Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Eiður Þór Árnason skrifar 15. október 2025 22:54 Bhajan Lal Sharma, æðsti kjörni embættismaður Rajasthan-fylkis, kannaði aðstæður á vettvangi eftir brunann. Yfirvöld í Rajasthan Minnst 20 fórust þegar eldur kviknaði í farþegarútu í norðurhluta Indlands í gær. Talið er að 35 til 50 farþegar hafi verið um borð þegar ökumaður rútunnar hóf för milli bæjanna Jaisalmer og Jodhpur í Rajasthan-fylki. Þetta hefur AP-fréttaveitan eftir stjórnarþingmanninum Mahant Pratap Puri. Eldurinn hafi brotist út með slíkum hraða að farþegar hafi ekki náð að koma sér út úr rútunni. Talið er að eldsvoðinn hafi kviknað út frá skammhlaupi. Lík 19 farþega voru fjarlægð úr rútunni en einn lést af brunasárum á leiðinni á sjúkrahús, að sögn Puri. Hið minnsta 15 aðrir farþegar særðust alvarlega og voru lagðir inn á sjúkrahús til aðhlynningar. Puri segir að reykur hafi byrjað að stíga upp frá afturhluta rútunnar tæplega fimm mínútum eftir að hún hóf ferðina frá Jaisalmer. Bílstjórinn hafi stöðvað rútuna í vegkanti nærri herstöð en fljótlega hafi eldur logað. Óskuðu eftir aðstoð ættingja „Þetta var ný rúta full af loftkælingargasi. Það var bara ein hurð fyrir inn- og útgang. Því miður komust farþegarnir sem sátu aftar ekki að úrganginum og brunnu lifandi,“ bætti Puri við sem var á vettvangi þegar yfirvöld og hermenn hófu björgunaraðgerðir. Svæðisyfirvöld óskuðu eftir aðstoð ættingja til að staðfesta nöfn fórnarlamba og ætla að bera kennsl á líkamsleifar með hjálp erfðasýna. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, og Bhajan Lal Sharma, æðsti kjörni embættismaður Rajasthan, hafa vottað syrgjandi fjölskyldum samúð sína. Rajasthan-fylki er það stærsta á Indlandi. Indland Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira
Þetta hefur AP-fréttaveitan eftir stjórnarþingmanninum Mahant Pratap Puri. Eldurinn hafi brotist út með slíkum hraða að farþegar hafi ekki náð að koma sér út úr rútunni. Talið er að eldsvoðinn hafi kviknað út frá skammhlaupi. Lík 19 farþega voru fjarlægð úr rútunni en einn lést af brunasárum á leiðinni á sjúkrahús, að sögn Puri. Hið minnsta 15 aðrir farþegar særðust alvarlega og voru lagðir inn á sjúkrahús til aðhlynningar. Puri segir að reykur hafi byrjað að stíga upp frá afturhluta rútunnar tæplega fimm mínútum eftir að hún hóf ferðina frá Jaisalmer. Bílstjórinn hafi stöðvað rútuna í vegkanti nærri herstöð en fljótlega hafi eldur logað. Óskuðu eftir aðstoð ættingja „Þetta var ný rúta full af loftkælingargasi. Það var bara ein hurð fyrir inn- og útgang. Því miður komust farþegarnir sem sátu aftar ekki að úrganginum og brunnu lifandi,“ bætti Puri við sem var á vettvangi þegar yfirvöld og hermenn hófu björgunaraðgerðir. Svæðisyfirvöld óskuðu eftir aðstoð ættingja til að staðfesta nöfn fórnarlamba og ætla að bera kennsl á líkamsleifar með hjálp erfðasýna. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, og Bhajan Lal Sharma, æðsti kjörni embættismaður Rajasthan, hafa vottað syrgjandi fjölskyldum samúð sína. Rajasthan-fylki er það stærsta á Indlandi.
Indland Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira