Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2025 14:14 Fréttir af komu moskítóflugunnar til Íslands hafa nú ratað í heimspressuna. Fjölmiðlar í Bretlandi og Danmörku hafa meðal annars greint frá komu þessa nýja landnema til Íslands í dag og sett í samhengi við áhrif loftlagsbreytinga. „Þrjár flugur finnast þar sem áður einn af fáum stöðum í heiminum án paddanna,“ segir meðal annars í inngangsorðum fréttar Guardian í Bretlandi, en þar birtist grein um komu moskítóflugunnar til Íslands á netforsíðu blaðsins í dag. Þar til í þessum mánuði hafi Ísland verið einn af örfáum stöðum í heimi, auk Antartíku, þar sem moskítófluguna var ekki að finna. Nú sé enn eitt vígið fallið og orsökin einkum rakin til loftslagsbreytinga. Haft er eftir Matthíasi Alfreðssyni hjá Náttúrufræðistofnun að þrjár flugur af tegundinni culiseta annulata hafi fundist í Kiðafelli í Kjós, líkt og Vísir greindi frá í gær. Tegundin sé lífsseig og hörð af sér í kulda og eigi þannig möguleika á að lifa af íslenskan vetur. Frétt Guardian virðist hafa vakið athygli fjölmiðla á borð við danska ríkissjónvarpið, DR, einnig. „Í fyrsta sinn finnst bitmý á Íslandi,“ segir í fyrirsögn DR og er þar átt við moskítófluguna, sem jafnan er kölluð myg eða stikmyg á dönsku. „Ísland er venjulega þekkt fyrir að vera staður þar sem ferðalangar og aðrir gestir í náttúrunni sleppa við að pakka moskítóspreyi í bakpokann. En nú er útlit fyrir að það muni breytast,“ segir meðal annars í frétt DR þar sem vísað er til umfjöllunar Guardian. Lúsmý Skordýr Loftslagsmál Fjölmiðlar Moskítóflugur Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Eftirför lögreglu yfir Hellisheiðina Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira
„Þrjár flugur finnast þar sem áður einn af fáum stöðum í heiminum án paddanna,“ segir meðal annars í inngangsorðum fréttar Guardian í Bretlandi, en þar birtist grein um komu moskítóflugunnar til Íslands á netforsíðu blaðsins í dag. Þar til í þessum mánuði hafi Ísland verið einn af örfáum stöðum í heimi, auk Antartíku, þar sem moskítófluguna var ekki að finna. Nú sé enn eitt vígið fallið og orsökin einkum rakin til loftslagsbreytinga. Haft er eftir Matthíasi Alfreðssyni hjá Náttúrufræðistofnun að þrjár flugur af tegundinni culiseta annulata hafi fundist í Kiðafelli í Kjós, líkt og Vísir greindi frá í gær. Tegundin sé lífsseig og hörð af sér í kulda og eigi þannig möguleika á að lifa af íslenskan vetur. Frétt Guardian virðist hafa vakið athygli fjölmiðla á borð við danska ríkissjónvarpið, DR, einnig. „Í fyrsta sinn finnst bitmý á Íslandi,“ segir í fyrirsögn DR og er þar átt við moskítófluguna, sem jafnan er kölluð myg eða stikmyg á dönsku. „Ísland er venjulega þekkt fyrir að vera staður þar sem ferðalangar og aðrir gestir í náttúrunni sleppa við að pakka moskítóspreyi í bakpokann. En nú er útlit fyrir að það muni breytast,“ segir meðal annars í frétt DR þar sem vísað er til umfjöllunar Guardian.
Lúsmý Skordýr Loftslagsmál Fjölmiðlar Moskítóflugur Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Eftirför lögreglu yfir Hellisheiðina Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira