Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Kristján Már Unnarsson skrifar 14. október 2025 21:21 Frá Arctic Light-heræfingunni í síðasta mánuði. Hermenn síga úr þyrlu niður á herskip við Grænland. AP Dönsk stjórnvöld hafa í samráði við Grænlendinga tilkynnt um stóraukin hernaðarútgjöld vegna Grænlands og norðurslóða. Ákvörðunin þýðir miklar framkvæmdir á næstu árum í þessu næsta nágrannalandi Íslands og aukna viðveru herflugvéla og herskipa. Í kvöldfréttum Sýnar mátti sjá aðflug að stærsta flugvelli Grænlands, Kangerlussuaq, sem áður kallaðist Syðri-Straumfjörður. Bandaríkjamenn gerðu flugvöllinn í síðari heimsstyrjöld og voru áfram með fjölmennt herlið þar á árum kalda stríðsins. Þar var bandarísk herstöð í hálfa öld, allt til ársins 1992. Flugbrautin í Kangerlussuaq er 2.800 metra löng. Hér sést flugvöllurinn úr flugmælingavél Isavia.Egill Aðalsteinsson En núna er Kangerslussuaq að verða danskur herflugvöllur. Forsmekkinn mátti sjá í síðasta mánuði þegar danski herinn mætti með F-16 herþotur á flugvöllinn og efndi til Nato-heræfingar með þátttöku Frakka, Þjóðverja, Norðmanna og Svía. Æfingin, sem nefndist Arctic Light 2025, fór einnig fram á sjó og var utanríkisráðherra Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, meðal viðstaddra um borð í danskri freigátu. Dönsk F-16 orustuþota á Kangerlussuaq-flugvelli þann 17. september síðastliðinn.AP Grænlenska landsstjórnin og danska ríkisstjórnin höfðu í byrjun sumars kynnt ákvörðun um að varnarbúnaður danska hersins á Grænlandi yrði efldur á næstu mánuðum. F-16 herþotur yrðu staðsettar í Kangerlussuaq, tvær stórar herþyrlur staðsettar í Nuuk, heræfingar yrðu auknar auk þess sem grænlenskum ungmennum yrði boðin grunnþjálfun í öryggis- og björgunarmálum en í fréttinni mátti sjá ungmennahóp á slökkviliðsæfingu í bænum Sisimiut. Höfnin í Nuuk verður stækkuð til að skapa betra rými fyrir dönsku herskipin.Egill Aðalsteinsson Í byrjun mánaðarins var kynnt samkomulag um frekari styrkingu innviða Grænlands með gerð stórskipahafnar í bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi og gerð nýs flugvallar í Ittoqqortoormiit við Scoresbysund á Austur-Grænlandi. Og síðastliðinn föstudag tilkynntu Troels Lund Poulsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, og Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands, um enn einn pakkann. Núverandi höfuðstöðvar danska hersins á Grænlandi, Arktisk Kommando, eru við höfnina í Nuuk.Egill Aðalsteinsson Meðal annars yrðu fimm nýjar freigátur smíðaðar fyrir norðurslóðir, höfnin í Nuuk stækkuð til að skapa herskipum Dana þar betri aðstöðu, nýjar höfuðstöðvar danska hersins, Arktisk Kommando, yrðu byggðar í Nuuk, loftvarnaratsjá reist á Austur- Grænlandi og nýr sæstrengur yrði lagður milli Grænlands og Danmerkur. Hér má sjá frétt Sýnar: Grænland Danmörk Norðurslóðir NATO Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Íslenskir flugumferðarstjórar á vegum Isavia hafa undanfarinn áratug annast flugumferðarþjónustu fyrir Grænlendinga. Með breytingum á flugvallakerfi landsins eru horfur á að ekki verði lengur þörf fyrir Íslendingana. 21. september 2025 20:40 Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Prófanir á flugleiðsögutækjum annarra þjóða eru ein sérhæfðasta útrás íslenska fluggeirans. Þannig er flugvél Isavia nýtt í mælingum fyrir Grænlendinga, Færeyinga og Norðmenn og íslenskir flugprófanamenn gegna um þessar mundir lykilhlutverki í úttekt á nýjum flugvöllum Grænlands. 28. september 2025 21:11 Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Ítrekaðar yfirlýsingar Trumps Bandaríkjaforseta um að hann vilji eignast Grænland hafa leitt til bakslags í sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga, segir stjórnmálakonan fyrrverandi Inga Dóra Guðmundsdóttir. Hún efast um að Bandaríkin myndu leyfa Grænlandi að verða sjálfstætt ríki. 9. september 2025 22:20 Danskar herþotur verða staðsettar á Grænlandi Grænlenska landsstjórnin og danska ríkisstjórnin hafa kynnt ákvörðun um að viðvera danska hersins á Grænlandi verði efld á næstu mánuðum. Tilgangurinn er bæði að styrkja varnarmátt danska hersins á norðurslóðum og að treysta öryggis- og björgunarviðbúnað gagnvart íbúum Grænlands. 8. júní 2025 07:07 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldi aftur hafnað í hundruða milljóna bankamáli Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira
Í kvöldfréttum Sýnar mátti sjá aðflug að stærsta flugvelli Grænlands, Kangerlussuaq, sem áður kallaðist Syðri-Straumfjörður. Bandaríkjamenn gerðu flugvöllinn í síðari heimsstyrjöld og voru áfram með fjölmennt herlið þar á árum kalda stríðsins. Þar var bandarísk herstöð í hálfa öld, allt til ársins 1992. Flugbrautin í Kangerlussuaq er 2.800 metra löng. Hér sést flugvöllurinn úr flugmælingavél Isavia.Egill Aðalsteinsson En núna er Kangerslussuaq að verða danskur herflugvöllur. Forsmekkinn mátti sjá í síðasta mánuði þegar danski herinn mætti með F-16 herþotur á flugvöllinn og efndi til Nato-heræfingar með þátttöku Frakka, Þjóðverja, Norðmanna og Svía. Æfingin, sem nefndist Arctic Light 2025, fór einnig fram á sjó og var utanríkisráðherra Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, meðal viðstaddra um borð í danskri freigátu. Dönsk F-16 orustuþota á Kangerlussuaq-flugvelli þann 17. september síðastliðinn.AP Grænlenska landsstjórnin og danska ríkisstjórnin höfðu í byrjun sumars kynnt ákvörðun um að varnarbúnaður danska hersins á Grænlandi yrði efldur á næstu mánuðum. F-16 herþotur yrðu staðsettar í Kangerlussuaq, tvær stórar herþyrlur staðsettar í Nuuk, heræfingar yrðu auknar auk þess sem grænlenskum ungmennum yrði boðin grunnþjálfun í öryggis- og björgunarmálum en í fréttinni mátti sjá ungmennahóp á slökkviliðsæfingu í bænum Sisimiut. Höfnin í Nuuk verður stækkuð til að skapa betra rými fyrir dönsku herskipin.Egill Aðalsteinsson Í byrjun mánaðarins var kynnt samkomulag um frekari styrkingu innviða Grænlands með gerð stórskipahafnar í bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi og gerð nýs flugvallar í Ittoqqortoormiit við Scoresbysund á Austur-Grænlandi. Og síðastliðinn föstudag tilkynntu Troels Lund Poulsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, og Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands, um enn einn pakkann. Núverandi höfuðstöðvar danska hersins á Grænlandi, Arktisk Kommando, eru við höfnina í Nuuk.Egill Aðalsteinsson Meðal annars yrðu fimm nýjar freigátur smíðaðar fyrir norðurslóðir, höfnin í Nuuk stækkuð til að skapa herskipum Dana þar betri aðstöðu, nýjar höfuðstöðvar danska hersins, Arktisk Kommando, yrðu byggðar í Nuuk, loftvarnaratsjá reist á Austur- Grænlandi og nýr sæstrengur yrði lagður milli Grænlands og Danmerkur. Hér má sjá frétt Sýnar:
Grænland Danmörk Norðurslóðir NATO Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Íslenskir flugumferðarstjórar á vegum Isavia hafa undanfarinn áratug annast flugumferðarþjónustu fyrir Grænlendinga. Með breytingum á flugvallakerfi landsins eru horfur á að ekki verði lengur þörf fyrir Íslendingana. 21. september 2025 20:40 Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Prófanir á flugleiðsögutækjum annarra þjóða eru ein sérhæfðasta útrás íslenska fluggeirans. Þannig er flugvél Isavia nýtt í mælingum fyrir Grænlendinga, Færeyinga og Norðmenn og íslenskir flugprófanamenn gegna um þessar mundir lykilhlutverki í úttekt á nýjum flugvöllum Grænlands. 28. september 2025 21:11 Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Ítrekaðar yfirlýsingar Trumps Bandaríkjaforseta um að hann vilji eignast Grænland hafa leitt til bakslags í sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga, segir stjórnmálakonan fyrrverandi Inga Dóra Guðmundsdóttir. Hún efast um að Bandaríkin myndu leyfa Grænlandi að verða sjálfstætt ríki. 9. september 2025 22:20 Danskar herþotur verða staðsettar á Grænlandi Grænlenska landsstjórnin og danska ríkisstjórnin hafa kynnt ákvörðun um að viðvera danska hersins á Grænlandi verði efld á næstu mánuðum. Tilgangurinn er bæði að styrkja varnarmátt danska hersins á norðurslóðum og að treysta öryggis- og björgunarviðbúnað gagnvart íbúum Grænlands. 8. júní 2025 07:07 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldi aftur hafnað í hundruða milljóna bankamáli Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira
Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Íslenskir flugumferðarstjórar á vegum Isavia hafa undanfarinn áratug annast flugumferðarþjónustu fyrir Grænlendinga. Með breytingum á flugvallakerfi landsins eru horfur á að ekki verði lengur þörf fyrir Íslendingana. 21. september 2025 20:40
Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Prófanir á flugleiðsögutækjum annarra þjóða eru ein sérhæfðasta útrás íslenska fluggeirans. Þannig er flugvél Isavia nýtt í mælingum fyrir Grænlendinga, Færeyinga og Norðmenn og íslenskir flugprófanamenn gegna um þessar mundir lykilhlutverki í úttekt á nýjum flugvöllum Grænlands. 28. september 2025 21:11
Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Ítrekaðar yfirlýsingar Trumps Bandaríkjaforseta um að hann vilji eignast Grænland hafa leitt til bakslags í sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga, segir stjórnmálakonan fyrrverandi Inga Dóra Guðmundsdóttir. Hún efast um að Bandaríkin myndu leyfa Grænlandi að verða sjálfstætt ríki. 9. september 2025 22:20
Danskar herþotur verða staðsettar á Grænlandi Grænlenska landsstjórnin og danska ríkisstjórnin hafa kynnt ákvörðun um að viðvera danska hersins á Grænlandi verði efld á næstu mánuðum. Tilgangurinn er bæði að styrkja varnarmátt danska hersins á norðurslóðum og að treysta öryggis- og björgunarviðbúnað gagnvart íbúum Grænlands. 8. júní 2025 07:07