Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Kristján Már Unnarsson skrifar 16. október 2025 11:01 Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, í ræðustól Stórþingsins í fyrradag. Stortinget/Morten Brakestad Norska Stórþingið sló á puttana á forsætisráðherranum Jonas Gahr Støre vegna ákvörðunar hans í síðustu viku um að hætta við gerð skipaganganna við Stað. Í stað þess að göngin umdeildu yrðu endanlega slegin út af borðinu, eins og ríkisstjórnin vildi, náðist meirihluti í þinginu fyrir tillögu sem heldur voninni um göngin á lífi. Jonas Gahr Støre skýrði frá því fyrir helgi að engin framlög yrðu í fjárlagafrumvarpi næsta árs til skipaganganna. Sagði hann göngin verða svo dýr að ábyrgðarlaust væri að halda áfram með verkefnið. Um leið var greint frá því að ný kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 9,4 milljarða norskra króna, sem svarar 114 milljörðum íslenskra króna. Ríkisstjórn Verkamannaflokksins er minnihlutastjórn og hefur ekki tryggan meirihluta á bak við sig. Á þetta reyndi núna en þrír flokkar; Miðflokkurinn, Kristilegi þjóðarflokkurinn og Vinstri, sameinuðust í fyrradag um tillögu þess efnis að Siglingastofnun Noregs, Kystverket, yrði falið að ljúka samningaviðræðum við þá verktaka, sem buðu í gerð skipaganganna. Framfaraflokkurinn og Hægriflokkurinn greiddu einnig atkvæði með tillögunni og tryggðu þannig meirihluta, að því er NRK greinir frá. Tölvugerð mynd sýnir farþegaferju sigla um göngin. Þau yrðu 1,7 kílómetrar að lengd.Kystverket/Multiconsult/Link Arkítektar Þetta þýðir þó ekki að skipagöngin séu í höfn. Þetta gefur hins vegar Siglingastofnunni færi á að freista þess að ná hagstæðari samningum við verktaka. Jafnframt neyðir þetta ríkisstjórn Verkamannaflokksins til að semja um göngin við stjórnarandstöðuna en forystumenn hennar segjast heldur ekki tilbúnir að samþykkja hvaða verðmiða sem er. Stórþingið hafði samþykkt skipagöngin árið 2021 en með því skilyrði að kostnaður færi ekki yfir fimm milljarða norskra króna, andvirði liðlega sextíu milljarða íslenskra króna. Ef kostnaður færi yfir það yrði að leggja málið aftur fyrir þingið til samþykktar eða synjunar. Talsmaður Siglingastofnunarinnar segir endanlegan verðmiða ekki liggja fyrir þar sem stofnunin hafi ekki fengið grænt ljós á að ljúka samningaviðræðum. Hann segir raunhæft að lokatilboð gæti legið fyrir um næstu páska. Tölvugerð myndbönd af skipagöngunum má sjá í þessari frétt: Noregur Skipaflutningar Samgöngur Ferðaþjónusta Sjávarútvegur Tengdar fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti í dag að hætt hefði verið við skipagöngin við Stað. Engin framlög yrðu í fjárlagafrumvarpi næsta árs til skipaganganna. 10. október 2025 14:21 Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Skipagöngin fyrirhuguðu við Stað í Vestur-Noregi þykja ólíklegri eftir að upplýst var að tilboðin sem bárust reyndust öll hátt yfir þeim kostnaðarramma sem norska Stórþingið hafði markað verkefninu. Það þýðir að leggja þarf skipagöngin aftur fyrir þingið til nýrrar umfjöllunar eigi þau að verða að veruleika. 31. ágúst 2025 07:46 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Sjá meira
Jonas Gahr Støre skýrði frá því fyrir helgi að engin framlög yrðu í fjárlagafrumvarpi næsta árs til skipaganganna. Sagði hann göngin verða svo dýr að ábyrgðarlaust væri að halda áfram með verkefnið. Um leið var greint frá því að ný kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 9,4 milljarða norskra króna, sem svarar 114 milljörðum íslenskra króna. Ríkisstjórn Verkamannaflokksins er minnihlutastjórn og hefur ekki tryggan meirihluta á bak við sig. Á þetta reyndi núna en þrír flokkar; Miðflokkurinn, Kristilegi þjóðarflokkurinn og Vinstri, sameinuðust í fyrradag um tillögu þess efnis að Siglingastofnun Noregs, Kystverket, yrði falið að ljúka samningaviðræðum við þá verktaka, sem buðu í gerð skipaganganna. Framfaraflokkurinn og Hægriflokkurinn greiddu einnig atkvæði með tillögunni og tryggðu þannig meirihluta, að því er NRK greinir frá. Tölvugerð mynd sýnir farþegaferju sigla um göngin. Þau yrðu 1,7 kílómetrar að lengd.Kystverket/Multiconsult/Link Arkítektar Þetta þýðir þó ekki að skipagöngin séu í höfn. Þetta gefur hins vegar Siglingastofnunni færi á að freista þess að ná hagstæðari samningum við verktaka. Jafnframt neyðir þetta ríkisstjórn Verkamannaflokksins til að semja um göngin við stjórnarandstöðuna en forystumenn hennar segjast heldur ekki tilbúnir að samþykkja hvaða verðmiða sem er. Stórþingið hafði samþykkt skipagöngin árið 2021 en með því skilyrði að kostnaður færi ekki yfir fimm milljarða norskra króna, andvirði liðlega sextíu milljarða íslenskra króna. Ef kostnaður færi yfir það yrði að leggja málið aftur fyrir þingið til samþykktar eða synjunar. Talsmaður Siglingastofnunarinnar segir endanlegan verðmiða ekki liggja fyrir þar sem stofnunin hafi ekki fengið grænt ljós á að ljúka samningaviðræðum. Hann segir raunhæft að lokatilboð gæti legið fyrir um næstu páska. Tölvugerð myndbönd af skipagöngunum má sjá í þessari frétt:
Noregur Skipaflutningar Samgöngur Ferðaþjónusta Sjávarútvegur Tengdar fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti í dag að hætt hefði verið við skipagöngin við Stað. Engin framlög yrðu í fjárlagafrumvarpi næsta árs til skipaganganna. 10. október 2025 14:21 Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Skipagöngin fyrirhuguðu við Stað í Vestur-Noregi þykja ólíklegri eftir að upplýst var að tilboðin sem bárust reyndust öll hátt yfir þeim kostnaðarramma sem norska Stórþingið hafði markað verkefninu. Það þýðir að leggja þarf skipagöngin aftur fyrir þingið til nýrrar umfjöllunar eigi þau að verða að veruleika. 31. ágúst 2025 07:46 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Sjá meira
Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti í dag að hætt hefði verið við skipagöngin við Stað. Engin framlög yrðu í fjárlagafrumvarpi næsta árs til skipaganganna. 10. október 2025 14:21
Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Skipagöngin fyrirhuguðu við Stað í Vestur-Noregi þykja ólíklegri eftir að upplýst var að tilboðin sem bárust reyndust öll hátt yfir þeim kostnaðarramma sem norska Stórþingið hafði markað verkefninu. Það þýðir að leggja þarf skipagöngin aftur fyrir þingið til nýrrar umfjöllunar eigi þau að verða að veruleika. 31. ágúst 2025 07:46