Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. október 2025 12:43 Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka. Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að því að endurgreiða viðskiptavinum sem hafa greitt of mikið af fasteignalánum sínum, samkvæmt vaxtadómi Hæstaréttar, að sögn bankastjóra. Nú sé verið að skoða hvað það séu margir. Frummat á fjárhagslegu tjóni bankans er þegar komið fram. Bankastjóri útilokar ekki að þriðji aðili endurreikni líka lánasamninga. Hæstiréttur ógilti í gær einn lið skilmála óverðtryggra húsnæðislána á breytilegum vöxtum hjá Íslandsbanka að því leyti að bankinn mátti ekki nota annað en stýrivexti til að hækka vextina. Bankinn hefur sent frá sér tilkynningu í Kauphöll um frummat á áhrifum dómsins og telur að hann muni kosta bankann innan við milljarð, fyrir skatta. Óljóst hvað dómurinn gildi um mörg lán Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka segir hins vegar að enn eigi eftir að fara yfir hvað dómurinn gildi um mörg lán. „Við gerum ekki ráð fyrir að þetta sé mikill fjöldi lána. Við birtum t.d. tilkynningu í morgun um að áhrifin á bankann sé undir milljarði. Þetta eru ekki háar upphæðir á einstaka lán,“ segir hann. Þessi niðurstaða liggi fyrir þrátt fyrir að fjöldi lána sé enn óljós. „ Við erum að skoða þetta og þetta hefur helst áhrif á eldri lán á bilinu 2017-2020. Fjöldi lánanna sem þetta gildur um liggur ekki endanlega fyrir. Það er flókið að fara yfir lánasamninga slíkra lána og getur tekið vikur eða jafnvel mánuði að skoða þá og endurreikna,“ segir Jón Guðni. Hann segir að bankinn muni hafa frumkvæði að því að láta viðskiptavini sem hafa ofgreitt samkvæmt dómnum vita. Það gæti verið gert með tölvupósti og símtali í framhaldinu. „Við munum sýna frumkvæði og upplýsa lántakendur þegar þetta liggur fyrir. Þá er verið að skoða hvort að bankinn muni greiða viðkomandi með því að leggja upphæðina inn á lánin eða inn á reikninga hjá þeim. En þetta eru ekki háar fjárhæðir,“ segir hann. Aðspurður hvort bankinn muni jafnvel kalla til þriðja aðila til að fara yfir lánasamningana til að auka traust svarar Jón Guðni: „Já það er eitthvað sem við getum skoðað.“ Arion banki segist öðruvísi Margir velta fyrir sér hvort dómurinn gildi um aðrar fjármálastofnanir. Arion banki hefur riðið á vaðið og sent frá sér tilkynningu um að skilmálar þeirra í slíkum lánum séu frábrugðnir því sem fjallað sé um í dómi Hæstaréttar og því erfitt að meta nákvæm áhrif hans. Að því gefnu að sambærileg niðurstaða fengist í ágreiningsmáli sé það bráðabirgðamat bankans að fjárhagsleg áhrif slíkrar niðurstöðu væru óveruleg. Íslandsbanki Arion banki Dómsmál Vaxtamálið Lánamál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Hæstiréttur ógilti í gær einn lið skilmála óverðtryggra húsnæðislána á breytilegum vöxtum hjá Íslandsbanka að því leyti að bankinn mátti ekki nota annað en stýrivexti til að hækka vextina. Bankinn hefur sent frá sér tilkynningu í Kauphöll um frummat á áhrifum dómsins og telur að hann muni kosta bankann innan við milljarð, fyrir skatta. Óljóst hvað dómurinn gildi um mörg lán Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka segir hins vegar að enn eigi eftir að fara yfir hvað dómurinn gildi um mörg lán. „Við gerum ekki ráð fyrir að þetta sé mikill fjöldi lána. Við birtum t.d. tilkynningu í morgun um að áhrifin á bankann sé undir milljarði. Þetta eru ekki háar upphæðir á einstaka lán,“ segir hann. Þessi niðurstaða liggi fyrir þrátt fyrir að fjöldi lána sé enn óljós. „ Við erum að skoða þetta og þetta hefur helst áhrif á eldri lán á bilinu 2017-2020. Fjöldi lánanna sem þetta gildur um liggur ekki endanlega fyrir. Það er flókið að fara yfir lánasamninga slíkra lána og getur tekið vikur eða jafnvel mánuði að skoða þá og endurreikna,“ segir Jón Guðni. Hann segir að bankinn muni hafa frumkvæði að því að láta viðskiptavini sem hafa ofgreitt samkvæmt dómnum vita. Það gæti verið gert með tölvupósti og símtali í framhaldinu. „Við munum sýna frumkvæði og upplýsa lántakendur þegar þetta liggur fyrir. Þá er verið að skoða hvort að bankinn muni greiða viðkomandi með því að leggja upphæðina inn á lánin eða inn á reikninga hjá þeim. En þetta eru ekki háar fjárhæðir,“ segir hann. Aðspurður hvort bankinn muni jafnvel kalla til þriðja aðila til að fara yfir lánasamningana til að auka traust svarar Jón Guðni: „Já það er eitthvað sem við getum skoðað.“ Arion banki segist öðruvísi Margir velta fyrir sér hvort dómurinn gildi um aðrar fjármálastofnanir. Arion banki hefur riðið á vaðið og sent frá sér tilkynningu um að skilmálar þeirra í slíkum lánum séu frábrugðnir því sem fjallað sé um í dómi Hæstaréttar og því erfitt að meta nákvæm áhrif hans. Að því gefnu að sambærileg niðurstaða fengist í ágreiningsmáli sé það bráðabirgðamat bankans að fjárhagsleg áhrif slíkrar niðurstöðu væru óveruleg.
Íslandsbanki Arion banki Dómsmál Vaxtamálið Lánamál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira