Ace Frehley látinn af slysförum Eiður Þór Árnason skrifar 16. október 2025 23:04 Ace Frehley á tónleikum í Cedar Park í Texas í júlí 2023. Getty/Gary Miller Paul Daniel Frehley, betur þekktur sem Ace Frehley, er látinn 74 ára að aldri. Frehley var einn stofnenda heimsþekktu rokkhljómsveitarinnar Kiss, söngvari hennar og aðalgítarleikari. Hann lést eftir slys í síðasta mánuði. Fjölskylda hans greinir frá þessu. „Við erum gjörsamlega niðurbrotin og harmi slegin. Á síðustu augnablikum hans vorum við svo heppin að geta umkringt hann með kærleiksríkum, ástríkum og friðsælum orðum, hugsunum og bænum þegar hann yfirgaf þessa jörð. Við varðveitum allar bestu minningar hans, hláturinn og fögnum styrk hans og þeirri góðvild sem hann sýndi öðrum,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldunni. „Horfandi yfir öll hans ótrúlegu afrek í lífinu þá mun minning Ace lifa að eilífu!“ The Guardian greinir frá því að Frehley hafi dottið í hljóðveri sínu í lok september og hlotið höfuðhögg. Hann lá á sjúkrahúsi í nokkrar vikur og var settur í öndunarvél sökum heilablæðingar. Hætti og sneri svo aftur Frehley gekk til liðs við Paul Stanley og Gene Simmons, stofnendur Kiss, árið 1972 og spilaði með hljómsveitinni á stærstu tímabilum sveitarinnar. Hann hætti í Kiss árið 1982 til að hefja sólóferil sinn en gekk aftur til liðs við hana þegar hún kom saman á ný árið 1996 til að fara í vinsæla endurkomutónleikaferð. Hélt Frehley áfram með Kiss fram til ársins 2002, að því er fram kemur í samantekt Variety. Á árunum sem hann var ekki með sveitinni kom hann fram sem sólólistamaður, bæði með hljómsveit sinni Frehley's Comet og undir eigin nafni. Fréttin hefur verið uppfærð. Andlát Bandaríkin Hollywood Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Fjölskylda hans greinir frá þessu. „Við erum gjörsamlega niðurbrotin og harmi slegin. Á síðustu augnablikum hans vorum við svo heppin að geta umkringt hann með kærleiksríkum, ástríkum og friðsælum orðum, hugsunum og bænum þegar hann yfirgaf þessa jörð. Við varðveitum allar bestu minningar hans, hláturinn og fögnum styrk hans og þeirri góðvild sem hann sýndi öðrum,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldunni. „Horfandi yfir öll hans ótrúlegu afrek í lífinu þá mun minning Ace lifa að eilífu!“ The Guardian greinir frá því að Frehley hafi dottið í hljóðveri sínu í lok september og hlotið höfuðhögg. Hann lá á sjúkrahúsi í nokkrar vikur og var settur í öndunarvél sökum heilablæðingar. Hætti og sneri svo aftur Frehley gekk til liðs við Paul Stanley og Gene Simmons, stofnendur Kiss, árið 1972 og spilaði með hljómsveitinni á stærstu tímabilum sveitarinnar. Hann hætti í Kiss árið 1982 til að hefja sólóferil sinn en gekk aftur til liðs við hana þegar hún kom saman á ný árið 1996 til að fara í vinsæla endurkomutónleikaferð. Hélt Frehley áfram með Kiss fram til ársins 2002, að því er fram kemur í samantekt Variety. Á árunum sem hann var ekki með sveitinni kom hann fram sem sólólistamaður, bæði með hljómsveit sinni Frehley's Comet og undir eigin nafni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Andlát Bandaríkin Hollywood Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“