„Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Lovísa Arnardóttir skrifar 14. október 2025 08:16 Gísli Rafn segir ekki einungis vanta mat og húsnæði fyrir fólk heldur þurfi einnig að fara inn á Gasa með vinnuvélar til að ryðja burt rústum og hefja uppbyggingu allra helstu innviða. Aðsend og Vísir/EPA Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, segir neyðarsöfnun samtakanna fyrir Gasa fara vel af stað. Það sé risa verkefni framundan við að koma hjálpargögnum og vinnuvélum inn á Gasa og hefja uppbyggingu innviða á ný. Alþjóðaráð Rauða krossins tók í gær á móti Ísraelum og Palestínumönnum sem voru í haldi Ísraela og Hamas og vinnur nú að því að koma mannúðaraðstoð inn á svæðið. „Neyðarsöfnun okkar fyrir íbúa Gasa fer vel af stað og augljóst að landsmenn treysta Rauða krossinum fyrir að vera leiðandi í því gríðarstóra mannúðarverkefni sem nú fer í hönd á svæðinu,“ segir Gísli Rafn. Neyðarsöfnun Rauða krossins hófst fyrir helgi og var í tilkynningu um hana vísað til þess að yfirvofandi væri ein stærsta mannúðaraðgerð sögunnar, að koma hjálpargögnum og aðstoða íbúa Gasa í kjölfar þess að vopnahléi var komið á. „Í gær tók teymi Alþjóðaráðs Rauða krossins á móti þeim gíslum sem eftir voru á Gasa og flutti þá til Ísrael. Teymin fluttu einnig Palestínubúa úr haldi Ísraela til Gasa og Vesturbakkans. Hlutverk Rauða krossins í þessum aðgerðum er að vera hlutlaus milligönguaðili og tryggja að mannúð sé höfð að leiðarljósi,“ segir Gísli. Hann segir Rauða krossinn hafa mikla reynslu og þekkingu í slíkum aðgerðum en Rauði krossinn hefur tekið þátt í sambærilegum aðgerðum á svæðinu og greitt fyrir lausn tuga gísla og hundruða Palestínubúa frá 7. október 2023. Rétt svo að byrja „Mannúðaraðstoð er farin að streyma inn á Gasa undir merkjum egypska Rauða hálfmánans. En það er bara byrjunin. Það er okkar von að nú geti dreifing hjálpargagna; matvæla, vatns, lyfja, tjalda og annarra nauðsynja, hafist af fullum krafti og án hindrana. Fjölmörg mannúðarsamtök og ýmsar stofnanir um allan heim taka höndum saman í því verkefni. Í forgangi er að koma aðstoð til særðra, veikra, aldraðra og barna,“ segir Gísli. Hann segir þessar nauðsynjavörur þó alls ekki það eina sem þarf til. „Eins og við höfum séð á fréttamyndum frá til dæmis Gasaborg þá þarf stórvirkar vinnuvélar inn á svæðið til að ryðja burt rústum. Það þarf líka að laga innviði á borð við fráveitu- og vatnskerfi og koma á rafmagni að nýju. Í þessu verkefni munu sérfræðingar á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins taka mikinn þátt.“ Hann segir það gríðarstórt verkefni að aðstoða tvær milljónir manna eftir tveggja ára vopnuð átök og hungursneyð. „Að aðstoða tæpar tvær milljónir manna eftir tveggja ára vopnuð átök og hungursneyð í ofanálag síðustu mánuði krefst gríðarlegs skipulags og ítarlegrar útfærslu. Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa, allan sólarhringinn - mánuðum og jafnvel árum saman. Þannig verður hægt að bjarga mannslífum og byrja að aðstoða Gasabúa við að byggja upp líf sitt að nýju. Rykið er að setjast en það er aðeins byrjunin.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Félagasamtök Hjálparstarf Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Sjá meira
„Neyðarsöfnun okkar fyrir íbúa Gasa fer vel af stað og augljóst að landsmenn treysta Rauða krossinum fyrir að vera leiðandi í því gríðarstóra mannúðarverkefni sem nú fer í hönd á svæðinu,“ segir Gísli Rafn. Neyðarsöfnun Rauða krossins hófst fyrir helgi og var í tilkynningu um hana vísað til þess að yfirvofandi væri ein stærsta mannúðaraðgerð sögunnar, að koma hjálpargögnum og aðstoða íbúa Gasa í kjölfar þess að vopnahléi var komið á. „Í gær tók teymi Alþjóðaráðs Rauða krossins á móti þeim gíslum sem eftir voru á Gasa og flutti þá til Ísrael. Teymin fluttu einnig Palestínubúa úr haldi Ísraela til Gasa og Vesturbakkans. Hlutverk Rauða krossins í þessum aðgerðum er að vera hlutlaus milligönguaðili og tryggja að mannúð sé höfð að leiðarljósi,“ segir Gísli. Hann segir Rauða krossinn hafa mikla reynslu og þekkingu í slíkum aðgerðum en Rauði krossinn hefur tekið þátt í sambærilegum aðgerðum á svæðinu og greitt fyrir lausn tuga gísla og hundruða Palestínubúa frá 7. október 2023. Rétt svo að byrja „Mannúðaraðstoð er farin að streyma inn á Gasa undir merkjum egypska Rauða hálfmánans. En það er bara byrjunin. Það er okkar von að nú geti dreifing hjálpargagna; matvæla, vatns, lyfja, tjalda og annarra nauðsynja, hafist af fullum krafti og án hindrana. Fjölmörg mannúðarsamtök og ýmsar stofnanir um allan heim taka höndum saman í því verkefni. Í forgangi er að koma aðstoð til særðra, veikra, aldraðra og barna,“ segir Gísli. Hann segir þessar nauðsynjavörur þó alls ekki það eina sem þarf til. „Eins og við höfum séð á fréttamyndum frá til dæmis Gasaborg þá þarf stórvirkar vinnuvélar inn á svæðið til að ryðja burt rústum. Það þarf líka að laga innviði á borð við fráveitu- og vatnskerfi og koma á rafmagni að nýju. Í þessu verkefni munu sérfræðingar á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins taka mikinn þátt.“ Hann segir það gríðarstórt verkefni að aðstoða tvær milljónir manna eftir tveggja ára vopnuð átök og hungursneyð. „Að aðstoða tæpar tvær milljónir manna eftir tveggja ára vopnuð átök og hungursneyð í ofanálag síðustu mánuði krefst gríðarlegs skipulags og ítarlegrar útfærslu. Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa, allan sólarhringinn - mánuðum og jafnvel árum saman. Þannig verður hægt að bjarga mannslífum og byrja að aðstoða Gasabúa við að byggja upp líf sitt að nýju. Rykið er að setjast en það er aðeins byrjunin.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Félagasamtök Hjálparstarf Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Sjá meira