D'Angelo er látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. október 2025 16:27 D'Angelo gaf út þrjár plötur á ferli sínum en þær fengu allar frábæra dóma. Getty Tónlistarmaðurinn Michael Eugene Archer, betur þekktur sem D'Angelo, er látinn, 51 árs að aldri, eftir baráttu við briskrabbamein. D'Angelo var gríðarlega áhrifamikill innan R&B-tónlistar og er gjarnan talinn brautryðjandi neo-sálartónlistar. Bandaríski dægurmiðillinn TMZ greinir frá andláti hans og hefur eftir heimildum sínum tengdum fjölskyldu tónlistarmannsins og fyrrverandi umboðsmanns hans, Kedars Massenberg, að hann hafi dáið í New York í morgun. D'Angelo spratt fram á sjónarsviðið eftir að hafa pródúserað smáskífuna „U will Know“ með R&B-súpegrúppunni Black Men United árið 1994. D'Angelo var algjört kyntákn undir lok tíunda áratugarins og í byrjun fyrsta áratugar þessarar aldar.Getty Hann gaf út fyrstu plötu sína Brown Sugar árið 1995 og hlaut hún einróma lof gagnrýnenda og seldist í milljón eintökum. Smáskífuna „Lady“ er að finna á þeirri plötu en hún er sennilega stærsti smellur tónlistarmannsins. D'Angelo vann í kjölfarið náið með tónlistarkonum á borð við Erykuh Badu, Lauryn Hill og Angie Stone, þáverandi kærustu sína. Frumrauninni fylgdi D'Angelo eftir með plötunni Voodoo sem kom út um aldamótin, fór beint á topp bandaríska Billboard 200-listans og hlaut enn betri dóma en frumraunin. Fyrir aðalsmáskífu plötunnar, „Untitled (How Does It Feel)“ hlaut D'Angelo Grammy-verðlaun fyrir besta R&B-flutning karlmanns meðan Voodoo var valin besta R&B-platan á hátíðinni. Alls vann hann fjögur Grammy-verðlaun á ferli sínum. Velgengninni fylgdi mikil umfjöllun og var D'Angelo gerður að kyntákni í fjölmiðlum. Hann átti erfitt með umfjöllunin, glímdi um árabil við alkóhólisma, lenti í nokkrum bílslysum og dró sig á endanum úr sviðsljósinu. Eftir þrettán ár fjarri auga almennings sneri D'Angelo aftur með sína þriðju plötu, Black Messiah, sem líkt og fyrri plöturnar tvær hlaut frábæra dóma. Var honum lýst af GQ sem næsta Marvin Gaye í kjölfar útgáfunnar. Síðustu ár hefur lítið farið fyrir tónlistarmanninum og samkvæmt tónlistarmanninum Raphael Saadiq var D'Angelo að vinna að sinni fjórðu plötu þegar hann lést. Hann skilur eftir sig tvo eftirlifandi syni og eina dóttur. Móðir elsta sonar hans var fyrrnefnd Angie Stone sem lést voveiflega fyrr á árinu í bílslysi, aðeins 63 ára gömul. Andlát Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Bandaríski dægurmiðillinn TMZ greinir frá andláti hans og hefur eftir heimildum sínum tengdum fjölskyldu tónlistarmannsins og fyrrverandi umboðsmanns hans, Kedars Massenberg, að hann hafi dáið í New York í morgun. D'Angelo spratt fram á sjónarsviðið eftir að hafa pródúserað smáskífuna „U will Know“ með R&B-súpegrúppunni Black Men United árið 1994. D'Angelo var algjört kyntákn undir lok tíunda áratugarins og í byrjun fyrsta áratugar þessarar aldar.Getty Hann gaf út fyrstu plötu sína Brown Sugar árið 1995 og hlaut hún einróma lof gagnrýnenda og seldist í milljón eintökum. Smáskífuna „Lady“ er að finna á þeirri plötu en hún er sennilega stærsti smellur tónlistarmannsins. D'Angelo vann í kjölfarið náið með tónlistarkonum á borð við Erykuh Badu, Lauryn Hill og Angie Stone, þáverandi kærustu sína. Frumrauninni fylgdi D'Angelo eftir með plötunni Voodoo sem kom út um aldamótin, fór beint á topp bandaríska Billboard 200-listans og hlaut enn betri dóma en frumraunin. Fyrir aðalsmáskífu plötunnar, „Untitled (How Does It Feel)“ hlaut D'Angelo Grammy-verðlaun fyrir besta R&B-flutning karlmanns meðan Voodoo var valin besta R&B-platan á hátíðinni. Alls vann hann fjögur Grammy-verðlaun á ferli sínum. Velgengninni fylgdi mikil umfjöllun og var D'Angelo gerður að kyntákni í fjölmiðlum. Hann átti erfitt með umfjöllunin, glímdi um árabil við alkóhólisma, lenti í nokkrum bílslysum og dró sig á endanum úr sviðsljósinu. Eftir þrettán ár fjarri auga almennings sneri D'Angelo aftur með sína þriðju plötu, Black Messiah, sem líkt og fyrri plöturnar tvær hlaut frábæra dóma. Var honum lýst af GQ sem næsta Marvin Gaye í kjölfar útgáfunnar. Síðustu ár hefur lítið farið fyrir tónlistarmanninum og samkvæmt tónlistarmanninum Raphael Saadiq var D'Angelo að vinna að sinni fjórðu plötu þegar hann lést. Hann skilur eftir sig tvo eftirlifandi syni og eina dóttur. Móðir elsta sonar hans var fyrrnefnd Angie Stone sem lést voveiflega fyrr á árinu í bílslysi, aðeins 63 ára gömul.
Andlát Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“