Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar 20. október 2025 08:15 Virðulegi ráðherra, Ég og samstarfsfólk mitt höfum fylgst með áformum stjórnvalda um að leggja niður Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga og færa verkefni þess frá sveitafélögum yfir til ríkisins (Matvælastofnunar og Umhverfis- og Orkustofnunar). Þetta eru viðamiklar breytingar sem munu hafa áhrif víða og því gríðarlega mikilvægt að ráðherra málaflokksins og ráðuneyti hans kynni sér vel starfsemi Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna. Við vitum að áformin hafa verið unnin án fullnægjandi samráðs við sveitarfélög og fagfólk sem sinnir eftirlitinu. Engin heildstæð greining á kostnaði, áhrifum á þjónustu, starfsöryggi né lýðheilsu, liggur fyrir. Slíkt verklag er ófaglegt, það veldur okkur áhyggjum og er óásættanlegt þegar fjallað er um öryggi og grunnþarfir þjóðarinnar. Það er umhugsunarefni að Matvælastofnun og Umhverfis- og Orkustofnun, sem hafa í áratugi haft það hlutverk að samræma starfsemi Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna og ekki sinnt því sem skyldi, eigi nú að taka við þeim verkefnum sem falla undir heilbrigðiseftirlitin. Komið hefur fram að síðustu ár hafi fjármagn frá ríkinu og raunhæfur stuðningur verið skorinn niður. Umhverfisstofnun var til að mynda lengi með einn starfsmann í hlutastarfi til að sinna samræmingu fyrir eftirlit með hollustuháttum. Þetta fyrirkomulag vakti óhjákvæmilega spurningar um forgangsröðun og ábyrgð ríkisins á þessu mikilvæga málaflokki. Nú kæri ráðherra er lausnin að kollvarpa kerfinu sem hefur verið vanfjármagnað og vansinnt í lengri tíma. Spyr ég þig, hvað mun þessi kollvörpun kosta samfélagið og hvernig mun það koma niður á öryggi íbúa? Virðulegi ráðherra mig langar að upplýsa þig um að eitt af megin hlutverkum Heilbrigðiseftirlits sveitafélaganna er að vernda almenning gegn hættum í umhverfinu. Heilbrigðiseftirlit er heildstætt eftirlit þar sem eftirlitið er út frá mörgum þáttum m.a. rannsaka kvartanir frá íbúum svo sem vegna hávaða, ólykt, taka neysluvatnssýni, bregðast við umhverfisvá, samstarf við Lögreglu, Vinnueftirlit, Eldvarnareftirlit, Byggingafulltrúa og öðrum stofnunum þegar þess gerist þörf. Dæmið um ólöglega matvælageymslu í Sóltúni sýnir hversu brýnt það er að viðhalda staðbundinni nærveru og skjótum viðbrögðum. Heilbrigðiseftirlitið brást við ábendingum almennings og fann tengingu við rekstraraðilann og stöðvaði starfsemi hans en hún var ógn við heilsu almennings. Þetta sýnir að virkt eftirlit í nærumhverfinu er ómetanlegt, eitthvað sem stórar, miðlægar ríkisstofnanir munu ekki geta tryggt með sama hætti. Það er hægt að halda áfram því snertifletir heilbrigðiseftirlitsins ná víða og liggja til margra málaflokka. Það er sérkennilegt að ætla að knýja fram slíkar kerfisbreytingar á svo skömmum tíma án heildstæðrar greiningar á áhrifum og afleiðingum þeirra. Óljóst er hvað verður um umhverfissamþykktir sveitarfélaganna og hver muni hafa vald til að framfylgja þeim, þar sem slíkar samþykktir krefjast skýrra lagaheimilda og stjórnsýsluábyrgðar. Annað dæmi sem kemur í hugann er endurskoðun laga um tóbaksvarnir og eftirlit með nikótínvörum. Hefur verið metið hvernig þessi breyting á skipulagi eftirlits mun hafa áhrif á framkvæmd þess eftirlits? Listinn heldur áfram og því hvet ég þig, virðulegi ráðherra og ráðuneyti þitt til að stíga skref til baka, endurmeta áformin og leggja fram faglega úttekt sem tekur til verkefna, mannauðs, tækjabúnaðar og samfélagslegra áhrifa áður en lengra er haldið. Hvað er það sem þarf að bæta? Þá þarf að tryggja raunverulegt samráð við heilbrigðiseftirlitin, sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila. Að lokum vil ég og samstarfsfólk mitt bjóða þig velkominn í heimsókn til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur til að kynnast starfseminni og sjá af eigin raun hversu víðtæk og samfélagslega mikilvæg þessi þjónusta er sem við sinnum. Höfundur er heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðiseftirlit Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Virðulegi ráðherra, Ég og samstarfsfólk mitt höfum fylgst með áformum stjórnvalda um að leggja niður Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga og færa verkefni þess frá sveitafélögum yfir til ríkisins (Matvælastofnunar og Umhverfis- og Orkustofnunar). Þetta eru viðamiklar breytingar sem munu hafa áhrif víða og því gríðarlega mikilvægt að ráðherra málaflokksins og ráðuneyti hans kynni sér vel starfsemi Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna. Við vitum að áformin hafa verið unnin án fullnægjandi samráðs við sveitarfélög og fagfólk sem sinnir eftirlitinu. Engin heildstæð greining á kostnaði, áhrifum á þjónustu, starfsöryggi né lýðheilsu, liggur fyrir. Slíkt verklag er ófaglegt, það veldur okkur áhyggjum og er óásættanlegt þegar fjallað er um öryggi og grunnþarfir þjóðarinnar. Það er umhugsunarefni að Matvælastofnun og Umhverfis- og Orkustofnun, sem hafa í áratugi haft það hlutverk að samræma starfsemi Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna og ekki sinnt því sem skyldi, eigi nú að taka við þeim verkefnum sem falla undir heilbrigðiseftirlitin. Komið hefur fram að síðustu ár hafi fjármagn frá ríkinu og raunhæfur stuðningur verið skorinn niður. Umhverfisstofnun var til að mynda lengi með einn starfsmann í hlutastarfi til að sinna samræmingu fyrir eftirlit með hollustuháttum. Þetta fyrirkomulag vakti óhjákvæmilega spurningar um forgangsröðun og ábyrgð ríkisins á þessu mikilvæga málaflokki. Nú kæri ráðherra er lausnin að kollvarpa kerfinu sem hefur verið vanfjármagnað og vansinnt í lengri tíma. Spyr ég þig, hvað mun þessi kollvörpun kosta samfélagið og hvernig mun það koma niður á öryggi íbúa? Virðulegi ráðherra mig langar að upplýsa þig um að eitt af megin hlutverkum Heilbrigðiseftirlits sveitafélaganna er að vernda almenning gegn hættum í umhverfinu. Heilbrigðiseftirlit er heildstætt eftirlit þar sem eftirlitið er út frá mörgum þáttum m.a. rannsaka kvartanir frá íbúum svo sem vegna hávaða, ólykt, taka neysluvatnssýni, bregðast við umhverfisvá, samstarf við Lögreglu, Vinnueftirlit, Eldvarnareftirlit, Byggingafulltrúa og öðrum stofnunum þegar þess gerist þörf. Dæmið um ólöglega matvælageymslu í Sóltúni sýnir hversu brýnt það er að viðhalda staðbundinni nærveru og skjótum viðbrögðum. Heilbrigðiseftirlitið brást við ábendingum almennings og fann tengingu við rekstraraðilann og stöðvaði starfsemi hans en hún var ógn við heilsu almennings. Þetta sýnir að virkt eftirlit í nærumhverfinu er ómetanlegt, eitthvað sem stórar, miðlægar ríkisstofnanir munu ekki geta tryggt með sama hætti. Það er hægt að halda áfram því snertifletir heilbrigðiseftirlitsins ná víða og liggja til margra málaflokka. Það er sérkennilegt að ætla að knýja fram slíkar kerfisbreytingar á svo skömmum tíma án heildstæðrar greiningar á áhrifum og afleiðingum þeirra. Óljóst er hvað verður um umhverfissamþykktir sveitarfélaganna og hver muni hafa vald til að framfylgja þeim, þar sem slíkar samþykktir krefjast skýrra lagaheimilda og stjórnsýsluábyrgðar. Annað dæmi sem kemur í hugann er endurskoðun laga um tóbaksvarnir og eftirlit með nikótínvörum. Hefur verið metið hvernig þessi breyting á skipulagi eftirlits mun hafa áhrif á framkvæmd þess eftirlits? Listinn heldur áfram og því hvet ég þig, virðulegi ráðherra og ráðuneyti þitt til að stíga skref til baka, endurmeta áformin og leggja fram faglega úttekt sem tekur til verkefna, mannauðs, tækjabúnaðar og samfélagslegra áhrifa áður en lengra er haldið. Hvað er það sem þarf að bæta? Þá þarf að tryggja raunverulegt samráð við heilbrigðiseftirlitin, sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila. Að lokum vil ég og samstarfsfólk mitt bjóða þig velkominn í heimsókn til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur til að kynnast starfseminni og sjá af eigin raun hversu víðtæk og samfélagslega mikilvæg þessi þjónusta er sem við sinnum. Höfundur er heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar