Lífið

Ace Frehley látinn af slysförum

Eiður Þór Árnason skrifar
Ace Frehley, söngvari og gítarleikari Kiss í Mexíkó á End of the Road Tour tónleikaferðalagi hljómsveitarinnar árið 2022.
Ace Frehley, söngvari og gítarleikari Kiss í Mexíkó á End of the Road Tour tónleikaferðalagi hljómsveitarinnar árið 2022. EPA/Felipe Gutierrez

Paul Daniel Frehley, betur þekktur sem Ace Frehley, er látinn 74 ára að aldri. Frehley var einn stofnenda rokkhljómsveitarinnar Kiss, söngvari hennar og aðalgítarleikari. Hann lést eftir að hann hlaut sár við fall í síðasta mánuði.

Fjölskylda hans greindi frá andlátinu. „Við erum gjörsamlega niðurbrotin og harmi lostin. Á síðustu augnablikum hans vorum við svo heppin að geta umkringt hann með kærleiksríkum, umhyggjusömum og friðsælum orðum, hugsunum og bænum þegar hann yfirgaf þessa jörð. Við varðveitum allar bestu minningar hans, hlátursins og fögnum styrk hans og þeirri góðvild sem hann sýndi öðrum,“ segir í yfirlýsingu fjölskyldunnar.

„Horfandi yfir öll hans ótrúlegu afrek í lífinu þá mun minning Ace lifa að eilífu!“

Fréttin er í vinnslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.