Fótbolti

Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir og félagar fagna í kvöld. 
Glódís Perla Viggósdóttir og félagar fagna í kvöld.  EPA/ANNA SZILAGYI

Glódís Perla Viggósdóttir og félagar í Bayern München unnu dramatískan sigur í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld.

Bayern vann þá 2-1 heimasigur á Juventus en sigurmarkið kom ekki fyrr en í uppbótatíma.

Lea Schüller skoraði sigurmarkið á fimmtu mínútu í uppbótartíma en varnarmaður Juventus var nálægt því að bjarga á línu. Boltinn var dæmdur inni og Bæjarar fögnuðu.

Daninn Pernille Harder kom Bayern yfir eftir ellefu mínútur en tæpum sex mínútum síðar jafnaði Eva Schatzer fyrir gestina frá Ítalíu.

Glódís Perla lék allan leikinn í miðri vörn Bayern og átti góðan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×