„Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Smári Jökull Jónsson skrifar 19. október 2025 12:08 Pétur Óskarsson er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Einar Allt stefnir í að verkfall flugumferðastjóra hefjist í kvöld og enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir mikilvægt að ekki verið gefið eftir og samið um launahækkanir umfram svigrúm útflutningsgreina. Fyrsta verkfall flugumferðastjóra af fimm á næstu dögum á að hefjast klukkan tíu í kvöld semjist ekki fyrir þann tíma og standa yfir til þrjú í nótt. Verkfallið mun hafa áhrif á flug bæði á Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvelli og hafa flugfélög ýmist þurft að færa eða aflýsa flugi vegna þess. Fleiri verkföll eru boðuð á næstu dögum en enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni. Pétur Óskarsson formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir stöðuna mikil vonbrigði. „Þetta lítur auðvitað ekki vel út og mikil vonbrigði að þarna sé fámennur hópur sem sé í aðstöðu til að skrúfa fyrir súrefni til ferðaþjónustunnar skuli vera farinn af stað í verkfallsaðgerðir einu sinni enn. Það er stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni,“ sagði Pétur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir árferðið vera erfitt í ferðaþjónustunni og ýmislegt sem reyni á. Að manngerðar aðgerðir bætist ofan á það sé mjög bagalegt. „Það er ýmislegt, náttúran, veðrið og tíð eldgos sem reyna á okkur. Krónan er mjög sterk núna og þetta er ekki bara ferðaþjónustan því fiskútflutningsfyrirtæki og fleiri aðilar treysta á þessa tengingu. Þetta er hið versta mál svo ég segi það hreint út,“ bætti Pétur við. Mikilvægt að ekki verði gefið eftir Pétur segir að hópur ríkisstarfsmanna sé að semja við samninganefnd Isavia en allt aðrir verði fyrir tjóninu. „Það eru alltaf farþegar sem lenda í vandræðum og síðan ferðaskrifstofur í framhaldi af því. Það verður alveg gríðarlegt tjón og það hefur komið fram hjá framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins að ef flug fellur niður í sólahring til Íslands þá er það tjón upp á sirka einn og hálfan milljarð.“ Pétur segir að komast þurfi á þann stað á vinnumarkaði á Íslandi að launahækkanir séu miðaðar við það svigrúm sem útflutningsatvinnugreinar hafi. Höfrungahlaup launahækkana verði til ef þær eru umfram það svigrúm. „Ég held það sé mjög mikilvægt að það verði ekki gefið eftir í þessari deilu heldur reynt að lenda innan þess merkis sem sett var af stað í síðustu kjarasamningum því það er það sem efnahagslífið á Íslandi þarf á að halda.“ Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Vinnumarkaður Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi Sjá meira
Fyrsta verkfall flugumferðastjóra af fimm á næstu dögum á að hefjast klukkan tíu í kvöld semjist ekki fyrir þann tíma og standa yfir til þrjú í nótt. Verkfallið mun hafa áhrif á flug bæði á Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvelli og hafa flugfélög ýmist þurft að færa eða aflýsa flugi vegna þess. Fleiri verkföll eru boðuð á næstu dögum en enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni. Pétur Óskarsson formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir stöðuna mikil vonbrigði. „Þetta lítur auðvitað ekki vel út og mikil vonbrigði að þarna sé fámennur hópur sem sé í aðstöðu til að skrúfa fyrir súrefni til ferðaþjónustunnar skuli vera farinn af stað í verkfallsaðgerðir einu sinni enn. Það er stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni,“ sagði Pétur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir árferðið vera erfitt í ferðaþjónustunni og ýmislegt sem reyni á. Að manngerðar aðgerðir bætist ofan á það sé mjög bagalegt. „Það er ýmislegt, náttúran, veðrið og tíð eldgos sem reyna á okkur. Krónan er mjög sterk núna og þetta er ekki bara ferðaþjónustan því fiskútflutningsfyrirtæki og fleiri aðilar treysta á þessa tengingu. Þetta er hið versta mál svo ég segi það hreint út,“ bætti Pétur við. Mikilvægt að ekki verði gefið eftir Pétur segir að hópur ríkisstarfsmanna sé að semja við samninganefnd Isavia en allt aðrir verði fyrir tjóninu. „Það eru alltaf farþegar sem lenda í vandræðum og síðan ferðaskrifstofur í framhaldi af því. Það verður alveg gríðarlegt tjón og það hefur komið fram hjá framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins að ef flug fellur niður í sólahring til Íslands þá er það tjón upp á sirka einn og hálfan milljarð.“ Pétur segir að komast þurfi á þann stað á vinnumarkaði á Íslandi að launahækkanir séu miðaðar við það svigrúm sem útflutningsatvinnugreinar hafi. Höfrungahlaup launahækkana verði til ef þær eru umfram það svigrúm. „Ég held það sé mjög mikilvægt að það verði ekki gefið eftir í þessari deilu heldur reynt að lenda innan þess merkis sem sett var af stað í síðustu kjarasamningum því það er það sem efnahagslífið á Íslandi þarf á að halda.“
Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Vinnumarkaður Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi Sjá meira