kvöld þegar liðið steinlá á móti BK Opava í Norður-Evrópukeppni félagsliða í körfubolta. 20. október 2025 17:41
Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Eftir góðan sigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar í Bónus deild karla í gær segir Teitur Örlygsson að Keflavík eigi að stefna á að fara alla leið. 18. október 2025 10:31